Fálkinn


Fálkinn - 20.02.1963, Blaðsíða 11

Fálkinn - 20.02.1963, Blaðsíða 11
sjóinn við klettótta ströndina. Raunar er sjólagið við ströndina hérna þannig, að jafnvel myndi nægja að fleygja honum útbyrðis, — en steinninn er ör- uggara meðal til slíkra hluta. Á eftir munu allir halda, að sárin á höfðinu stafi af fallinu, og mjög líklega dregur hann að sér andann einu sinni eða tvisvar, áður en hann deyr, þannig að krufning mun sanna, að dauðaorsök sé drukknun. Steininum er svo hægt að fleygja í sjóinn og enginn mun nokkru sinni finna hann, meðal þúsunda ann- arra steina á hafsbotni.“ Jack og Maizie voru ekki viðstödd þetta kvöld. Hins vegar var Jungler þarna, en hann sagðist hafa mikið að gera og fór snemma. Þar eð enginn hafði áhuga á að spila bridge, tvístraðist hópurinn brátt. Loks sátum við Grace ofursti einir eftir og spjölluðum. Umræðuefni okkar var þetta vana- lega í Coopers Bay, — Smith-hjónin. Grace byrjaði og sagði: „Hvað haldið þér um þau, svona okkar á milli sagt?“ spurði hann. „Hvaða fólk?“ spurði ég. „Jack og Maizie Smith,“ sagði hann. „Þau eru ágæt,“ sagði ég. „Þar er ég á sama máli,“ sagði hann. Svo bætti hann við. „En heldurðu að þau séu raunverulega Bandaríkja- menn?“ „Auðvitað eru þau frá Bandaríkjun- um,“ svaraði ég. „Frá Philadelphia. Ég þekki ýmsa vini þeirra. Hins vegar held ég, að þau hafi verið lengi erlendis, í Sviss, Ítalíu og víðar.“ „En hver er hún?“ spurði hann. „Maizie? Hún hefur verið í leikhús- unum eða einhverjum af stærri nætur- klúbbunum, held ég. Mér skilst það á málfæri hennar og útliti.“ „Hún er yndisleg,“ sagði Grace, „en daðurdrós.“ „Heldurðu það?“ „Já,“ sagði hann, „hún gaf mér undir fótinn.“ — „Jæja, hvað skeði?“ spurði ég. „Ekkert,“ sagði Grace — dálítið byrstur. Ég hló. „Þér lítið annars ágætlega út, Grace,“ sagði ég, „og á vissan hátt leið- ist henni hérna. Þó held ég að hún sé hamingjusöm — en stúlka eins og hún verður að hafa gnægð aðdáenda að um- gangast.“ — „Það gerir ekkert til með mig,“ sagði Grace, „en hún daðrar við þá alla, og ég kenni í brjósti um Jung- ler.“ Ég reyndi að beina samtalinu inn á aðrar brautir. „Þetta er bara baðstrandarrómantík,*1 sagði ég, „og hann er hrifinn af Maizie á ósköp saldausan hátt. Annars eru þau öll góðir vinir og hann kemur oft til þeirra.“ — „Það veit ég,“ sagði Grace, “en hún stríðir honum, og það er hættulegt fyrir fagra konu að stríða karlmanni.“ „Fögur kona getur varla verið án þess,“ sagði ég. „Það er einfaldlega eðli hennar, og við því er ekkert að gera.“ Framh. á bls. 30. FÁLKINN 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.