Fálkinn


Fálkinn - 20.02.1963, Blaðsíða 18

Fálkinn - 20.02.1963, Blaðsíða 18
JarSeignir Abberdys lá- varðar voru svo glæsi- legar, að önnur sveita- setur líktust hundaþúf- um í samanburði við þær, að ekki sé talað um akurlendin. Og vel að merkja: Lávarður- inn átti enga ættingja.. . Það var liðið langt fram á kvöld og Abberdy lávarður tefldi skák, jafnframí því sem hann dreypti öðru hverju í whisky-ið sitt. Honum sárnaði það all- mjög, að -maginn var farinn að láta bera svo fjandi mikið á sér í seinni tíð. í góðu bandalagi við heittelskaða ímyndunarveikina komst 'hann að þeirri niðurstöðu, að þetta væru sjálfsagt síð- ustu krampateygjurnar, áður en skrokk- urinn hætti störfum fyrir fulit og allt. Ný gremja náði tökum á honum við tilhugsunina um heilan hóp af slímug- um ættliðum, sem iðuðu eftirvænting- arfullir í skinninu eftir stóra brestin- um, þegar hann setti whiskyglasið frá sér í síðasta sinn. Það var líka sannar- lega eftir miklu að bíða, — jarðeignir Abberdys lávarðar voru svo miklar, að öll önnur sveitasetur líktust hundaþúf- um í samanburði við þær, að ekki sé talað um akurlendin, sem ætt hans sjálfs hvíldi á. Já, eftir á að hyggju! Við skulum strax leiðrétta mikinn mis- skilning, áður en hann nær að skjóta rótum og færa frásögnina úr skorðum: 18 Abberdy lávarður átti enga afkomend- ur, — sem síðasti maður í „bláu fylk- ingunni“ kvæntist hann konu, ,sem að vísu átti skjaldarmerki, en ekki mikið í kistuhandraðanum. Við banasæng eiginkonunnar lofaði hann að arfleiða fjölskyldu hennar að öllum auðæfum sínum. í marga mánuði eftir lát konunn- ar hafði lávarðurinn ekki mátt mæla, af einskærri gremju vegna loforðsins. Læknir sveitarinnar gerði örvæntingar- fullar tilraunir til að lækna hinn syrgj- andi, og blöðin í nágrenninu vörðu tals- verðu rúmi til að esgja frá fyrirbærinu. — Sunnudag einn fór þögli lávarðurinn til kirkju, þar sem hann sat hálfsof- andi og hlýddi á ræðu dagsins. Það var eitthvað um ást til náungans, og þegar hann heyrði nafn sitt nefnt í sambandi við það, missti hann meðvitund, en fékk síðan málið aftur. Þetta var í síð- asta sinn sem lávarðurinn kcm í guðs- hús. Eftir þetta bjó hann kyrrlátu og hlé- drægu lífi ásamt siðprúðu þjónaliði sínu. Það var mjög sjaldgæft, að fjöl- skylda eiginkonunnar kæmi honum i uppnám með nærveru sinni. Abberdy lávarður hafði verið svo framsýnn, að ■halda fyrst um sinn leyndu skammhlaup- inu í heila sínum við banalegu kon- unnar og hafði á þann hátt komizt hjá hvers konar þakkarheimsóknum. Á 72 ára afmælinu komst hann þó ekki hjá því, að systir konunnar kæmi í 'heimsókn með barnabarn sitt, sem ávarpaði hann „afa“. Lávarðurinn dust- aði kusk af ermi sinni. Barnið — þetta litla töfratröll — stóð lengstum fjrrir framan stóra hjólið á peningaskápnum hans og þóttist aka kappakstursbíl. Við matborðið hljóp hann fram og aftur og kastaði pappírsflugvélum í allar átt- ir. Að lokum kom James inn og til- kynnti lávarðinum, að peningaskápur lávarðarins stæði opinn. Eftir að hafa gefið „barnabarninu“ ástúðlegt horn- auga, beindi hann athygli sinni að mág- konunni, sem var í þann veginn að taka flugvél upp af gólfinu. Skyndilega — en því miður of seint — varð lávarðin- um sitthvað ljóst. Við flugsambönd sín hafði mágkonan lesið eitt og ann- að á pappírnum. Óp og máttlaust fall niður í stólinn batt endi á lestur hennar — erfðaskráin! Næstu mánuðir urðu Abberdy lá- varði sem hrein martröð. Þakklát fjöl- skyldan ruddist nú inn á heimili hans með fangið fullt af blómum, sem urðu til þess, að 'heysýkin tók sig upp að nýju, og ennfremur varð tilveran gagn- sýrð af haugum af súkkulaði, sem var álíka sætt á bragðið og rottueitur. Vegna ótryggs útlits hafði heimilislækn- irinn ráðlagt honum að snúa öllu æti- legu þrisvar sinnum, áður en hann léti það renna niður, — hann fullyrti, að eftir margra ára reynslu í starfi hefði ■hann komizt að raun um, að margar fjölskyldur álitu það tímabært, að maður og kona fylgdust að í lífi og dauða. Bertha mágkona hafði þegar boðið fram aðstoð sína við eldhússtörf- in eftir fráfall systurinnar, en lækn- irinn hafði skipað henni að halda sig alveg fjarri Abberdy-setrinu. Lávarð- urinn var sannarlega þakklátur hinum nýja, lærða varðhundi sínum. — Þér eigið leik, læknir, sagði lávarð- urinn brosandi, eftir að hafa leikið all- óþægilegum leik í skákinni. — Það er orðið nokkuð áliðið, Abber- dy — ég gef yður skákina — ég þarf að vitja sjúklings snemma í fyrramálið. — Þér eruð bæði syfjaður gestur og FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.