Fálkinn


Fálkinn - 20.02.1963, Blaðsíða 23

Fálkinn - 20.02.1963, Blaðsíða 23
sem hægt væri að kaupa einhverja smá- gjöf handa Kristínu. Laglegt belti? Ilm- vatnsglas? Bók? Honum verður starsýnt á glæsilegan sýningarglugga skrautgripaverzlunar. En verðið á armböndum, hringum og hálsfestum sem þar eru, fara langt fram úr því sem hans rýra fjáreign fær ráðið við. Svo rekur hann í rogastanz. í einu horni gluggans kemur hann auga á nokkrar hálsfestar úr rauðbleikum, ljósrauðum og hárauðum steinum. Kóralfestin! Hann man eftir deginum þeim, er hann sleit slíka festi fyrir Krist- ínu. Ef hann kæmi nú heim til hennar með bætur fyrir festina? Hann fellur i þungar hugsanir og hristir höfuðið. Nei, hann vill ekki minna hana á það leiðin- lega og óskiljanlega atvik. Hann heldur áfram — en snýr aftur til sýningargluggans eftir fáein spor. Kórallarnir vilja ekki sleppa tökum af honum. Þeir halda honum með einhverj- um dularfullum töframætti. Eitthvað, sem er sterkara honum sjálfum, togar hann að lyktum inn í búðina. Ungur maður spyr, hvers hann óski. Hann lyftir brúnum, þegar Marteinn spyr eftir kóralfesti. Þesskonar festar eru ekki svo mjög eftirsóttar nú. En þeim mun betra. Hann leggur fyrir hann nokkrar tegundir á flauelsdúk. Marteinn sér steinana mjög óskýrt. Það er eins og móða leggist yfir augu hans. Hann lætur kóralana renna gegnum greipar sér en veit varla af því sjálfur. Hann heyrir afgreiðslustúlkuna segja sem úr fjarska: — Afsakið, herra minn, ætti ég ekki að færa yður vatnsglas? Stúlkan virðir Martein fyrir sér með grunsemd og kvíða. — Nei, þakka yður fyrir! — Hann flýtir sér að velja festi úr blóðrauðum steinum, og er léttara fyrir brjósti, Þeg- ar hann stingur veskinu í vasa sinn, borgar og fer út. Nokkrum mínútum fyrir sex gengur hann inn í leikfangabúðina. — Aðeins augnablik ennþá, segir búðarstúlkan. — Brúðulæknirinn okkar er ekki alveg búinn. Svo kallar hún inn í bakherberg- ið: Hraðaðu þér nú, Herta mín! Að vörmu spori birtist Herta brúðu- læknir í búðardyrunum. Seytján ára búlduleitur telpukrakki, með einfeldn- isaugu. Hún sýnir honum listaverk sitt og er hróðug af. — Ágætt segir Marteinn og brosir til telpunnar í viðurkenningarskyni. En brosið hverfur af vörum hans á næsta augnabliki. Augun 1 þessum búlduleita telpukrakka fylla hann ein- kennilegum óhugnaði. Hún starir þeim á hann, líkt og í stjarfri furðu. Hann fær ekki ráðið svipinn í þessum augum. Tjá þau aðdáun? Ótta? Eða forvitni? — Ég skal búa um brúðuna fyrir yður, segir búðarstúlkan. — Þú getur talað við herrann á meðan, Herta. Svo hverfur hún inn í bakherbergið. Sú búlduleita segir ekki stakt orð. Starir bara stöðugt framan í Martein. Augnatillit hennar líkist óþægilegri snertingu. Hann reynir að forðast það með því að litast um í búðinni. í hillun- um eru brúður — alls staðar brúður. Standandi með útréttar hendur. Og allt í einu finnst honum hver einasta þeirra stara á sig hinum stóru, áleitnu augum þessarar búlduleitu búðardömu. Óhugnaðarkennd hans eykst með hverri mínútu sem líður, og er síðast orðin að kveljandi kvíða. Hann snýr sér í aðra átt. Fleiri brúður, — sem allar stara á hann sömu augunum. Sviti sprettur út á enni hans. Honum finnst hann vera að kafna og rennir fingrunum um háls sér, innan í flibban- um. Við þessa litlu hreyfingu er sem telpan vakni af sinni stjörfu ró. Hún rekur upp ákaft óp og snarast inn í bak- herbergið. Marteinn hallar sér þunglega fram á búðarborðið og snýr baki við hillunum. Þessi starandi brúðuaugu brenna á hnakka hans. Hann heyrir, að þær stúlkurnar eru að hvíslast á inni fyrir. Svo kemur afgreiðslustúlkan aftur fram í búðina. Hún er óróleg á svip. Fleygir bögglinum á borðið og hverfur í skyndi aftur inn að herbergisdyrun- um. — Viljið þér gera svo vel að leggja peningana á borðið, hvíslar hún hásum rómi. Við hlið hennar skýtur upp hin- um stóru glápandi augum þeirrar búldu- leitu. Þegar Marteinn er loksins kominn út á götuna, heyrir hann hvernig lykl- inum er snúið í skránni að baki honum. En þau skilja ekki við hann, þessi starandi augu. Honum finnst hann vera eltur. Það er farið að rigna. Hann geng- ur sem næst húsveggjum. Hvassviðrið sveiflar fötum hans til í kviðunum, og honum gerist erfitt um andardrátt í áleitnum vestanstorminum. Bara að hann væri kominn heim í herbergi sitt í gistihúsinu! Það er mikil kvöldumferð á götunum. Allir eru að flýta sér vegna rigningar- innar. Verzlunarfólk, stúdentar, ungar stúlkur. Ljósin í kaffihúsunum skína vingjarnlega gegnum regnmóðuna. Stór mannþyrping stendur úti fyrir upplýst- um borgardyrum að kvikmyndahúsi. Marteinn villist í mergð gatnanna. Loks staðnæmist hann og dregur and- ann þungt. Hann lætur augun reika yfir framhliðar húsaþyrpinganna. Götu- ljós í þoku. Engin stjarna á lofti. Hann gengur í aðra átt. Vel upplýst gata, birtan glampar á regnvotum gangstétt- um, regnhlífar hreyfast um eins og hringmynduð, dökkleit segl. Á horninu sér hann auglýsingasúlu með marglitum áletrunum. Hann ætlar FÁLKINN 23

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.