Fálkinn


Fálkinn - 20.02.1963, Blaðsíða 29

Fálkinn - 20.02.1963, Blaðsíða 29
Allur lieimiiriiin — Framhald af bls. 28. Frú Lára hellir aftur í bollana hjá okkur og skýtur inn orði: — Þetta er nú bara dægrastytting hjá honum. En séra Halldór brá við hart og títt: — Nei, þetta er hugsjón. Svo víkur hann sér að mér og segir: — Heyrðu, þú verður að draga úr þessu grobbi í mér. Verður að gera það fyrir konuna. Ég er ekkert hræddur við það, aldrei verið hræddur við lífið. Svona tala ég alltaf. Svona hef ég alltaf talað. Það er í ættinni, gáski og gaman. Ég hef verið stórskáld síðan 29. desem- ber 1955, búinn að yrkja alla þessa sálma og fjölda kvæða að auki. Enda hafa skáldin alltaf laðast að mér og ég að þeim. — Þekktirðu Þórberg á yngri árum? — Ofan í kjölinn. Það má alls ekki segja frá því á prenti, en þegar ég hitti hann fyrst, þá var hann að safna mergjuðum kvæðum. En það gerði hann bara vegna málsins, hann var hrein sál. Og er. — Finnst þér heimurinn ekki fara versnandi, séra Halldór? — Síður en svo, hann er alltaf að batna. Ég átti tal við gamlan mann um daginn sem hafði allt á hornum sér. Þó gat hann ekki neitað því að kær- leikurinn hefði vaxið frá því hann var urigur. Það hefur alltaf verið vel sótt kirkja hjá mér og fólk hefur viljað hjálpa prestinum með ráði og dáð, söngflokkarnir, sóknarnefndirnar, orgel leikarinn og kirkjusmiðirnir. — Tekurðu undir sönginn um spill- ingu æskunnar? — Nei. Ég syng annan söng. Unga fólkið nú á dögum er gagntekið af hugsjónum. Þann dóm reisi ég á kynn- ingu minni við fermingarbörnin. Og unglingarnir hér í Reykjavík koma alltaf fram við mig af prúðmennsku. —Svo þú hefur aldrei átt erfitt upp- dráttar sem prestur? — Það er mikil raun að vera góður prestur en það er engu minni fögnuður. Presturinn stendur gagnvart eilífðar- lögmálunum. Það er meira en lítið bogið við þann mann sem ekki finnst óbland- inn unaður að lifa lífinu. En það getur verið af því að ég á svo góða konu og góð börn. Konan hefur alltaf staðið sig vel, hjálpað mér við að undirbúa ferm- ingarbörnin og stutt mig á allan hátt. Stundum hefur hún þurft að taka 30 manns fyrirvaralaust á heimilið. — Prestshjón þurfa alltaf að vera við- búin, heldur séra Halldór áfram, einu sinni þurfti ég að jarðsyngja mann og atvikin höguðu því þannig til að ég fékk ekkert að vita fyrr en fimm mín- útum áður en athöfnin skyldi hefjast. Það var úr vöndu að ráða, þarna átti í hlut merkur vitavörður og kirkjan orðin fullskipuð. Ég var ekki undir- búinn á nokkurn hátt. En nýverið hafði ég lesið kvæði eftir Pál Kolka og þar var talað um „þéttar, langar ljósaraðir“. Og út af þessu lagði ég, það átti ein- mitt vel við yfir moldum vitavarðar. Þetta átti ég því að þakka að ég var alltaf að lesa og ég á 4000 bækur. Það er eini vandinn í lífinu að koma þeim fyrir. Jú, svo er annað vandamál, það er útsvarið mitt. Nú grípur frú Lára fram í: — Það sæmir þér varla að fara að barma þér yfir útsvarinu, þú ert búinn að vera svo bjartsýnn. — Jú, svarar séra Halldór, ég hef hugsjónir. Ég þarf að koma sálmabók á prent og kirkjulegu tímariti. Til þess þyrfti ég að nota peningana sem fara í útsvarið. Ég veit að þeir í bæjarstjórn- inni verða hrifnir ef þeir frétta að þeir hafi fengið svona mann í bæinn. — Þú hefur víða stundað prestsskap, séra Halldór. Hvar hefurðu kunnað bezt við þig: Flatey á Breiðafirði, Suð- ureyri, Skagafirði, Vestmannaeyjum, Norðfirði? — Ég sé aldrei staðina, svarar séra Halldór, ég lifi í öðrum heimi. Náttúr- lega get ég séð landslagið þegar ég vil En það er alls staðar gott að vera. Ég lít á allan heiminn sem mitt prestakall. Og það hefur alltaf verið mín hugsjón að prestar ættu að flytjast búferlum nokkrum sinnum á ævinni, fara víða. Nú hef ég í hyggju að skrifa biskupi og biðja hann greiða fyrir því að ég verði farandpredikari í sumar. — Annars ei'u staðir misgóðir í efnalegu tilliti, til Skagafjarðar kom ég með þrjá hesta en átti 30 þegar ég fór. — Trúir þú á kraftaverk, séra Hall- dór? — Auðvitað. — Hefur þú orðið vitni að krafta- verkum? — Ég reikna allt lífið sem krafta- verk. Ég hef oft þreifað á handleiðslu Guðs. En ég hef aldrei skrásett neitt af því tæi. Ég veit að það er yfir mér vakað en ég er ekki sú manntegund sem safnar vitnisburðum. Þetta er svo sjálfsagt mál, það er ekki tiltökumál og þarf ekki að safna því saman eins og draugasögum. Þegar ég var fermdur valdi faðir minn mér að einkunnarorð- um versið Láttu Guðs hönd þig leiða hér. — Geturðu nefnt mér dæmi um handleiðslu Guðs? — Einu sinni var ég á ferð í blind- byl og fannfergi. Ég varð að skríða á fjórum fótum og var orðinn alveg lé- magna. Þá dokaði ég við og gerði bæn mína þarna í snjónum og sortanum. Þá brá svo við að ég fékk nýjan kraft og komst klakklaust á leiðarenda. — Á dögunum urðu talsverðar um- ræður um það hvort prestur ætti að láta sig skipta einkamál sóknarbarna sinna. Hvert er þitt viðhorf til þeirra mála? — Það er skylda prestsins að vaka yfir sálarheill sóknarbarna sinna og hann má ekki láta neina feimni aftra sér frá því, sagði séra Halldór, hins vegar á hann ekki að hnýsast í þau mál með hugarfari slúðurberans og vand- lætarans. Ef hann telur sálarheill ein- hvers sóknarbarns síns í voða, þá verð- ur hann að ganga fram í því áð málin séu leiðrétt, og þá verður ekki komist hjá því að einkamál ber á góma. Og það er ekki einvörðungu sálarheillin ein sem er í voða, oft er það efnaleg tilvera fólks. Eitt sinn voru nokkrir prestar samankomnir hjá prófasti okk- ar og einn okkar skýrði frá því að stórbóndi einn lifði í hneykslanlegri sambúð með konu nokkurri. Þau lifðu saman eins og hjón án þess að vera gift. „Á ég að veita þeim áminningu?1, spurði prestur. Því játaði prófastur. „Og ef þau láta ekki segjast við það, á ég að veita þeim aðra áminningu og skora á þau að láta vígja sig?“ Þessu játaði prófastur einnig. „Og ef það ekki dugir, á ég þá að veita þeim viðvörun í þriðja sinn?“ spurði prestur. „Já, ger þú það,“ svaraði prófastur. „Og ef þau sinna því ekki, á ég þá ekki að kæra málið fyrir hreppstjóra og láta málið ganga að landslögum?“ spurði prestur þá. En nú lyfti prófastur hönd- um og svaraði: „Nei, nei, það yrði of langt gengið.“ Og nú fór svo að stór- bóndi þessi andaðist en konan sem hafði búið með honum og alið honum börn, hún stóð uppi slypp og snauð og bar ekkert úr býtum. —- Telur þú, séra Halldór að prestar hafi nægilega náið samband við söfn- uði sína? — Á mínum yngri árum húsvitjaði ég jafnan þrisvar á ári við Breiðafjörð, svarar séra Halldór, ég flutti þá pré- dikun á hverjum bæ. Þetta var vel þegið af fólki. Einkum minnist ég einn- ar konu, hún bjó með föður sínum gömlum á rýru koti milli Kvígildisfjarð- ar og Skálmarfjarðar. Það var gamall torfbær og lágt undir loft. Þau áttu enga kú, fáeinar kindur og ekki nema tvenn bollapör. En þetta var skynsemd- arfólk og Guðrún í Svínanesseli var svo þyrst í guðsorð að hún fylgdi mér um sveitina á rauðri folaldsmeri til þess að vera við prédikun á hverjum bæ. Halldór Kiljan dvaldist einu sinni hjá þessu fólki vikutíma, þá hefur hann verið að stúdera fátæktina. Hann var oft við messu hjá mér. Hann kom einu sinni að máli við mig eftir að ég hafði prédikað í ísafjarðarkirkju. og sagði: „Það er ýmislegt í ræðunni þinni sem ég get notað.“ Ætli það hafi ekki verið eitthvað um séraguðmundarkynið. Halldór var oft forsöngvari hjá mér. Einu sinni fórum við víða og við messu á hverjum stað sungum við: „Þú Guð sem stýrir stjarnaher.“ Halldór var afbragðssöngmaður. En eftir að hann tók kaþólska trú, þá mátti hann ekki syngja hjá mér. Ég hef alltaf verið aðalsálusorgari hans, hann tekur mig stundum upp í bílinn þegar hann rekst á mig á götu og keyrir með mig upp að Gljúfrasteini. Daginn eftir er hann kannski kominn til Vínarborgar. FÁLKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.