Fálkinn


Fálkinn - 20.02.1963, Blaðsíða 36

Fálkinn - 20.02.1963, Blaðsíða 36
Krenþ|óðin Framhald af bls. 26. IXIotið hrogn Borið fram með soðnum kartöflum og brúnuðu smjöri eða sítrónusósu. Einnig er gott að steikja hrognin án þess að velta þeim upp úr neinu og er þá ágætt að bera með þeim grænmetis- jafning. Hrognabollur. 400 g. hrogn. 400 g. soðnar kartöflur. % laukur, rifinn. Salt, pipar. 100 g. smjörlíki. Himnan tekin utan af hrognunum hráum. Blandið saman hrognunum mörðum kartöflum, lauk, salti og pipar. Smjörlíkið brúnað á pönnu. mótaðar bollur milli handanna, sem steiktar eru fallega brúnar. Borið fram með grænkálsjafningi eða öðrum grænmetisjafningi. Hrognarönd. V2 kg. hrogn, soðin. 8 bl. matarlím. 200 g. majonnes. 200 g. sýrt grænmeti. Salt. pipar. ensk sósa. karry. sítróna. Hogn þurfa helzt að vera fallega rauð. Soðin eins og venjulega, kæld, himnan tekin utan af þeim. Hræð í sundur með fisksoði svo að þau líkist þunnum graut. Kryddað með salti, pipar og sítrónu. Matarlímið undið upp úr vatninu, sem það hefur verið lagt í bleyti í, og brætt yfir gufu. Hrært saman við hrognagraut- inn. Hellt í hringmót, látið stífna, Hvolft á fat. í miðjuna er sett majones, sem kryddað hefur verið með smátt söxuðu, sýrðu grænmeti, enskri sósu, karry og sítrónu. Skreytt með því sem til er og á vel við hrognin. Hrognaeggjakaka. 300 g. hrogn, soðin. 2 egg. Salt. 30 g. smjörlíki. Grænmetisj af ningur. Himnan tekin utan af hrognunum og þau marin með gaffli. Eggjarauður og hvítur þeyttar hvort í sínu lagi. Öllu blandað varlega saman ásamt dálitlu salti. Smjörlíkið brætt á pönnu, eggja- hrærunni hellt á pönnuna og eggjakak- an steikt við vægan hita. Eggjakakan steikt við vægan hita. Eggjakakan sett 36 FÁLKINN á aflangt fat, grænmetisjafningi hellt á annan helming hennar, hún brotin yfir. Borðað strax. Prjónaðir inniskór prjónuð án úrtöku. Endurtakið nú úrtökuna á 3 miðlykkjunum í hverri umf. á réttunni 18 sinnum (46 1.). Síðasta úrtakan á að vera með Ijós- um lit. Nú er prjónuð ein umf. dökk brugðin á röngunni og nú er kantur- inn að ofanverðu prjónaður á prj. nr. 3 sem brugðning (1 sl. 1 br.). 4 1. teknar úr í 1. umf., jafnt á umf. Þegar 5 umf. hafa verið prjónaðar með dökka garinu, eru prjónaðar 2 umf. með dökku garni. Fellt laust 5 umf. með dökku garni. Fellt laust af. Saumað saman á hælinn og sólinn saumaður fast við yfirleðrið. Skórnir til hægri eru nr. 26—27. Efni: 50 g. dökkblátt sportgarn, afg. af hvítu og ljósbláu af sama garni. 4 prjónar nr. 3% og sólar. Mynstrið: 2 sl., 1 br. Á röngunni er prjónað öfugt, þar eð lykkjurnar eru prjónaðar eins og þær snúa við. Rendurnar prjónaðar þannig: 1. umf. hvítt, 2 umf. ljósblátt, 1 umf. hvítt, 4 umf. dökkblátt. Endurtekið. Aðferð: Fitjið upp 42 1. á 4 prjóna og prjónið í hring 5—6 cm. með dökkbláu garni. Prjónið því næst 2 ljósar rendur. Geymið 28 öftustu lykkjurnar, 14 1. að framan verðu eiga að byrja og enda á 2 sl. 1. Nú eru 14 1. prjónaðar, fitjuð upp 1 1. í kant- inn hvoru megin svo 16 1. eru á. Prjónaðar rendur, þar til ljósu rend- urnar eru 5, byrjað með 4 dökkblá- um umi.. Þegar ristin er búin nál. 12—13 cm. eru felldar af kantlykkj- urnar 2 og nú eru teknar upp 30 1. hvorum megin ristarinnar. Nú er að- eins prjónað með dökkbláu garni. í fyrstu umf. er mælt á þannig: Byrj- að á miðjunni að aftan verðu. Prjón- ið 20 1. snúið (slegið upp á prjóninn í hvert sinn sem snúið er, bandið og og næsta 1. við prjónað saman í næstu umf.), prjónið 40 1., snúið, prjónið 52 1., snúið, bætið alltaf við 6 1. í hverri umf. alls 3 sinnum til viðbótar hvorum megin. Nú er prjón- að allur hringurinn í 2a/2 cm. Fellt laust af. Brotið inn af að ofanverðu (16 umf.), saumað fast. Sóli saum- aður neðan á skóna. Ueimabakað Fyllingin (allt soðið saman í 5 mín., kælt) látin ofan á. Afgangurinn af deig- inu látinn ofan á. Bakað í nál. 30 mínútur við jafnan hita 175°. Hafragrjónakökur. 150 g. smjörlíki. 150 g. sykur. 1 tsk. vanillusykur. 4 dl. hafragrjón. Allt mulið saman og deigið hnoðað saman, geymt á köldum stað. Mótaðar fingurbreiðar lengjur, sem skornar eru í bita. Mótaðar kúlur milli handanna. Kúlurnar settar á smurða plötu. Þrýst ofan á hverja köku. Bakað við 225° í 8—10 mínútur. Kökurnar látnar kólna dálítið á plötunni. Fagrar konnr Framhald af bls. 32. var svo allt saman haugalygi, sem hann hafði sagt mér, — ef Jungler var morðinginn, þá var aðstaða mín ekki sem bezt. Áðeins hann vissi, að ég var hérna niðri — og ekki var mikill vandi að láta eins og einn stein detta, og þá væri ég illa kominn, — varnarlaus eins og Jack. Þetta hafði ég ekki hugsað út í, er ég lagði af stað hingað á þennan ömurlega stað. En þar sem ég var nú kominn hing- að niður, þá var sjálfsagt bezt að not.a tækifærið — og fyrir hundaheppni þá leið ekki á löngu þangað til ég fann steininn. Hann leit út eins og Jungler hafði lýst honum, blóðugur og hár fann ég einnig. Þetta kom þá heim við sögu Junglers. Ég varð að hvíla mig svolítið, er ég kom upp á brúnina, en er ég hafði reykt eina sígarettu, flýtti ég mér heim til Junglers. „Funduð þér steininn?“ spurði hann. „Hann er hér,“ sagði ég. Þá leið yfir hann, en hann raknaði við eftir nokkrar mínútur. Ég gaf honum te og bjó til súpu handa okkur báðum, og brátt tók okkur að líða bet- ur. Nú urðum við að senda eftir lækni og lögreglu. Nú var þetta hins vegar verkefni fyrir glæpadeild lögreglunnar, og eftir fimm klukkustundir komu þeir loksins frá Höfðaborg. Á meðan sátum við og biðum. Ef Jungler hafði framið morðið — en það fannst mér hálft í hvoru vera það sennilegasta — þá bárum við Maiz- ie eiginlega ábyrgðina. Hún með sínu daðri og ég með minni sögu á hótelinu, — þá hefði ég átt að þegja. Það var skyssa hjá Jungler að reyna að saka Querling um morðið. Þar lét hann hat- ur sitt á Querling verða skynseminni yfirsterkari. Hann hataði Querling vegna þess, að hann hafði sagt ýmis- legt óviðeigandi um Maizie. Það var vissulega ólíklegt, að Quer- ling væri morðinginn. Maðurinn var dyggðugur, í æðum hans rann ekki blóð, heldur blanda af ísvatni og for. Það var merkilegt, að jafn vel gefinn maður og Jungler skyldi haga sér svona heimskulega. En samt vissi ég innst inni með sjálfum mér, að hann hefði aldrei getað framið þetta morð, og mér

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.