Fálkinn


Fálkinn - 20.02.1963, Blaðsíða 37

Fálkinn - 20.02.1963, Blaðsíða 37
létti jafnmikið og Jungler, er lögreglan birtist í dyrunum. FINGRAFÖRIN voru ljósmynduð, og filman í ljósmyndavél Junglers var framkölluð. Myndirnar tóku af allan vafa. Þarna stóð Querling ljóslifandi með steininn í höndunum yfir höfði Jacks. Á næstu mynd sást steinninn koma í höfuð Jacks og á þeirri þriðju sást Jack hverfa í öldurnar. Þetta var eins og einstakar myndir hefðu verið klipptar út úr kvikmynd. Fingraför Querlings fundust á steininum. Hann var handtekinn og ákærður fyrir morð. Málið vakti mikla athygli. Maizie tók gleði sína furðu fljótt. Henni steig til höfuðs að vera miðpunkturinn í morð- máli sem þessu. Auk þess kom í ljós, a‘ð Jack hafði verið enn þá betur stæð- ur fjárhagslega, en nokkur hefði getað ímyndað sér. Er hún að síðustu kvaddi okkur, var bros hennar jafn yndislegt og verið hafði áður. Svart fór henni forkunnarvel — og hún vissi það. í réttarsalnum reyndi Querling að draga Maizie inn í málið. Það kom í ljós að hún hafði daðrað við flesta karl- menn, sem hún sá og kynntist, — og er þá heldur vægt til orða tekið. En hins vegar hélt Querling því fram, að hún hefði lofað að giftast sér, ef eitt- hvað kæmi fyrir Jack. Til allrar ham- ingju var' Querling sú manngerð, sem ómögulegt var að trúa og reyndist ákæruvaldið á sama máli. Auk þess kom ýmislegt fram í réttarsalnum, sem var ærin ástæða til þess að athuga for- tíð hans nánar. Querling var sú mann- gerð, sem dylur sitt rétta andlit með dyggðahjúp. Hins vegar varð Maizie, þessi litla, yndislega álfamær, „óvart" til þess, að hroðalegir atburðir áttu sér stað. Mikið magn af rottueitri fannst í fórum Querlings. Hann sagðist hafa ætlað að nota það til útrýmingar á rottum, en konan hans fullyrti, að slík- ar skepnur hefðu aldrei fyrirfundist í hennar húsum. Ég held að hún hafi átt að vera næsta fórnardýr Querlings. Nú var þessu öllu lokið. Maizie fór til Evrópu, og Jungler hætti að bera ást í brjósti til hennar. Hann fékk nóg af framgangi mála í réttarsalnum. Hann hélt sýningu í New York með góðum árangri og hjálpaði ég honum til þess, og hélt einnig til New York. Þegar allt þetta var afstaðið spurði ég sjálfan mig, hvað ég hefði eiginlega lært af þessu öllu saman. Ég minntist þess, að ég hafði grunað Jungler þangað til fullsannað var, að hann var saklaus og mér skildist, að vissara væri að treysta hjarta sínu en heilanum. Eitt í viðbót lærði ég einnig: Enginn öðlast frið með því, að flýja heiminn og setj- ast að í einhverjum afkima, vegna þess að barátta kynjanna heldur áfram og teygir sig í hvert horn, þar sem fólk er á ferð. En eitt er víst: rithöfundar lifa af því, að lýsa þeim sorgarleikjum — og einnig þeirra hamingju — sem ástin hefur í för með sér. ENDIR. FÁLKINN sem eru Síðasta „Síðasta gangan“, saka- málamyndin, sem TÓNA- BÍÓ sýnir bráðlega, er hiklaust sú sterkasta sinn- ar tegundar af þeim, sem hér hafa verið sýndar í seinni tíð. Ekki mun of- sagt, að ógnþrungin spenna myndarinnar,held- ur manni agndofa alla sýninguna. Aðalhlutverk myndarinnar, John, for- hertur, dauðadæmdur •fangi, er leikinn af Mic- key Rooney, sem sannar hér enn einu sinni, hve fjölhæfur leikari hann er. Það er ekki margt líkt með gamanleikaranum Mickey Rooney og þeim Rooney, sem við sjáum hér í gerfi hins dauðadæmda John Mears. í öðrum hlut- verkum má nefna Clifford David, er sýnir afbragðs leik, sem hinn dauða- dæmdi Richard Walters og HaWy Millard og John McCurry. Leikstjóri er Howard W. Koch. Sagan gerist öll í dauða- klefum ríkisfangelsis eins í Bandaríkjunum, þar sem hálf tylft dauðadæmdra fanga bíða þeirrar stund- ar að dauðadómnum verði fullnægt. Dauðaklefanum er þannig fyrir komið, að þeir standa opnir inn i varðstofuna, eins og bás- ar, en sterkar járngrindur skilja milli klefanna og varðstofunnar, svo að vörðurinn, sem situr við borð sitt í stofunni, getur séð inn í alla klefana sam- tímis. Fangavörður, Drake, er mjög illa liðinn hjá föng- unum, vegna þess, hve hart hann leikur þá. Hann sleppir aldrei tækifæri til þess að gera föngunum síðustu lífsstundirnar sem sárastar. Litlu minna hata fangarnir mág Stones um- sjónarmanns, fangavörð- inn Callahan. Hann notar aðstöðu sína til þess að kvelja fangana eins og hann getur. Einn hinna dauðadæmdu gangan fanga er Mears, kaldrifj- aður náungi og harður í horn að taka. Hann er full- ur af hatri til mannfélags- ins og réttarfarsins. Hann hatar Drake og Callahan af öllu hjarta og lætur einskis ófreistað, til þess að láta í ljós fyrirlitningu sína og hatur á vörðum laganna, þegar hann er vitni að ómannúðlegri meðferð þeirra á samföng- um hans. Fangelsisprest- urinn, sem þylur í flýti sinn guðsorðalestur yfir föngunum, verður einnig fyrir fyrirlitningu hans. Samtöl fanganna sín á milli lýsa vel skapferli þeirra og viðbrögðum hvers um sig og þeirri ang- ist, sem liggur á bak við uppgerðargalsa þeirra. Þegar fangi er fluttur úr klefa sínum í rafmagns- stólinn og ljósið hefur daprazt nokkrum sinnum, þá vita hinir fangarnir, að hann hefur lokið skuld sinni við þjóðfélagið. Við svona tækifæri láta þeir Drake og Callahan mann- vonzku sína bitna hvað mest á föngunum. Dag nokkurn kemst allt í uppnám. Mears ginnir Drake að fangagrindun- um og nær á honum kverkataki. — Á svip- stundu hefur Mears náð í lykilinn og opnað alla fangaklefana. Uppreisn er hafin. Þegar starfsmenn fanga- hússins, með Callahan í fararbroddi, koma alvopn- aðir inn, til þess að sækja fanga, sem á að taka af lífi, fá þeir ómjúkar við- tökur. Fangarnir ná af þeim vopnunum og loka þá inni í einum fangaklef- anum. Mears nær nú í Stone umsjónarmann í síma og segir honum, hvað gerzt hafi og hvað verða muni hlutskipti fanga- varðarins Callahans, ef Framhald á bls. 38. FALKINN 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.