Fálkinn


Fálkinn - 06.03.1963, Blaðsíða 4

Fálkinn - 06.03.1963, Blaðsíða 4
Gamla konan, sem þér sjálð hér á myndinni, heitir Janine Boitard og er frönsk. Hún hefur annars unnið sér það til frægSar í styrj- öldinni síðari að leyna 68 fallhlífarhermönnum bandamanna. Þarna á myndinni mætti hún tvífara sínum, en síúikan heiíir reyndar Irina Demich og er leikkona og á einmitt að leika hlutverk Janine í mynd um innrásina í Norinandie. í flestuin siðvæddum löndum er bannað að heyja einvígi, en þrátt fyrir bannið, fara einvígin fram á mismunandi hátt í mörgum löndum. Einhver skemmtilegustu einvígi sem um getur eru þau, sem háð eru af stríðsmönnum af Sakai kynflokkunum á Malaeyja. Einvígið fer fram á þann hátt að þátttakendur kitla hvorn annan með fuglsfjöðrum. Sá, sem fyrst fer að hlæja, hefur tapað. Kynflokkur nolíkur á Borneo hefur annan hátt á sams konar einvigi. Þegar tveir karlmenn deila, kalla þeir á konur sína og láta þær heyja bardagann. í 200 ár gerðist nær ekkert á löggjafar- þinginu í Locri í Grikklandi hinu forna. Engin frumvörp voru borin fram og engu var hrundið í framkvæmd af þingsins hálfu. Þar voru nefnilega til lög, sem heimtuðu að sérhver þingmaður bæri snöru um háls, þegar hann bæri fram frumvarp, því að ef frum- varp hans var fellt, mátti hengja hann strax Franskur kvikmyndaframleiðandi og samlandi hans, sem var kvikmyndagagnrýnandi, ætluðu að heyja ein- vígi út af konu nokkurri, sem þeir voru báðir hrifnir af. Einn gráan og þ'okudrunginn morg- un stóðu þeir úti í skógi nálægt París og voru báðir með byssur. Þeir lyftu byssunum og miðuðu vandlega, en báðar byssurnar klikk- uðu. En þegar vottarnir athuguðu byssurn- ar, hrukku skotin út úr þeim og voru þeir fluttir særðir á sjúkrahús. Þeir sem einvígið höfðu æflað að heyja fóru hins vegar heim til sín. Daginn eftir fengu þeir stefnu frá lögfræðingi. Var í stefn- unni krafist þess, að hin fræga kona fengi fébætur frá þeim, Þar sem að henni hefði verið gert gys opinberlega af þeim. Rokk- og twist- söngvarar urðu al- veg gulir og rauðir af öfund þegar þeir lásu þetta í banda- rísku blaði: „Ein stærsta út- varps- og sjónvarps- stöð hér á landi tók upp skemmtilega ný breytni hér á dögunum. Hún lék gamlar og nýjar plötur með Frank gamla Sinatra ein- göngu. Dagskrárstjórinn lýsti yfir: — Síðustu 25 árin höfum við ekki haft eins vinsælt útvarpsefni. Það lítur næstum því út fyrir að við gætum spilað Frankie Boy um alla eilífð.“ ★ Hinn kunni leik- ari, Pierre Fresney, hefur viðbjóð á pyls um. Það lá þess vegna við að hann hætti við að taka að sér hlutverk í hinu fræga stykki Ten- nece Rattigans, — Ross, sem byggt er á sögu Arabíu Lárusar, því að í einu atriði leiksins átti hann að taka þátt í veizlu, þar sem pylsur voru á borðum. En leikstjórinn var ekki af baki dottinn. Hann þekkti duttlunga leikarans og á hverju kvöldi lét hann útbúa hinar fínustu pylsur úr marzipani. ★ Charlie Chaplin og kona hans Oona dvöld- ust í Lundúnum ekki alls fyrir löngu. Þau hafa nú búið saman í 20 ár í hamingjusömu hjónabandi. En Chap- lin er 35 árum eldri en hún og Oona var aðeins átján ára, þegar þau giftust 1943. Þá sögðu slúðurblöðin að allar konur Chaplins hefðu verið nógu ungar til þess að vera dætur hans. Nú er Chaplin 72 ára en hún 37 og eiga þau átta börn. Eru þau talin mjög hamingjusöm. * Keisarinn af Jap- an er aldrei við- staddur skírn, brúð- kaup eða jarðarför. — Þetta er gömul erfðavenja, er kveð- ur svo á um, að keisarinn eigi alltaf að vera aðalpersón- an við sérhverja viðhöín, sem hann er viðstaddur. En það mun vera einkum erfitt við þessi tækifæri. 4 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.