Fálkinn


Fálkinn - 06.03.1963, Blaðsíða 6

Fálkinn - 06.03.1963, Blaðsíða 6
Leðjan náði mér í ökla ... Heiðraða Pósthólf. — Ég vona að þú gleypir við þessu bréfi mínu og birtir það. Ég óska ekki svars, enda veit ég að þið getið lítið svarað þessu, sem ég ætla að segja ykkur. Það var hérna um daginn, í blíða veðrinu, að frost leyst- ist úr jörðu. Sól var hátt á lofti og tízkudrósir voru komnar með sólgleraugu til þess að verja augnskuggana. Ég hleypti heimdranganmn með nesti og nýja skó, eink- um voru nýju skórnir gljá- fægðir, ég hafði nefnilega dundað við að bursta þá í tuttugu mínútur eftir öllum kúnstarinnar reglum. Já, þið hafið getið ykkur rétt til. Ég ætlaði á. stefnumót. Til þess að gefa þér nán- ari hugmynd af skónum, þá leyfi ég mér að bæta nokkr- um orðum við, þetta voru brúnsanseraðir skór, ég hafði keypt þá daginn áður en þeir voru rándýrir. Jæja, Fálki góður, þegar ég kem út, labba ég eftir hellu- lögðum garðstígnum, eins og lög gera ráð fyrir, heldur en ekki hreykinn og upp með mér, og þá skeði óhappið, tuttugu mínútna puð var orð- ið að engu, ég var ekki leng- ur fínn, ég hafði sokkið og leðjan tók mér í ökla, og ég varð að snauta inn aftur og skipta um skó og sokka, og auðvitað varð ég of seinn á stefnumótið og kærastan fúl og leiðinleg það, sem eftir var kvöldsins. Þannig eyðilagði leðjan fyr- ir mér eitt kvöld og sjálfsagt á hún eftir að skemma fleira. Svo virðist sem elskulegir borgarráðsmenn eða hvað sem þeir heita, þyki ákaflega vænt um alla leðju og drullu. Ef til vill elska þeir skít og lús líka. Svo vill til að ég dvaldist eitt sinn erlendis skamma hríð. Þar kynntist ég mörgu góðu fólki og sá margt heill- andi, enda þótt ég hafi ekki enn skrifað ferðasöguna, sem ég ætla þó að gera, því að það eru ekki allir sem hafa komið til Hafnar og séð þar allt, sem hægt er að sjá. Vin- ur minn einn þar tjáði mér, að í sínu landi, sem að allra dómi er fyrirmyndarland, væri sá háttur hafður á, þeg- ar ný borgarhverfi væru reist, að byggingarfélagið eða þeir sem reistu sér þar hús, væru skyldugir til þess að ganga frá götum í hverfinu á sómasamlegan hátt. Og þar þekktist ekki leðja og drulla, nema í örgustu fátækrahverf- um. Af því að ég er maður létt- lyndur að eðlisfari og nenni ekki að fara í mál út af skón- um mínum við borgina, þá ætla ég að gera þetta að til- lögu minni, svo að aðrir í framtíðinni verði ekki of seinir á stefnumót, vegna þess að þeir vaða leðjuna í ökla og stundum í hné til þess að komast á næstu strætisvagna- biðstöð. Virðingarfyllst, Sveinki skóari. Pestir. Kæri Fálki. — Þú komst til mín í síðustu viku, þegar ég lá í rúminu og hafði hreint ekkert að lesa. Það var því mikill fengur að fá þig. Þess- ar andskotans pestir, sem alltaf eru að herja á mig, eru bókstaflega að gera útaf við mig. Það hlýtur eitthvað að vera að hreinlætinu hér í borg. Ætli bölvaður skarn- inn geri þetta ekki að verk- um, eða þá mjólkin sú hin dýra í hyrnunum? Æ, ég yeit ekki hvað veldur þessu. Mér finnst að þeir háu herrar ættu að athuga drykkjarvatnið. Finnst ykkur það ekki? Er ekki lífsleiði pest? Mér finnst vanta góðar tillögur hjá þessum spekingum um að leysa úr vandanum. Ég verð nú bara að segja að mér finnst nauðsynlegt, að menn fari út að skemmta sér að minnsta kosti einu sinni í viku og jafnvel oftar. Hús- mæðrum er til dæmis alveg brýn nauðsyn að komast frá öskrandi krakkaskaranum og matarlyktinni, skúringum, bóningum og eldhúsverkum. Ég verð nú bara að segja fyrir mitt leyti að mér finnst ákaflega leiðinlegt að elda ofan í kallinn minn og ég held að hann sé nógu góður til þess að vaska upp eftir krakkana og sjálfan sig. Það á ekki allt að lenda á kon- unni. Konan verður jú eán- hvern tíma að eiga frí. Hún G FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.