Fálkinn


Fálkinn - 06.03.1963, Blaðsíða 11

Fálkinn - 06.03.1963, Blaðsíða 11
Kvikmyndastjarnan hefði áreiðanlega hugsað meir um arfleiðsluskrá sína, hefði hún vitað, að hún myndi farast í slysi eftir þrjár vikur. En kvöld þetta hugsaði hún sem svo, að öll slys og óheppni væru nú langt að baki og alls ekki fram undan, — og þó virtist sem allt hefði gengið á afturfótunum ein- mitt þann dag. Fyrst braut hún spegil, og svo kom annað sem var verra. Kvik- myndin, sem hún vann að, reyndist ómöguleg, — handritið var lélegt. Eini mótleikarinn, sem hún gat hugsað sér í annarri mynd, sem hún átti að leika í, hafði lagzt í rúmið, — mislingar í þokkabót! Og nú, síðasta áfallið, Gil- bert, þriðji eiginmaður hennar, hafði nú í annað skipti verið tekinn fyrir drykkjuskap, og nú hafið hún loks ákveðið að gefast upp á honum. Sammy Riddel, lögfræðingurinn, sem þekkti hana Sonju sína, og hennar ofsalegu rússnesku skapgerð, var held- ur ekkert hissa, er hann var kallaður um kvöldið heim til hennar í Beverly Hills. Honum kom ekki á óvart, er hon- um var hvorki vísað inn 1 dagstofuna eða skrifstofuna, heldur beint upp í svef nherber gi kvikmyndast j örnunnar. Ennfremur var hann ekkert undrandi er hann sá hana liggja í rúminu sínu dúðaða púðum og koddum, hágrátandi. Sammy þótti vænt um Sonju á viss- an hátt. Hún var ekki aðeins fegursta kona, sem hann nokkru sinni hafði þekkt, heldur var hún einnig góð kvik- myndaleikkona. Ennfremur var hún gjafmild og vel gefin, en á hinn bóginn afar gölluð. Ef hún hefði aðeins gifzt verkamanni, sem öðru hverju hefði les- ið yfir henni, hefði hún áreiðanlega orðið fyrirmyndar húsmóðir, og eigin- kona. En eins og þetta leit nú út — þessi stórkostlegi starfsferill og þessi gífurlegu laun — var hún óttalegt vandamál. En í tilfellum sem þessum hafði Sammy sínar eigin aðferðir. HANN kinkaði vingjarnlega kolli til Maríu, þjónustustúlkunnar, en lét sem hann heyrði ekki snöktið, sem heyrðist frá rúminu. Loks, er hann hafði komið sér þægilega fyrir í hægindástól, hóf hann upp raust sína. — Þú ættir að hætta þessu, Sonja! Gilbert er ekki þess virði, að þú sért háskælandi hans vegna. Við þessi orð spratt Sonja fram úr rúminu sem eldibrandur, og byrjaði að ganga fram og aftur um gólfið — og tætti af sér gullhringana. María safnaði þeim saman og læddist í humátt á eftir henni. — Þú heldur þó ekki, að ég sé skæl- andi út af þessum bölvuðum hálfvita? hreytti hún út úr sér. Svo heimskur ertu þó ekki. — Þú hringdir til mín og sagðir að þetta væri vegna skilnaðarmáls! sagði Sammy hæglátlega. — Já, það er rétt, ég hringdi vegna skilnaðar! Sonja, sem nú var búin að tína af sér hringana, sparkiði af sér skónum og byrjaði að losa um undir- Hún hrópaði upp yfir sig og þerraði tánn. Því næst benti hún á stórletraða fyrirsögn í kvöldblaðinu. Kvikmynda- stjarnan arfleiðir lögfræðing í London að mikilli fjárupphæð. SMÁSAGA EFTIR LAURENCE KIRK Kvik myxtda. stjarn an ‘N.NlU ■;í' > : ■ /: pilsið. María, sem alltaf fylgdi henni eftir, tíndi þessa hluti upp. — En ég er að skæla út af myndinni. Þeir eru hættir við hana! — En þú vilt samt fá skilnað? spurði Sammy. — Já, auðvitað vil ég skilnað! Hún var nú komin úr næstum öllu, sem hún hafði verið í, en hún fór í næfurþunnan náttslopp. Hún hélt áfram: — Fyrst skaltu ná honum úr fangelsinu og síð- an losa mig við hann. Því fyrr því betra! Þá áttu að gera fyrir mig nýja erfða- skrá. Burt með allar hinar! — Frú! María leit biðjandi á hús- móður sína, sem nú sat á rúminu og færði sig úr sokkunum. — Já, láttu Maríu halda sínu, sagði Sonja hikandi. En burt með alla aðra! Alla! — Þökk fyrir, frú! María virtist varpa öndinni léttara. Baðið er tilbúið, ef frúnni þóknast. Sonja þagnaði andartak og horfði á fætur sína með aðdáun. Síðan snéri hún sér að lögfræðingnum og sagði: —• Sammy! — Já, elskan mín! — Myndir þú geta hugsað þér að stúlka eins og ég myndi giftast þrisvar sinnum aðeins vegna peninganna. Stúlka með fætur eins og ég! Heldurðu það, Sammy! Sammy leit á fætur hennar. — Nei, Sonja, ég held ekki. — En svona hefur það nú samt verið. Hafra ofan í hestana — það var það eina, sem þeir kærðu sig um! Sammy brosti eilítið: — Svona nú, Sonja! Gilbert spilar þó ekki Póló! Sonja gekk tigulega yfir gólfið í átt- ina að baðherberginu. — Hann drekkur, sagði hún bitur- lega. Það er næstum því eins dýrt og Póló. Sonja lokaði ekki dyrunum að bað- herberginu, og skömmu siðar heyrðist skvamp. Þá sagði hún allt í einu og röddin var nú rólegri: — Þú ættir að fara í bað Sammy, það hefur róandi áhrif á mann. — Mér sýnist baðherbergið vera upp- tekið! svaraði Sammy. Hann heyrði stuttan hlátur úr bað- herberginu. Hún kallaði: — Hvað erum við komin langt með nýju erfðaskrána? — Okkur hefur ekkert gengið, kall- aði Sammy til hennar. Þú hefur strikað alla út fyrir utan Maríu, og engan nýj- an hefurðu nefnt. — Jæja, þá verðum við að bæta ein- hverjum inn í, er það ekki Sammy? — Allt í lagi, byrjaðu þá. Það var löng þögn á meðan Sonja var að láta meira heitt vatn renna í baðkerið. — Hvernig í ósköpunum, hélt hún á- fram, er hún hafði skrúfað fyrir — hvernig í ósköpunum á ég að finna ein- hvern til að arfleiða? Mér stendur á sama um alla karlmenn, hata allt kven- fólk. Ég á engin börn, og mér leiðast bæði kettir og hundar. — Það eru til ýmsar góðgerðastofn- anir, sagði Sammy lágt. — Ég get ekki látið allar þessar upp- hæðir renna til góðgerðastofnana. Mér hlýtur að hafa þótt vænt um einhvern einhverntíma á ævinni. Það er til gott og yndislegt fólk, er það ekki Sammy? — Jú, það skilst mér. — Nú jæja, — nú veit ég. Það er litli, vingjarnlegi maðurinn í London. Hann var svo sætur! Sammy beið frekari upplýsinga. Eitt- hvert þrusk heyrðist frammi í baðher- berginu, og hann gerði ráð fyrir að Sonja væri að þurrka sér. Það reyndist rétt og stuttu síðar kom hún inn í svefn- herbergið til hans klædd í þennan sama glæsilega, næfurþunna náttslopp. — Hver er þessi elskulegi litli maður í London? spurði Sammy, er hún sett- ist fyrir framan spegilinn fyrir ofan snyrtiborðið. Það var lögfræðingurinn, sem kom skilnaðinum í kring, er ég skildi við mann Nr. 2, sagði Sonja til útskýringar. og hún bætti við: •— Ég held, að það sé bezt að ég giftist Englendingi aftur, þá get ég fengið skilnaðinn í London. — Þú ættir að hætta að gifta þig, sagði Sammy mjög ákveðinn, og reyna að fá betri hlutverk. Sonja snéri sér við: — En hann var svo elskulegur, Sammy, og svo vin- gjarnlegur! Hann meðhöndlaði mig eins og ég væri dálítið snjókorn, sem kom- ið hefði svífandi af himnum ofan. — Já, en það ertu nú ekki, sagði Sammy stuttur í spuna. — Auðvitað er ég það ekki, svaraði Sonja. Það er bara svo voðalega gaman að vera meðhöndluð á þennan hátt. Hann hafði mikinn áhuga á hamingju minni og mannorði og var ekki á hött- unum á eftir höfrum handa Póló-hest- unum sínum. Og hann var miklu, miklu elskulegri en þú, Sammy. Hann myndi aldrei hafa vaðið inn í svefnherbergið mitt og verið jafn leiðinlegur við mig og þú, á meðan ég var í baði. — Ég horfði ekki á þig á meðan þú varst í baði, sagði Sammy þreytulega. Meðal annarra orða — erum við að ræða hjónabönd þín eða tilvonandi arfleiðslu- skrá? Sonja hagræddi sér fyrir framan spegilinn. — Nei, það er ómögulegt fyr- ir mig að giftast honum, sagði hún hnuggin. Hann er nefnilega kvæntur. — Þú hefur nú hingað til ekki litið á slíkt sem hindrun, sagði Sammy hvasst, og tók upp blýant og umslag. Hvað heitir mannkertið? — Já, Vincent Gray. Hann hefur svo dásamlega blá augu. — Heimilisfang? — 19, Cherry Lane......Hann hefur séð allar myndir, sem ég hef leikið í! — Hvað hefurðu hugsað þér að arf- leiða hann að miklu? — Hann á að fá allt sem ég á, nema það sem María á að fá. Sammy lagði blýantinn frá sér. — Hefurðu hugmynd um, hvað þú átt mikla peninga, Sonja? — Nei, kæri Sammy, það hef ég ekki hugmynd um. — Jæja þá, — það hef ég ekki held- ur. En það hlýtur að vera um það bil 250 þúsund dollarar. Sonja snéri sér að honum. — Jæja, er það svona mikið? Ég hlýt að vera góð leikkona úr því að mér hefur tek- izt að vinna mér inn alla þessa peninga. — Ég veit ekki hversu góð þú ert, en þú ert áreðanlega launa þinna verð! — Sammy, elskan mín, þetta eru fyrstu hlýju oriðn frá þér í kvöld. Ég skal líka láta þig fá eitthvað ef þú vilt. — Þú skalt ekki hafa áhyggjur af mér, sagði Sammy brosandi. Ég mun áreiðanlega ekki tapa á okkar viðskipt- um og reikning skaltu fá! En hins vegar vil ég gjarna benda þér á, að þú getur ekki arfleitt mann, sem þú varla þekkir, að 250 þúsund dollurum. Hann gæti fengið hjartaslag. Og konan hans, Guð hjálpi mér...... — Konan hans er leiðinleg, dætur hans líka, allt saman leiðindalýður. — Vertu nú varkár, Sonja mín. Þú ættir að hætta við þessa bölvaða vit- leysu. Arfleiddu hann að smáupphæð. Sonja hóf að greiða sér og María stóð við hlið hennar. — Jæja ég arfleiði hann þá að smá- upphæð! 250 þúsund dollara skal hann fá, og María fær skartgripina mína, eins og áður. — Sonja, þetta er engin smáupphæð. 50 þúsund dollarar væru mátuleg upp- hæð. — Heyrðu nú karl minn, — er þetta mín eða þín erfðaskrá? — Þetta er þín erfðaskrá, elskan mín! En þú verður að gera þér grein fyrir að alls konar óþægindi kunna að hljótast af þessu, þegar þú ert dauð. Mér finnst nóg komið af svo góðu. Það var dálítil þögn á meðan Sonja smeygði sér í kvöldkjólinn. — Nú skal ég segja þér hvað ég vil, Framh. á bls. 30. 10 FÁLKINN FÁLKINN 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.