Fálkinn


Fálkinn - 06.03.1963, Blaðsíða 12

Fálkinn - 06.03.1963, Blaðsíða 12
Það heyrðist smellur, þegar hnífurinn sneið hausinn frá bolnum og sá síðarnefndi féll niður á færibandið og barst í burtu. Sá, sem annaðist „mötunina“ tók bolinn og setti hann í þar til gerða rennu og bolurinn hvarf sjónum okkar. Andar- taki síðar kom hann aftur í ljós og var þá ekki lengur heild heldur tveir helmingar — flök — sem bárust burtu hvor á sínu bandi. Við. fylgdum þeim eftir, sem var á band- inu nær okkur og sáum hann settan í roðflettingu og roðið skiljast við fiskinn og þetta tvennt halda sitt í hvora áttina — fiskinn á efra bandinu, roðið á neðra bandinu. Við stóð- um þarna góða stund og fylgdumst með þeim frá því þeir misstu hausinn og þar til þeir skildu við roðið. — Þetta er mikil maskína, sögðum við og héldum okkur í hæfilegri fjarlægð frá verkfærinu enda lítil löngun til að kynnast því öllu nánar eftir að hafa séð vinnubrögðin. — Já, þetta er ágæt vél og hún skilar um tuttugu fiskum á mínútu, sagði verkstjórinn. Það var mikill hávaði frá vélinni og þess vegna talsvert um ha og endurtekningar í samtalinu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.