Fálkinn


Fálkinn - 06.03.1963, Blaðsíða 13

Fálkinn - 06.03.1963, Blaðsíða 13
— Og hvert fer svo fiskurinn? — Hann fer niður í vinnusalinn, þar sem við vorum áðan. Þetta var vestur í ísbirni og Páll Guðmundsson verkstjóri var að sýna okkur frystihúsið. Við höfðum átt leið þarna fram hjá og dottið í hug að sjá fiskinn „okkar unninn. — Og það er sama hvort fiskurinn er stór eða smár, sögð- um við og vorum aftur að tala um fláningsvélina. — Þessi vél er eingöngu fyrir stórfisk. Við höfum aðra vél í smáfiskinn. Við yfirgáfum flatningssalinn og héldum niður í vinnu- salinn í gegnum kaffistofuna og fatageymsluna. Þetta var um kaffileytið og ráðskonan var byrjuð að hella upp á könnuna. Leiðin lá nú gegnum vinnusalinn. Fiskurinn kom á band- inu og kvenfólkið tók hann af, brá á hann hnífi og lagði flökin til og svo var hann settur í pakka. Það var talsvert af kvenfólki þarna og þær voru allar með höfuðklúta, í sloppum og með hvítar svuntur. — Hvað vinna margar hjá þér núna, spurðum við Pál. — Þær eru ekki nema eitthvað milli sextíu og sjötíu. Okkur vantar kvenfólk. Við vorum að auglýsa eftir kvenfólki í hádegisútvarpinu. Það er dálítið erfitt að fá kvenfólk núna. Annars er þetta rétt að fara í gang hjá okkur. — Og þegar allt er í fullum gangi hvað hefurðu þæi margar þá? — Þá eru þær hátt á annað hundrað? — Og mannskapurinn í öllu fyrirtækinu? — Hann er nserri þrjú hundruð, hygg ég. — Hvað leggja upp hjá ykkur margir bátar núna? — Þeir eru um fimm en þeim fer nú að fjölga senn hvað líður. Ætli þeir verði ekki eitthvað um tíu og svo togararnir að auki. — Og hvernig hafa aflabrögðin verið? — Þetta er nú alveg að byrja hjá okkur og lítið verið róið enn, Skagfirðingur hefur komið fjórum sinnum með þetta 16, 17 tonn. — Er ekki talsvert um að húsmæður vinni hér? — Jú, það er alltaf eitthvað um þær. — Er þetta mikið sama fólkið frá ári til árs? — Nei, það breytist nú alltaf eitthvað. Þeim fækkar alltaf stúlkunum sem hafa verið lengst. Annars eru þær eldri betri starfskraftur en þær yngri. — Duglegri? — Nei, ekki endilega það heldur hitt, að þær hafa meiri ábyrgðartilfinningu heldur en þær yngri. Þær yngri geta svo sem verið duglegar margar hverjar, en þær skortir þessa ábyrgðartilfinningu sem þær eldri hafa. — Á hvaða markað er verið að framleiða núna? Framh. á bls. 36.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.