Fálkinn


Fálkinn - 06.03.1963, Blaðsíða 18

Fálkinn - 06.03.1963, Blaðsíða 18
ÖRLAGA DÓMVR NY FRAMHALDS SAGA EFTIR GARETH ALTOiM 2. HLLTI Meg leit á hann og bældi niður í sér uppreisnarhuginn. Hvað var það ann- ars í fasi þessa manns, sem olli því, að hún opnaði sig, sagði honum allt hrein- skilnislega? Hvers vegna var hann ekki fjandmaður hennar eins og allir hinir? — Ó, .... það er löng saga að segja frá. Hún leit niður um leið og hún sagði þetta. Augu hennar einblíndu á hendur hans, þær voru fíngerðar, jafnvel kven- legar, en voru þó styrklegar útlits. Hún iokaði augunum. — Horfið á mig, sagði hún lágt, horfið vel á mig. Hún dró hendina ósjálfrátt upp að kinninni og fingurnir staðnæmdust við stóra brúna flekki. — Eigið þér við fæðingarblettinn? Ekki er hann svo mikið til lýta. — Hlífið mér, sagði hún stuttlega og opnaði augun aftur, — ég hef alltaf verið ljóti andarunginn og ég þrái alúð og vinsemd eins og annað fólk. Ég hef aldrei átt neina vini. Ég þóttist góð, ef fólk gat umborið mig. Hvernig haldið þér, að manni verði innanbrjósts, þeg- ar karlmaður tekur allt í einu upp á því að bjóða stúlku eins og mér út? f fyrstu trúði maður varla sínum eig- in eyrum, en svo skýtur upp þeirri von í brjósti manns, að ef til vill sé einhver til, sem hafi upgötvað þá kosti manns, sem vega upp á móti þessu hérna. Hún setti höndina aftur upp að kinninni. — Ég hafði aldrei verið kysst áður. Hann var sá fyrsti. Hún riðaði til á fótum. — Mig grun- aði ekki, að þetta var í gamni gert. Félagar hans höfðu æst hann upp í þetta. Frásögn hennar varð óskírari og óskírari, eitt orð og setningabrot á stangli. — Og ég gekk í gildruna. Þér getið ekki ímyndað yður hvílíka þýð- ingu það hafði að fara með honum út ... . á bíó ásamt öðru ungu fólki. Mér fannst hann vera dásamlegasti strák- urinn í heiminum .... þangað til hann kyssti mig. Þá varð hann svo .... auvirðilegur. Þá varð ég reið og barð- ist um, ég sá að hann hafði veðjað við félaga sína, að hann gæti með lítilli fyr- irhöfn sigrað mig.......Ég man ekki glöggt hvað gerðist. En ég hlýt að hafa slegið til hans. Ég sló og sló og...... Hún komst ekki lengra. Hún brast í grát. Greene læknir gaf henni tíma til að jafna sig. Þá tók hann undir höku henn- ar og horfði beint framan í hana. Hún leit rauðeygð á hann. — Jæja, þá skuluð þér bara byrja. Haldið fyrirlestur um fölnandi fegurð og manninum sé mikilvægara að eiga gott hjarta en frítt andlit. Hún hló biturlega. — Sú vísa hefur of oft verið kveðin fyrir mig af yðar líkum. Hann horfði á hana drykklanga stund. Það er margt til í þessu, sagði hann svo. — En yður dreymir sem sagt um andlitsfegurð. Hún var nærri því brostin í grát en harkaði af sér. — Ég vil gera allt til þess að verða lagleg. — Þér vitið ekki hvað þér eruð að segja, sagði hann svo hvatskeytslega, að hún hrökk í kút. — Frú Verney hefur víst sagt yður, að ég sé læknir, en sagði hún yður frá því að plastskurð- araðgerðir eru sérgrein mín? Hann gekk umhverfis bekkinn og leit rannsakandi á hana. Svo tók hann aftur til máls: — Ég gæti gert yður fagra. — Hvað eigið þér við? spurði Meg. — Það, sem ég sagði. Ég get gert yður fagra. Þér hafið fallegt hár og augun eru fallega löguð. Áður en hún gat hindrað hann, strauk hann henni í framan. — Beinabyggingin er góð. Jú, það er hægt að gera þetta. En það er sársauka- fullt. Margir erfiðir uppskurðir. Andardráttur hennar varð þungur. Orð hans höfðu gefið þrá hennar um fegurð byr undir báða vængi. Hún hafði líka heyrt, að plastskurðaraðgerð- ir hefðu verið kraftaverki líkar. — En ég mun aldrei hafa efni á því, sagði hún niðurlút. Ég á enga peninga. — Þér þurfið ekki að borga með pen- ingum, sagði hann lágt. — Þér sögðuð einmitt áðan, að þér vilduð gera allt til þess að verða fögur. — Hvað, hvað er það, sem þér viljið fá í staðinn? spurði hún hrædd. Hann settist á rúmstokkinn. — Við getum talað um borgunina, þegar skurðaðgerðunum er lokið, anz- aði hann, og verðið látið þér mig ákveða....... Meg horfði á eftir honum, þegar hann gekk brott frá rúmi hennar. Bara, að hann hefði ekki snúið baki í hana, þeg- ar hann sagði þessi áhrifamiklu orð. Hún hefði gjarnan viljað sjá framan í 18 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.