Fálkinn


Fálkinn - 06.03.1963, Blaðsíða 22

Fálkinn - 06.03.1963, Blaðsíða 22
Hann romsar söguna flughratt upp úr sér, eins og hann lesi í lærdómsbók, sem hann kann utan að: — Tjaldstaður í skógarjaðri .... börnin voru að leika sér í kjarrinu, spottakorn frá .... allt í einu koma þau rogandi með eitthvað, það voru fanga- fötin. .. þau lágu undir laufhrúgu sem hafði verið dengt ofan á þau .. . Trúðurinn bað um þau, þurfti á ein- hverjum fatnaði að halda til sýningar sinnar.....Ég gaf honum flíkurnar. Þannig lauk öldungurinn máli sínu. — Og hvar gerðist þetta? Eldri rann- sóknarlögreglumaðurinn flettir sundur landabréfi yfir Spessarthérað. En þess- konar skilur Banassi ekkert í. Hann rennir augum yfir marglitt kortið. Síð- an yppti hann öxlum í ráðaleysi. — En hvernig var með þessi föt, sem var stolið frá yður? spyr sá eldri. Enn á ný sami reiprennandi upplest- urinn: — Rauðköflótt treyja . . . bláar, upplitaðar léreftsbuxur .... báðar á þvottasnúrunni um kvöldið .... og horfnar um morguninn. Lögreglumennirnir skrifa í minnis- bækur sínar, og gamli maðurinn spyr: — En hver er svo tilgangurinn með allri þessari yfirheyrslu? — Við erum á hnotskóg eftir hættu- legum manni. Banassi lyftir augum til himins. — Hættulegum manni. Honum dettur í hug kvöldið góða í Nestelborn, þegar lögregluþjónninn heimsótti sýningar- svæðið og hann fór að hugleiða, hvort ekki gæti verið eitthvert samband milli þessa unga manns frá Externmylnunni og bláröndóttu fangafatanna. Á hann að þegja lengur yfir þessum grunsemd- um sínum? En er honum þá óhætt að koma fram með þær nú? Verður honum þá ekki kennt um, að hafa villt lögregl- unni sýn á Nestelborn, með hegningar- verðum hætti? Eldri maðurinn rís á fætur: — Við vildum líka gjarna fá að tala við kon- una yðar. Að vörmu spori standa þeir allir úti fyrir dyrum forstjóravagnsins. Þeir knýja dyra. Á samri stundu er því lík- ast sem hleypt sé af fallbyssu þar inni, skothríð af skammaryrðum og óskiljan- legum orðaflaumi á útlendu máli, sem í ofboðslegri bræði væri. Síðan er hurð- inni hrundið upp og breiðleit og gild- vaxin kona ryðst út. Þegar hún sér komumenn, kemur á hana fát mikið og hún hörfar í skyndi aftur á bak. — Ó, fyrirgefið þér, hrópar hún óða- mála. — Ég hélt að það væri maðurinn minn...... — Við verðum að ónáða yður í nokkr- ar mínútur .... út af lögreglumáli. Rautt og búlduleitt andlit frúarinnar verður náfölt. Hún virðist hafa misst málið í einu vetfangi. Hún bendir gest- unum þegjandi að koma inn. Stundarfjórðungi síðar er yfirheyrsl- unni lokið og lögreglumennirnir engu nær. Konan hefur sagt þeim nákvæm- lega hið sama og Banassi. Hvorki meira eða minna. Eftir drykklanga stund ganga þeir félagar aftur út að bílnum. Það er nær fulldimmt. Úti fyrir dyrum sýningar- tjaldsins hefur gjallandi básúna upp raust sína og kallar til sýningar. Fólk þyrpist að miðasölunni. Þeir kalla á Barða, sem bíður í hinum vagninum. •—• Þá förum við! — Hvert? spyr Barði. — Aftur til Nestelborn. ÞAÐ er miðnætti. Marteinn stendur við gluggann í loftherbergi sínu og starir út í föla mánabirtuna. Gefðu þig fram, hvíslar innri rödd að honum. Þú ert búinn að sjá hana aftur, þú hefur haldið henni í faðmi þér — í síðasta sinni. Farðu nú og gefðu þig fram. En hann stendur kyr og heldur um gluggapóstinn heljartaki: Nei, hann fær ekki af sér að fara héðan. Eini stað- urinn á jarðríki, sem hann man til að fært hafi honum frið og hamingju, hann er hér. Fara aftur til klefans í Gundels- berg, aftur til grárra daga, dimmra nótta og þrælslega tilbreytingarlausra tíma, — nei og aftur nei! Þó veit hann, að hér er aðeins um stundarbið að ræða, þangað til þeir koma, taka hann og flytja hann þangað aftur með valdi. Auglýsingin, þessi rauði, lýsandi ferhyrningur stendur honum fyrir hugskotssjónum, — og svo orðin; LÝST EFTIR hættulegum morð- ingja, Gerhard Hause. Upplýsingar, sem leitt gætu til handtöku hans: eitt þúsund ríkismörk. Skyndilega heyrist eitthvert hark niður á veginum, sem liggur fram hjá sögunarmylnunni. Hundur geltir. Fóta- tak heyrist nálægt. Mannamál úti í næturkyrrðinni. Marteinn stirðnar upp. Nú koma þeir. En hundurinn þagnar fljótlega, fóta- takið fjarlægist og mannamálið deyr út í fjarska. Allt verður hljótt á ný. Undarlegt er þetta, hugsar hann. íbúarnir í Nestelbom hljóta hundruð- um SEtman að hafa séð myndina af hon um á auglýsingunni, og þó er eins og enginn hafi tekið eftir því, að Gerhard Hauser og Marteinn Brunner er einn og sami maður. Hvers vegna? Hef ég virkilega breytzt svo mikið í útliti þessi ár, sem ég hef setið í haldi? Hugsanir hans flögra víða vegu, eins og fugl í myrkri. Á morgun. Á morgun kemur Barði og endurnýjar kröfu sína um skilríkin. Hann fyllist vonleysi og örvæntingu við tilhugsunina — líkt og maður, sem aðeins á eina nótt ólifaða. Um nónbil næsta dag, kemur Herde- gen prófessor til hallar Veru Orsini í Nestelborn. Jóhannes Herdegen er há- vaxinn maður um fimmtugt, grannleit- ur með gleraugu og snyrtilega klæddur. Vera leiðir hann þegar inní dagstofu sína og flýtir sér að laga te handa hon- um. — Hefur þú kynnt þér málavexti, Jóhannes? Segðu mér nú allt. Hann fær sér sæti við borðið og kink- ar kolli, hægt og þunglega. Ég hef spurzt fyrir um fortíð hans í Gundelsberg. Og ég hef rætt við yfir- lækninn þar. Þegar ég lét á mér skilja, að mér kynni að vera kunnugt um veru- stað strokumannsins, vildu þeir auðvitað undir eins fá mig til að koma upp um hann — Er þá Marteinn Brunner svo hættu- legur? Já. Herdegen hallar sér aftur á bak í hægindastólnum og horfir um stund á Veru gegnum gleraugun. — Hann hefur framið tvö morð! Vera hrekkur við og hljóðar upp yfir sig, síðan situr hún grafkyr, eins og steingervingur. — Og þessum manni hefur Kristín orðið ástfangin af. — Að líkindum er hann ekki eins hættulegur nú orðið, og hann á'ður var, bætir Herdegen prófessor við. — f Gundelsberg var hann talinn nokkurn veginn albata. Glæpi þessa framdi hann fyrir tíu árum síðan — og áttu þeir rót sína að rekja til geðbilunar sem hann fékk samtímis kynþroskanum. f báðum tilfellum mátti segja að kóral- festi væri um glæpina að kenna. Bilun hans er með þeim hætti, að ef hann sér slíkar festar, hverfur honum allt skyn og hann hefur ekki hugmynd um, hvað hann gerir. — Og þú heldur í fullri alvöru, að hann muni ekki eftir neinu? Eða gerir hann sér upp minnisleysi? — Nei, hann gerir sér það ekki upp. 24. hlutf hinnar spennandi framhaldssögu eftir Hans Ulrich Horster, höfund Gabrielu 22 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.