Fálkinn


Fálkinn - 06.03.1963, Blaðsíða 29

Fálkinn - 06.03.1963, Blaðsíða 29
Kofi hans lá alveg við vatnið. Hann festi bátinn í landi og hjálpaði henni svo að komast í land. Það fór um hann, þegar hann snart hendur hennar. — Komið með inn, ég kveiki svo upp áður en ég fer og sæki fötin yðar, sagði hann. Þau gengu inn. Það gekk fljótt að kveikja upp í kamínunni. Hann benti henni að hurð nokkurri. — Það er stórt baðhandklæði þarna inni, sagði hann. Þegar hún hafði þerrað sig, gekk hún út úr baðherberginu og fram í skálann. Hún settist fyrir framan arininn og naut ylsins. Eins og allar ungar stúlkur átti hún sína drauma. Til dæmis þegar hún lá vakandi á næturnar, þá hafið hún oft reynt að ímynda sér hvernig sá maður yrði, sem hún yrði hrifin af og giftist, enda þótt hún vissi fullvel, að sá draum- ur gat aldrei rætzt. En karlmenn eins og Bruce Preston kærðu sig áreiðan- lega ekki um aðrar en glæsilegar stúlk- ur. Samt sem áður var dásamlegt að láta sig dreyma um hann og það færðist roði í kinnar henni við þá tilhugsun. Hún heyrði ekki einu sinni, þegar hann kom inn. Baðhandklæðið var þéttvafið utan um hana. Hann kastaði til hennar fötunum og hún greip þau. — Ég helli á te, meðan þér klæðið yður, sagði hann. Þar á eftir skal ég sjá um, að þér komizt heilu og höldnu heim. Það var ekki laust við, að hún fyndi til feimni, þegar hún gekk aftur inn í skálann. Hann horfði á hana og það var engin aðdáun í svipnum. — Eruð þér hérna í sumarfríi? spurði hann og brosti. Á hvaða hóteli búið þér? — Ég er ekki í fríi, sagði hún. — ég bý í Cliff House. Hann starði á hana. Teið, sem hann var að skenkja rann upp fyrir bollann. Meg veitti því athygli að það var eins og hann yrði varkárari í fasi. — Ættingi? spurði hann. — Nei, ég er bara þarna til þess að hjálpa frú Verney með hreingerningu. Hann brosti aftur. — Ég kom í gærkvöldi, bætti hún við. — Og var ekki lengi að komast í hann krappan, sagði hann, annars er það skrýtið að læknirinn skuli þurfa á einkahjáp að halda. Hann lifir víst al- geru einlífi. — Þekkið þér hann? Bruce Preston hikaði svolítið áður en hann svaraði: — Áður en kona hans dó, kom ég oft í Cliff House. — Þekktuð þér hana líka? Hann fékk sér góðan sopa af teinu og setti síðan bollann frá sér. — Jú, ég þekkti Nellu Grenne, sagði hann og leit niður á borðið. — Frú Verney sagði, að hún hefði verið töfrandi fögur. — Já, sagði hann stuttaralega. Svo skipti hann um umræðuefni. — Jjæa ungfrú. Það er víst kom- Framh. á bls. 38. bíllinn SIMCA 1000 — aðeins stór að innan SIMCA-verksmiðjurnar í Frakk- landi hafa komið út með nýtt módel af bíl, sem þeir nefna Simca 1000. Byggja þeir fransmenn miklar von- ir við þennan litla bíl í samkeppn- inni við aðra evrópiska smábíla, svo sem Volkswagen, Opel Cadet, Taun- us Cardinal og fleiri. Bíll þessi er allur hinn ásjálegasti, mjúkar, fallegar franskar línur, stór- ir gluggafletir, nett og skemmtilegt byggingarlag. Simca 1000 er fjögurra dyra, 4—5 manna fólksbifreið, 3,797 metra lang- ur, 1.485 metra breiður og 1,335 m. hár. Bil milli hjóla að aftan er 1,234, en framan er það 1,250. Minnsta hæð upp undir bílinn er 0,17 metrar. Fjöðrunin er talin sérlega góð, og að íraman er hún útbúin með þver- fjöður, ásamt tveimur strokkdemp- urum með tvöföldu slagi. Að aftan eru gormar og samskonar demparar og að framan. Framfjöðrin virkar mjög ve 1 á stöðugleika bílsins á beygjum og vondum vegum. Hemlar eru vökvastýrðir, og er heildarhem- ilflötur bílsins 84.3 ferþumlungar. Það, sem telja má markvert í sam- bandi við þennan bíl, er, að í honum er tólf volta rafkerfi, sem gerir að verkum öruggari gangsetningu, og aukið öryggi gegn rafmagsleysi í köldum veðrum. Vélin í Simca 1000 er aftur í, fjög- urra strokka, og hallast 15 gráður til vinstri, en er vatnskæld, mótstætt því, sem er í Volkswagen. Sprengi- rúm vélarinnar er 944 rúmsentim., og framleiðir 50 hestöfl. Þess má einnig geta, að vélin er með topp- ventlum. Gangskiptingin er fjórir áfram og einn aftur á bak, og er skiptistöngin í gólfi. Samhröðun er á öllum áfram gangskiptingunum. Stýringin er af svokallaðri Gemm- er gerð, með sjálfsmyrjandi kúluleg- um, og er snúningshringur bílsins 14 fet og 9 þumlungar í radíus. Farangursgeymlan er talin sérlega rúmgóð í þetta litlum bíl, og er henni læst innan úr bílnum sjálfum. Það tekur mjög að tíðkast í evróp- iskum bílum, sem og í Simca 1000, að flauta, stefnuljós og Ijósabreytir, er sett saman í eitt í stýrisstönginni. Fleira, sem telja mætti upp um Simca 1000 er til dæmis, að allar hurðir opnast í 90 gráður, ekki þarf að skipta um olíu nema einu sinni á hverjum 6000 mílum (9600 kílóm). allar rúður dragast niður, rúðuspraut- ur fylgja hverjum bíl, fram- og aft- urbretti skrúfast af á örskammri stundu, og svo mætti enn telja. Simca 1000 eyðir um 7 lítrum á 100 kílómetra. Umboð fyrir Simca á fslandi hefur Bergur Lárusson, en Simca 1000 kost- ar hingað kominn til landsins kr. 125.000. FÁLKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.