Fálkinn


Fálkinn - 06.03.1963, Blaðsíða 30

Fálkinn - 06.03.1963, Blaðsíða 30
Kvikm^ndastjarnaii ; Framhald af bls. 11. | sagði hún loks, er höfuðið á henni kom upp um hálsmálið á kjólnum. Nú skalt þú finna einhverja ágæta líknarstofnun, sem fær helminginn af mínum eignum. Hinn helminginn fær Vincent Grey, og hana nú! — Sonja, meinarðu þetta í alvöru? — Ég geri sjaldan að gamni mínu, Sammy, og það veiztu! Og gættu þess að tilkynna honum þetta á þann hátt, að hann gleðjist yfir. Eitthvað í þessa átt: — „Til Vincent Grey, sem færði mér þá einu hamingjustundd sem ég lifði.“ — Ekki „Hamingjustund“, í guð- anna bænum, Sonja! stundi Sammy. — Jæja þá, „huggun“.......Til Vin- cent Gray fyrir huggun hans og skiln- ing á örlagastund.“ Nú verð ég að flýta mér niður í Barbar-klúbbinn. Hvenær á ég að undirrita skjalið? — Á morgun, hugsa ég, sagði Sammy daufur í dálkinn, er hún sveif út úr dyr- unum með Maríu á hælunum. Sammy yppti öxlum. Hann vissi, að hann yrði að skrifa þetta skjal fyrir hana, og út af fyrir sig var það í full- komnu lagi. Hún myndi víst áreiðan- lega breyta því innan fárra mánaða, þeg- ar einhver annar hefði heillað hana. Hann vissi ekki, að þetta var síðasta arfleiðsluskráin, sem hann gerði fyrir hana. Hún átti ekki eftir að láta glepj- ast af fleiri karlmönnum. í þetta skipti var það bifreið, sem varð á vegi hennar og gerði enda á stormasama ævi. Nýlega var opnuð í Reykjavík ný ryðvarnarstöð, „Ryðvörn“. Eigendur hennar eru Gylfi Hinriksson og Jósúa Magnússon og er Jósúa jafnframt yfir- verkstjóri. Fréttamönnum var boðið að skoða ryðvarnarstöðina, sem er í nýjum og vistlegum húsakynnum að Grensásvegi 18. Eins og nafn fyrirtækisins ber með sér, er hlutverk þess að verja gegn ryði og verður það gert með TECTYL efn- um. TECTYL er samnefni fyrir efna- blöndur, þar sem olíum, feiti, vaxupp- lausnum og ýmsum öðrum efnum er blandað saman við „Polar“ (segul), en Polar var fundið upp í USA fyrir um það bil 25 árum. Uppgötvun þessi var talin svo mikilvæg, að henni var haldið sem hernaðarleyndarmáli þangað til nú fyrir skömmu. TECTYL er þannig segulmagnað efni og hefur því þann eiginleika að ryðja sér braut inn að málmum, en um leið ryður það öllu vatni frá. Það kæfir því 30 FALKINN VINCENT GRAY var fjörutíu og fimm ára gamall. Hann hafði sérlega falleg blá augu, eins og Sonja hafði sagt, og hann var mjög duglegur lög- fræðingur. Hann var sérfræðingur í fast- eignamiðlun, erfðaskrám og skilnaðar- málum og hann var mjög nákvæmur og heiðarlegur í starfi sínu, sem sagt — í miklu áliti. Hins vegar féll honum ekki að fást við stórmál. Hann var alls ekki harður í horn að taka, en það er mjög nauðsynlegt til þess að ná einhverjum árangri í réttarsalnum. Þar náði hann sér aldrei upp — rétt eins og heima fyrir. Konan hans var hreinasti svark- ur og réði alveg yfir honum og það gerðu báðar dætur hans reyndar líka. Örlögin höfðu alltaf verið honum heldur andsnúin frá upphafi því að hann hafði átt tvær flatbrjósta systur, sem voru næstum óhugnanlega duglegar við námið. Þær voru þremur og fjórum árum eldri en hann, og er hann óx upp, þá kynntist hann alltaf einhvern veginn eingöngu flatbrjósta stúlkum, enda þótt að hann hefði alltaf verið hrif- inn af mjúkum og bogadregnum lín- um, en samt sem áður urðu slíkar stúlkur á vegi hans. Það var Ethel, eldri systir hans, sem sagði honum, að Milred myndi áreiðanlega reynast hon- um prýðileg eiginkona. Edith, yngri systirin hafði tekið undir það. Eftir hæfilega langan tíma hlýddi Vincent, bað um hönd Milred og fékk hennar. Þetta var afskaplega undarlegt hjóna- band, en Milred flýtti sér að eignast tvær dætur, sem minntu hann óneitan- lega allt of mikið á Ethel og Edith, þegar þær voru litlar. Vincent stóð stundum tímunum saman við vöggurn- alla ryðmyndun, sem kann að vera byrjuð, en hindrar alla nýja ryðmynd- un. „Ryðvörn" mun eingöngu hafa á boðstólum TECTYL ryðvarnarefni og er það framtíðaráætlun fyrirtækisins að geta tekið að sér ryðvarnir hvar sem þeirra er þörf, en til að byrja með verður það aðeins með ryðvarnarstöð fyrir bíla. Á verkstæðinu eru öll þau tæki sem nauðsynleg eru til að hægt sé að ryðverja bíla á hinn fullkomnasta og jafnframt á ódýrasta hátt og má þar nefna gufuhreinsara, sem hreinsar alla olíu og feiti burt af undirvagni og úr mótorhúsi áður en TECTYL er úðað á. þá er og háþrýstitæki til þvotta undir bílnum, innan úr brettum o. s. frv. Sprautun fer fram á bílalyftu með þrýstiloftssprautum. En TECTYL er ekki eilífðartrygging fyrir því að bíllinn rygði ekki, sögðu eigendur fyrirtækisins og lögðu á það áherzlu, það slitnar eins og önnur efni og því þarf að endurnýja það með vissu millibili. ar þeirra og reyndi að upphugsa ráð til þess, að þær yrðu ekki flatbrjósta líka. En allt kom fyrir ekki. Þær urðu flatbrjósta, og fæturnir á þeim voru eins og hrífusköft, og þær voru afskap- lega duglegar við námið. Annars kom Milred fram við hann eins og hann væri þjónn á heimilinu, — rétt eins og vinnukonurnar. Þær fóru alltaf eftir stutta dvöl, en af einhverjum óskiljan- legum ástæðum var Vincent kyrr. Einu sinni hafði hann gert tilraun til uppreisnar. Það var fyrir sex árum. Er hann hafði verið lögfræðingur í 15 ár, uppgötvaði hann skyndilega, að hann kærði sig ekkert um að vera lögfræð- ingur lengur. Er hann erfði nokkra fjár- upphæð eftir gamlan frænda sinn, hugsaði hann með sér, að dásamlegt myndi að flytjast til Suður-Afríku og gerast bóndi. Hann hélt að það hlyti að vera dásamlegt fyrir Milred og böm- in. En þau voru á annarri skoðun. Þau urðu blátt áfram að hafa gangstétt til að ganga á, en Vincent lét sig ekki. Þá greip Milred til stórskotaliðsins og sendi skeyti til Ethel og Edith, en þær bjuggu með þessum hundleiðinlegu eiginmönnum sínum í smábæjum úti á landi. Daginn eftir var haldin ráðstefna i fjölskyldunni. Hún var haldin í borð- stofunni. Börnin tóku ekki þátt í henni, en þær Mildred, Ethel og Edith höfðu allar mikið að segja, já, Vincent komst satt að segja aldrei að. Uppreisnin var kæfð í fæðingu og samþykkt var, að Vincent væri fjölskyldufaðir, og þess vegna væri skylda hans að vera kyrr í London og vinna sér inn peninga! Sonja hafði verið eins og vin í eyði- mörkinni, sem umlukti hann þessa daga. Hann hafði litið á hana sem snjókorn, sem svifið hafði af himnum ofan. Hann sárvorkenndi henni og fannst hún ham- fært fegurð inn í líf hans, — það var ingjusnauð. Um stuttan tíma hafði hún sjaldgæft fyrirbæri — og ennfremur andagift, sem var ennþá sjaldgæfari. Hann hugsaði oft um hana, er hann frétti að hún hefði snúið aftur til Amer- íku og gifzt í þriðja sinn. Hann vonaði heitt og innilega, að nú hefði hún loks- ins fundið hamingjuna. Þegar verið var að sýna kvikmynd, sem hún lék í, var hann vanur að læðast út af skrif- stofunni, og sjá myndina einsamall. Þessi tilbeiðsla tendraði ofurlitla glóð innra með honum, og — það þarf ekki að geta þess — han hafði ekki orð á þessu við Milred. ÞAÐ var þungt áfall fyrir hann, er fréttirnar um dauða hennar voru í blöð- unum einn morguninn, sérstaklega vegna þess, að fréttir þessar voru færð- ar honum á ruddalegan hátt. Milred hrifsaði alltaf blaðið áður en hann náði í það, og hún sagði ekkeert fyrr en dætumar voru farnar til vinnu sinnar. Þá lagði hún frá sér blaðið á teprulegan hátt, og sagði hvasst: — Ég sé, að þessi kvenmaður er dauður! Framh. á bls. 32. RYÐHREINSUNIN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.