Fálkinn


Fálkinn - 06.03.1963, Blaðsíða 32

Fálkinn - 06.03.1963, Blaðsíða 32
Kven|i|úðin Framhald af bls. 26. urinn byrjar að stífna, annars er hætt við að hann aðskiljist. Þegar búðingurinn getur borið skraut er hann skreyttur að ofanverðu með appelsínubátum, vínberjum eða söxuð- um möndlum. í staðinn fyrir appelsínu er gott að nota sítrónu. Tvílit barnapeysa Frágangur: Takið upp lykkjur með- fram köntunum að ofan verðu og prjón- ið 5 umf. garðaprjón með bláu garni. Saumið alla sauma og setjið ermarnar í. Heklið í hálsmálið lausalykkju og stuðul til skiptis, svo hægt sé að draga heklaða snúru í hálsmálið, hvorutveggja mislitt garn. Ef vill er hægt að hekla fastapinna með mislitu garni hringinn í kring um peysuna til að stöðva brún- irnar. Peysan pressuð á röngunni. Velferilarríkí — Framhald af bls. 15. eð hlutföll hennar má finna alls staðar ef vel er að gáð. — Og svo við snúum okkur að öðru. Geta þeir sem eru í þessu námskeiði hjá þér gert stjörnukort og spár, að því loknu. — Já, og ekki aðeins fyrir sjálfa sig heldur og fyrir vini sína og kunningja. — Er talsvert um það að fólk komi til þín og biðji þig um að spá? — Já, það er mikið um það. Ég fer eiginlega með of mikinn tíma í slíkt. — Og þú trúir því að forlögin sjáist í stjörnunum? — Já, ég geri það og því frekar sem ég kynni mér þetta nánar. Og nú mátti Skúli ekki vera að frek- ara spjalli því kennslan beið og við þökkuðum honum fyrir spjallið, kvödd- um og héldum út. Astró — Framh. af bls. 31. geta risið út af slíkum smámunum. Mjög gott ár verður í þessum efnum 1968 og 1980. Hins vegar eru erfiðleika- tímabil árið 1883 og undir 1990. Svo virðist vera sem börn þín muni síðar á ævinni hafa mög góð áhrif á efnahag- inn hjá þér. Sólin í merki vogarinnar bendir til þess að þú ættir að starfa sem mest í þágu þeirra félagsstarfa, sem þú kannt að hafa sérstakan áhuga á. Það gæti jafnvel átt eftir að liggja fyrir þér að vera meðal forráðakvenna í einhverri slíkri félagsstarfsemi, enda yrði það þér mjög þroskaaukandi. Merki Bogmannsins í geisla fimmta liúss veldur löngun eftir fjölbreytni í ástamálunum og í hvert sinn, sem þú ert ástfangin áttu að innlifa þig full- komlega í hina einu sönnu ást augna- bliksins. Þegar til giftingarinnar kem- ur hins vegar þá er ýmislegt, sem bend- ir til þess að talsverður aldursmunur verði á þér og maka þínum. Tuttugasta og fimmta aldursárið verður ölagarík- ast í þessu sambandi. Kvikinvnilasljarnaii Framhald af bls. 30. —- Hver, elskan? spurði Vincent og leit upp. — Nú, kvikmyndastjarnan, sem leit- aði til þín, sagði Mildred kuldalega, um leið og hún gekk út úr stofunni. Það var svo sem mátulegt á hana — eftir alla þessa karlmenn, sem hún hefur haft náin kynni af! Vincent tók blaðið og las. — Jæja, elskan, muldraði hann — mér þykir þetta hræðilega leiðinlegt! Það vildi svo undarlega til, að einmitt þennan dag var sýnd ný mynd með Sonju í aðalhlutverkinu. Hann hafði ekki séð þessa mynd og sama daginn fór hann að sjá hana. Hún naut sin mjög vel í hlutverki sínu, og hann hugsaði um, að þessi fegurð, yndisþokki, þessi óstýriláta skapgerð, var horfin fyrir fullt og allt. Hann var rauðeygður, er hann kom út úr kvikmyndahúsinu. Hann sagði ekkert frekar við Mildred um þetta mál, og hún yrti ekki á hann, og það var ekki fyrr en sex vikum síð- ar, að málið fór að taka á sig annan blæ. Til frekari skýringar má geta þess, að Vincent var að vissu leyti dálítið undir- okaður af einkaritara sínum — enda ekki ósennilegt. Enda þótt hún ennþá væri á fyrsta ári í starfi, þá hagaði hún þessu starfi sínu að eigin geðþótta. Bréfin voru opnuð af henni — hvort sem voru einkabréf eða viðskiptabréf — og voru lögð á skrifborðið hans í þeirri röð, sem henni fannst hentugast að þeim yrði svarað. Vincent las þau og svaraði þeim í sömu röð. Á hinn bóg- inn var ungfrú Haynes öllu viðkunn- anlegri í laginu og auk þess reglulega lagleg. Vincent var mjög ánæður með útlit hennar, en hins vegar hafði hann aldrei dreymt um að stíga í vænginn við hana, ->g tilfinningar hennar báru hana víst áreiðanlega ekki ofurliði. En þennan morgunn var dálítið blik í augum hennar, og hún brosti reglu- lega yndislega við honum, er hann kom til vinnu sinnar. Vincent tók ekk- ert sérstaklega eftir þessu þá, settist og hóf að lesa yfir bréf. Hann hafði lokið öllum bréfunum að einu undanskildu, er ungfrú Haynes stóð upp og gekk í áttina að dyrunum. — Bíðið andartak! sagði hann. Mér sýnist hér vera eitt bréf til viðbótar. Ungfrú Haynes leit á hann og enn var þetta undarlega blik í augum hennar. — Ég geri ekki ráð fyrir, að þér þurf- ið mín við, sagði hún og gekk út. Vincent starði á eftir henni, en snéri sér svo að bréfi því, er hann ekki hafði lesið. Það var ennþá í umslaginu, en hafði verið opnað. Er hann hafði tekið það upp og litið á hausinn og séð, að það var frá þekktri lögmannsskrifstofu í London, hóf hann lesturinn. Þetta var tilkynning þess efnis, að bréf hefði bor- izt þessari skrifstofu frá New York, að hann — samkvæmt erfðaskrá hinnar látnu frú Sonju Latour — væri lög- legur erfingi þrjátíu þúsund sterlings- punda. Ennþá var eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, en álitið var að ekki liði á löngu þar til mögulegt yrði að greiða honum þessa upphæð. Vincent leit aftur á umslagið og grandskoðaði bréfið. Þetta voru undar- leg mistök! muldraði hann. Hann hrukk- aði ennið, er hann leit aftur á umslag- ið. — Undarleg mistök, endurtók hann. Og þetta er fyrirtæki í góðu áliti. Auðvitað hringdi hann þangað strax. Hann náði í forstjórann, sem tilkynnti honum, að hér væri alls ekki um mis- tök að ræða. — Til hamingju, minn kæri, til hamingju! — Meðal annarra orða, ef þér þurfið að útskýra eitthvað í þessu sambandi, þá er bezt að hafa hraðann á! Blöðin vita um þetta. Jafnvel þessi orð voru Vincent ekki nægileg viðvörun um þær hættur, sem nú biðu hans. Hann sat við skrifborð sitt. — alveg ringlaður og eldrauður í fram- an. Meira að segja gerði hann sér alls ekki grein fyrir þessari gífurlegu upp- hæð, — hann gæti keypt sér marga bú- garða. Hið eina, sem hann hugsaði, var, að Sonja Latour hafði munað hann! Henni hlýtur að hafa verið hlýtt til mín! sagði hann stöðugt við sjálfan sig. Henni hlýtur að hafa verið hlýtt til mín! < ' VINCENT gekk alltaf síðasta spott- ann heim til sín í Putney, og það var ekki fyrr en hann var næstum kominn heim, að hann tók að kvíða fyrir við- tökunum hjá Mildred. Hann gerði sér grein fyrir, að Mildred var mjög fégráð- ug, — á hinn bóginn mundi hann það, að hún hafði sagt um Sonju: „Það var svo sem mátulegt á hana — eftir alla þessa karlmenn, sem hún hef- ur haft náin kynni af!“ Hann var ekki lengi í vafa um and- rúmsloftið á heimilinu, því að er hann kom inn í dagstofuna, gengu báðar dæt- ur hans út, — í mótmælaskyni án þess að heilsa honum. Mildred sat teinrétt í stól með vasaklút í hendinni. — Er nokkuð að elskan? spurði Vin- cent sakleysislega. — Að? hrópaði Mildred upp yfir sig og þerraði tárin. Því næst benti hún á kvöldblaðið: Ef til vill getur þú skýrt þetta! Vincent tók blaðið, og leit þar stóra fyrirsögn á forsíðu: KVIKMYNDASTJARNA ARF- LEIÐIR LÖGFRÆÐING í LON- DON AÐ MIKILLI FJÁRFÚLGU. Vincent Gray, lögfræðingur, Can- cery Lane 19, hefur erft eftir hina Sjá næstu síðu. 32 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.