Fálkinn


Fálkinn - 06.03.1963, Blaðsíða 37

Fálkinn - 06.03.1963, Blaðsíða 37
Skípsljóriiin . .. Framh. af bls. 36. sannleikanum út úr þeim í landi. Þeir sem hafa verið til sjós eru öðruvísi, jafnvel þó þeir hafi ekki verið það nema stuttan tíma. Það er stundum tal- að um að aginn, mismunur á yfirmönn- um og undirmönnum á skipum sé of mikill. En er það ekki einmitt þessi agi sem okkar þjóðfélag vantar? Við höf- um ekki herþjónustu þar sem ungir menn læra að hlíða. Það eina sem kannski er eitthvað í áttina er um borð í skipunum. Þar læra menn að gera það sem þeim er sagt, ekki einhvern tíma heldur strax. Það er þetta sem gerir sjómenn að betri mönnum og beztu félögum ásamt félagsskapnum um borð. í kapítulanum sem hófst 6. marz 1923 og sem ennþá stendur yfir hefur margt drifið á daga. Hafliði stóð við það sem hann ákvað 15 ára gamall: að verða vélstjóri. Hann útskrifaðist úr Vélstjóraskólanum árið 1925 og fór þá á Willemoes þriðji vélstjóri. Það var umtalað í flotanum, að þegar hann átti að fara um borð, höfðu einungis verið þar tveir vélstjórar og aðstoðarmaður, sem gekk vaktir, en virkaði raunveru- lega sem þriðji vélstjórinn á skipinu. Hafliði neitaði þegar til kom að fara um borð sem aðstoðarmaður. Vélstjóri var hann og vélstjóri skyldi hann vera, enda þótt hann fengi ekki nema aðstoð- armannskaup fyrst um sinn. Þetta litla atvik lýsir Hafliða vel og er táknrænt fyrir afstöðu hans til lífsstarfs síns alla tíð. Eftir nokkra veru sem þriðji vélstjóri á Willemoes fór Hafliði á Gullfoss og var þar í nokkur ár. Eftir það á Selfossi, Goðafossi, Dettifossi, Lagarfossi, Brúar- fossi og Goðafossi hinum nýja. Jafn- framt fetaði hann upp virðingarstigann og varð fastur yfirvélstjóri fyrir mörg- um árum síðan. Hafliði var eins og fleiri nemendur Guðmundar á Þing- eyri, ágætur smiður, duglegur og vinnu- samur og kröfuharður við sjálfan sig og aðra, og hinn mesti „company" — maður. Hagur Eimskipafélagsins fyrst og fremst. Mér er enn í fersku minni að einu sinni er unnið var að botnviðgerð á Goðafossi hjá Betlehem Steel Company í New York, sagði einn yfirmaður fyrir- tækisins, að það væri furðulegur mað- ur þessi fyrsti meistari okkar. Hann hefði afþakkað prósentur af viðgerð- inni og sagt þeim að gera þetta allt sem bezt og ódýrast. Þetta átti Kaninn bágt með að melta. Hafliði hefur árum saman tekið mikinn þátt í félagsmálum vélstjóra. Hann er kvæntur Jónínu Loftsdóttur, hinni mestu ágætiskonu og eiga þau fjögur uppkomin börn. Sv. S. FÁLKINN efnir til glæsilegrar keppni meðal sölubarna sinna í næstu sex blöðum. — Verðlaunin eru spánýtt LUXOR SOLIST transistortæki —.]——I—► Sölukeppiti FÁLKINN hleypir nú af stokkunum nýrri verðlauna- keppni meðal sölubarna sinna og stendur hún yfir í næstu sex blöðum. Verð- launin eru nýtt og glæsilegt transistor tæki frá VÉLAR OG VIÐTÆKI h.f., Lauga- vegi 98. Tækið er af Luxor Solist gerð og mjög fullkom- ið og vandað að öllum útbún- aði. f því er bátabylgja, miðbylgja og stuttbylgja. í því er einnig innbyggt loft- net, og sérstök uppdregin loftnetsstöng fyrir báta- bylgjuna. Luxor Solist er sænskt og hafa Vélar og við- tæki þegar flutt inn alimörg tæki af þessari gerð og hafa þau reynzt prýðilega. Til marks um það má nefna, að ekkert þessara tækja heíur enn bilað. Luxor Soliste kostar 3835.00 kr. — Sölu- börn! Hver vill ekki eignast nýtt og glæsilegt transistor- tæki? Freistið gæfunnar og takið þátt í hinni nýju sölu- keppni Fálkans. Afgreiðsla Fálkans er að Ingólfsstræti 9 B og blaðið er afgreitt klukkan tvö á hverjum þriðjudegi. Tækið hlýtur sá, sem selur flest blöð í næstu sex skipti. FALKINN 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.