Fálkinn


Fálkinn - 06.03.1963, Blaðsíða 38

Fálkinn - 06.03.1963, Blaðsíða 38
LITLA SAGAN Framh. af bls. 24. þeir hafi einhverja hugmynd urn AGUA. Það var hringt til ICTA, og þeir vissu ekkert. — Reynið OFA, var stungið upp á. Og þá reyndu menn OEA, og þá kom í Ijós að þeir vissu heldur ekki neitt. Þegar voru menn farnir að naga á sér neglurnar í örvænting. — Er til eitthvað, sem heitir Ato- spurði ráðuneytisstjórinn. mic General Union of America? — Það hljómar að minnsta kosti vel, krunkaði fulltrúinn, farðu inn til hans og vittu hvort það er það, sem ha'nn á við. Ráðuneytisstjórinn lagði af stað og læddist á tánum aftur á bak. För hans varð árangurslaus. Allt í einu æpti yngsti sendisveinn- inn upp yfir sig í fögnuði, en hann hafði verið að blaða í lexikon. — Ég er búinn að finna það, hróp- aði hann. Þau réðust öll á hann, héldu fyrir munninn á honum og þögguðu niður í honum. — Uss, forsetinn er að hugsa. — Já, en ég er búinn að finna það. AGUA. Ég veit hvað það er. Menn slepptu honum og litu efa- gjarnir á hann. Sendisveinninn, strákbjáni, sem varla gat lesið nafn- ið sitt. Var hann fróðari um alþjóð- legar skammstafanir en skörpustu ráðunautar forsetans? Ómugulegt. — Allt í lagi sagði ráðuneytisstjór- inn, farðu bara inn til forsetans, ef þú þorir. En það máttu vita, að hann murkar úr þér líftóruna, ef þú ónáð- ar hann að óþörfu. Mundu, að skilt- ið er fyrir utan dyrnar. Hann er að hugsa. Yngsti sendisveinninn árætti að drepa á hvítlökkuðu hurðina og opna hana va tega. — AGU:\, sagði hann, er eldfjall í Guatemala í Mið-Ameríku. —■ Þakka bér fyrir drengur minn, sagði forsetinn og varp öndinni létt- ar, þú ert hér eftir yfirsendisveinn í ráðuneytinu. Eldíjall passar, svo að þá er ég búinn. Hann hafði lokið við krossgátuna í þetta sinn. Willy Breinholst. ÖISLAGADÓMUR Framh. af bls. 29 inn tími til þess að fara heim. Frú Verney er sjálfsagt farin að furða sig á, hvað orðið hefur af yður. Ég skal fylgja .yður. Meg hefði gjarnan viljað dveljast þarna lengur. Þau gengu meðfram ströndinni. Við og við studdi hann hana og í hvert skipti hannst henni að sig svimaði. En hann var hjálpsamur og prúður. Hún hafði ekki kynnt sig og hann hafði heldur ekki spurt hana um heiti. Hann hefði sjálfsagt gert svo, ef hún hefði vakið áhuga hans. Sennilega mundu þau aldrei sjást aftur. — Ég þakka fyrir hjálpina, sagði Meg, þegar hún nálgaðist húsið. Ég þakka kærlega .... fyrir allt. Allt í einu lagði hann hendurnar á axlir henni og Meg flaug í hug, að nú ætlaði hann að kyssa hana. En í stað þéss sagði hann: — Þér eruð bezta stúlka. Bezta stúlka. Hann hefið alveg eins getað sagt: Litli, ljóti andarunginn. Með tárin í augunum flýtti hún sér upp garðstíginn. Svo snéri hún sér við og sá hann ganga hröðum skrefum inn eftir ströndinni. Það setti einhvern tómleika að henni. Ó, bara að hún gæti hitt hann aftur. Allt í einu stirnaði hún upp. Orð Roberts Greene hljóm- uðu fyrir eyrum hennar: — Ég get gert yður fagra. Og ef útlit hennar fríkkaði, mundi Bruce Preston áreiðanlega taka eftir henni. Og var það ekki einmitt það, sem hún hafði alltaf þráð meira en nokkuð annað? Hvers vegna skyldi hún ekki játa boði læknisins? — Allt var orðið breytt. Hún hafði hitt mann, sem hún vissi að hún gat elskað. Þegar hún tók síðustu skrefin að dyrum Cliff House, hafði hún tekið fasta ákvörðun. Framh. í næsta blaði. 38 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.