Fálkinn


Fálkinn - 13.03.1963, Blaðsíða 4

Fálkinn - 13.03.1963, Blaðsíða 4
Ekki alls fyrir löngu ól einkadóttir Francós hershöfðingja á Spáni harn. Enginn varð glaðari en afinn og myndin er tekin, þegar hann kom og heimsótti dóttur sína á sængina. Karlmenn af Swahili kynflokknum í Afríku heyja einvígi sín á þann hátt, að þeir synda yfir fljót, sem er krökkt af krókódílum. Sá sem kemur lifandi upp á bakkann hinum megin hefur sigrað. Tveir vörubílstjórar urðu ósáttir á krá einni í Lundúnum. Þeim var fylgt út fyrir _ og bjuggust menn við að þeir færu í hár saman og flygust allhraustlega á. En sú varð ekki raunin á. Þeir stukku upp í bíla sína, settu á fulla ferð og rákust auðvitað saman. Afleiðingin varð sú að þeir voru báðir fluttir stórslasaðir í sjúkrahús. í Orange í New Jersey í Bandaríkjunum heyrðist maður nokkur jóðla snemma morguns' í skemmti- garði nokkrum. Hann var tekinn fastur. En þegar hann skýrði frá því í réttinum, að hann æfði sig utan húss til þess að taka tillit til tauga fjölskyldu sinnar og nábúa, fékk hann afhent skjal eitt mikið, þar sem staðfest var skriflega af yfirvöldunum, að hann hefði leyfi til þess að jóðla milli 8 og 9 á hverjum morgni í tilteknum skemmtigarði. Goyja, spænski málarinn frægi, sem uppi var um 1746—1828, var eftir því sem sagan segir mjög ástfanginn af hinni undurfögru Cayetana, sem var eiginkona hertogans af Alba. Og Goyja tjáði ást sína með því að mála hana í Evuklæðunum. En þetta barst hertog- anum til eyrna og hann tilkynnti komu sína í vinnustofu málarans. Goyja varð nú að flýta sér sem mest hann mátti að mála á hertogafrúna föt. En eftir að hertoginn hafði heimsótt hann, þá málaði Goyja með leynd mynd af hertogafrúnni nakinni og sú mynd er talin vera eitt mesta lista- verk, sem nú er til eftir gömlu meistarana og síðan hefur nafnið hertogaynjan af Alba verið tákn léttúðar. Það var því ekki að furða, þótt léttúð formóðurinnar færi í taugarn- ar í þeirri, sem ber nafnið nú. Og fyrir nokkrum árum lét hún grafa gömlu hertogaynjuna upp, og lét sérfræðinga rannsaka beina- byggingu hennar. Og stolt gat hún lýst því yfir, að beinabygging þessa ættingja væri svo á margan hátt frábrugðin fyrirmynd Goyja, að það væri hægt að slá því föstu, að hún hefði aldrei setið fyrir hjá málaranum. 4 FÁLKINN Birkett heitinn lá-| varður, hinn frægi enski dómari, var einn bezti tækifærisræðu-1 maður Bretlands. Var honum helzt jafnað til gamla mannsins, Win- ston Churchill. Fáeinum vikum áður j_ _ en hann lézt, héltSs3æ hann borðræðu, sem einkum snerist um sam- búð austurs og vesturs. — Herrar mínir, sagði hann m. a. o., menn spyrja hvernig hægt sé að hafa ljón og lamb í sama haga. Ég get fullvissað ykkur um, að það er ofur auðvelt, ef maður gætir þess að setja alltaf nýtt og nýtt lamb í girðinguna. Og eitt sinn er hann sat í forsæti við mið- degisverðarborð sagði hann og brosti: — Herrar mínir, . .. þér getið reykt.. . þ. e. a. s. þeir, sem hafa efni á því. Þannig þykir fínt að tala yfir borðum í Englandi. Weygand, hershöfð- inginn franski, er gamall maður. Eitt sinn borðaði hann, eftir að hafa verið á fundi í frönsku aka- demíunni, miðdegis- verð með vini, sem var allmörgum árum yngri en hann. Og yfir matnum tóku þeir að skeggræða vandamál ellinnar. — Segðu mér nú í trúnaði, sagði vinur- inn, hvernig er það í raun og veru að vera svona gamall? — Kæri vinur, sagði hershöfðinginn, og brosti ljúfmannlega, ellin er í raun og veru ekki neitt. Þá leikur maður bara eitt hlut- verk, sem er fólgið í Því að gleyma, að maður hafi eitt sinn verið ungur. í Kennedy forseti lét eitt sinn þau orð falla, að hershöfð- ingjar hefðu mjög ríka tilhneigingu til einræðis. í því sam- bandi sagði Eisen- hower fyrrv. forseti: ■— Enn hef ég ekki hitt hermann sem álítur sig vera verðandi Napoleon. Á okkar tímum hafa þrír einræðisherrar sett sinn svip á mannkynsöguna, þeir Hitler, Mussolini og Stalin, — og allir voru úrú borg- arastétt. ★ — Hvernig farið þér að eldast svona vel? spurði aðdáandi eitt sinn Alexander Dumas. — Frú mín, allur minn tími fer í það, svaraði Dumas.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.