Fálkinn


Fálkinn - 13.03.1963, Blaðsíða 10

Fálkinn - 13.03.1963, Blaðsíða 10
ÖLVAÐUR I 1 JMFERÐINN 1 stanzaði og við sáum það standa og horfa á eftir okkur. Krakkar voru að leika við Skátaheimilið og þau hættu leiknum og þustu upp að húsinu og þau hrópuðu eitthvað en við greindum ekki hvað það var. Karl einn var að koma úr ríkinu og hélt um stútinn á einni. Hann ætlaði út á götuna en þegar hann heyrði til okkar og sá okkur koma á fartinni var hann fljótur til sama lands aftur fórnandi höndum og nærri búinn að missa bokk- una. Fordinn skellti sér upp innkeyrsluna hjá Ostasölunni. Það var kona þarna á gangi rétt fyrir neðan innkeyrslua og hún hörfaði og greip til hattsins. Þetta var dökkur hattur strompmyndaður og leiðilegur til að lenda fyrir aftan í bíó. Við héldum að hann mundi aka eftir planinu milli Ostasölunnar og geymslu- hússins út á Bergþórugötuna, en þegar við komum upp á planið sáum við að sú leið var lokuð því þar var fyrir bíll frá Mjólkursölunni. Þess vegna snar- bremsaði hann og það ískraði í öllu þegar dekkin unnu á móti steypunni og bilarnir tóku dýfu. Sá á Fordinum stökk út úr og Héðinn strax á eftir. Það var greinlegt hvað hann ætlaði sér fyrir. Þar sem kom horn í portið var kassi og þá leið ætlaði hann yfir veginn. Hann var vel búinn í brúnum jakka og ljósum buxum, grannur og nokkuð hár vexti. Hann skellti ekki hurðinni á eítir sér því hann hefur ekki viljað tefja við slíka smámuni. Hilmir fór líka út úr bílnum og ljósmyndarinn var nærri búinn að skaða sig í látunum að komast út og fara að filma þar sem þeir hlupu á eftir sökudólgnum þarna á planinu! Hann hoppaði léttilega upp á kassann og teygði handleggina uppá vegginn til þess að vega sig upp og yfir, en það var um seinan. Héðinn hafði þegar náð í fótlegginn á honum og reyndi að draga hann niður, en það var talsvert erfitt því hann brauzt mikið um. Virtist albúinn að skella fætinum framan í Héðinn, en hætti við það þegar hann sá hvað Hilmir var nærri. Þá hætti hann að brjótast um og kom niður af kassanum. Þeir leiddu hann á milli sín að lög- reglubílnum. Hann var talsvert móður og rjóður í framan eftir áreynsluna. Hann settist í aftursætið og náði sér í sígarettur og kveikti í. Hann reykti í stórum teygum og hendui'nar titruðu svolítið. Þeir byrjuðu strax að tala við hann. —- Þér virtuð ekki stöðvunarskyld- una þegar þér ókuð inn á Reykjanes- brautina. Svarið kom ekki alveg samstundis og hann horfði á sígarettuna. — Nei, ég tók ekki eftir mei'kinu. — Heyrðuð þér ekki þegar við sett- um sírenuna á? — Jú. — Hversvegna stoppuðu þér þá ekki? — Ég ætlaði að reyna að sleppa. — Hversvegna? — Er það ekki oftast þannig að mað- ur reyni að losna úr svona vandræð- um. -— Það hefði nú verið skynsamlegra að stoppa þarna uppfrá áðan heldur en að leggja yður og aðra í lífshættu með svona hættulegum akstri. Hann þagði og henti stubbnum af síg- arettunni út á planið. Það fannst svolít- ill vínþefur af honum og augun voru svolítið fljótandi. — Hafið þér verið að neyta áfengis? — Nei. — Alls ekki? — Nei. — En það er vínþefur af yður. Hann þagði og horfði niður fyrir sig og fékk sér aðra sígarettu. Þetta var sú síðasta í pakkanum og hann snéri pakkann saman og henti honum út á planið. Hendur hans titruðú þegar hann kveikti í. — Ég tel það ekki, sagði hann og blés reyknum frá sér. Þetta voru tveir bjór- ar. — Er langt síðan? — Það eru tveir þrír tímar. — Við verðum víst að fara niður á Stöð. Hann svaraði engu horfði bara út um hliðarrúðuna. Hann svaraði engu, horfði bara út um bílnum og settust upp í Fordinn og óku Þegar komið var niður á lögreglustöð var sá seki látinn blása í blöðruna (mið- myndin að neðan) og að því búnu var farið með hann á Slysavarðstofuna og tekin blóðprufa (fyrsta myndin hér að neðan og stóra myndin til hægri). Hjá rannsóknardómaranum, Jóni Abraliam Ólafssyni, nokkrum dögum síðar (yzta myndin til hægri).

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.