Fálkinn


Fálkinn - 13.03.1963, Blaðsíða 13

Fálkinn - 13.03.1963, Blaðsíða 13
undir arm hennar. Hún var alvarleg. — Aldrei, hvíslaði Meg. — Mín heit- asta ósk hefur rætzt! — Jú, falleg ertu, næstum jafn fögur og veslings konan, sem drukknaði hér fyrir utan. Líttu bara á myndina sem hangir á veggnum þarna. — Þetta er Nella Greene, heyrði hún ráðskonuna segja. — Líttu vel á hana. Læknirinn hlýtur að vera viti sínu fjær. Sérðu ekki hvað hann hefur gert við þig? Meg þurfti ekki að líta á myndina lengur. Hjarta hennar tók kipp þegar hún sá myndina af Nellu Greene. Það var eins og hún sæi tvífara sinn .... tvíburasystur. Hugsanirnar hrönnuðust upp í huga iænnar. Hvers vegna hafði Robert Greene umskapað hana í mynd eigin- konu sinnar! — konunnar, sem hann hafði unnað svo heitt? Hvers vegna gerir hann þetta? Hún reyndi að finna hugsunum sín- um búning í orðum, en það tókst ekki. Hún varð aðeins hræddari því lengur sem hún hugsaði um þetta. Með mikl- um erfiðismunum reif hún sig lausa frá málverkinu og starði á gömlu ráðs- konuna. Frú Verney var skyndilega orðin breytt. Hún virtist svo gömul og slitin nú og þegar hún talaði var rödd- in ekki hörkuleg lengur. — Hver getur vitað hvað hrærist innra með honum, sagði hún. Framh. á bls. 28. FÁ'LKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.