Fálkinn


Fálkinn - 13.03.1963, Blaðsíða 14

Fálkinn - 13.03.1963, Blaðsíða 14
Dmglandi slangan hékk hreyfmgarlaus í brot úr sekúndu. Þá slitn- aði hún með lágum bresti. Það skeði svo snögglega, að hann hafði ekki tíma til að átta sig, ekki einu sinni hrópa. Með óendanlegum undrunarsvip hrapaði hann mður, mður . . . en hvað vindurinn var kaldur . . . mður . . . hvað kom eiginlega fynr hann, dreymdi hann . . . niður, niður . . . níu líf eins og kötturinn . . . FALLANDA FÆTI DAVY Smith flautaði hátt og falskt meðan hann renndi gúmmísköfunni yfir vota rúðuna. Svona — nokkur hand- tök enn, þá yrði hann búinn. Það var líka orðið næstum dimmt, og hann þurfti ekki að teygja tímann lengur. Davy hló, svo að sólbrúnt skógar- guðsandlitið tók á sig þúsund undarleg- ar hrukkur. Tennur hans voru hvítar og sterklegar, svartir hárlokkarnir gljáðu af hárvátni og velmegun. Davy var ákaflega ánægður með sjálfan sig og áætlun þá, sem hann hafði gert. Hún gat ekki farið út um þúfur. Og hann varð að ná í peninga, því annars mundi hann ekki geta haldið í Marion. Marion hafði sett sína skilmála, og hún var viljasterk stúlka. Hún lét sér ekki nægja minna. Davy var því ekki vanur, að ungar, fagrar konur gætu staðizt töfra hans. Þess vegna var hann í fyrsta sinn ást- fanginn fram í fingurgóma. — Varið yður, hr. Smith! sagði hræðsluleg rödd og batt endi á ánægju- legar hugsanir hans. — Verið ekki að halla yður svona út yfir handriðið! Ég verð alveg veik af að horfa á það. Og svo flautið þér í þokkabót! Frú Hackett gamla stóð í svaladyr- unum og pírði nærsýnum augum út í rökkrið. Hún endurgalt dálítið feimin geislandi bros hans; því að ekki einu sinni frú Hackett gat staðizt einfalda töfra hans. — Engin hætta, litla frú! hrópaði hann og fór síðustu umferð yfir rúðuna með sköfunni. — Engar taugar hér, litla ungfrú! Ég gæti gengið eftir brún- inni, ef það væri . . . Gáskafullur sveiflaði hann öðrum fætinum yfir handriðið, og hún greip í hann skelfingu lostin. — Óþekktarormur! sagði hún í ávít- unartón. — Þér eruð ekki vitund betri en Ted litli dóttursonur minn. Komið nú inn, hr. Smith, og takið við pening- um yðar. Hvað ég vildi sagt hafa — já, Ted var hér í gær með dóttur minni. Já, þér hafið víst tekið eftir marmelaði- maukinu hans á svalaglugganum? Hugs- ið yður, þessi óþægi drengur, ég get varla haldið honum frá svölunum, og ég sagði yður það gerði mig svo tauga- óstyrka, að sjá hann þarna, úti hang- andi út yfir brúnina — já, ég get bara ekki þolað það, og skil ekki hvað hún dóttir mín tekur þessu rólega .. . — Drengir eru svona, sagði Davy róandi. — Látið hann gæta sín sjálfan, frú. Það kemur aldrei neitt fyrir þess- ar litlu ófreskjur. Þau hafa níu líf, eins og kötturinn. Ég var alveg eins óþekk- ur sem drengur, og þér getið séð, að ég lifi enn. — Þér eigið ef til vill verndarengil, eða þér hafið líka níu líf! sagði frú Hackett og rótaði í þunnu, hvítu hári sínu. — Bíðið aðeins, ég hef tekið til peningana handa yður, hvar voru þeir nú, ég lagði þá .. . Hún snerist um sjálfa sig og gáði að lokum í skúffu í skattholinu sínu, þar sem hún fór að rjála við seðla. Hann virti fyrir sér grannan hryg'g hennar með vissri vinsemd. Honum leiddist það í sjálfu sér, að hann myndi aldrei fægja gluggana hennar framar. Hún hafði verið elskulegur viðskipta- vinur og oft hafði hún stungið að hon- um aukaskildingi. En þannig mátti mað- ur ekki hugsa, ef maður ætlaði að kom- ast áfram í heiminum. Því að þegar allt kom til alls, hvers virði var þá einhver frú Hackett honum? Einskis. Að minnsta kosti ekki í samanburði við Marion. Og þegar örlögin höfðu komið því svo fyrir, að velja yrði á milli frú Hackett og Marion . .. Hugsunin var svo spaugileg, að hann varð aftur að hlæja. — Þér hlæið bara, sagði frú Hackett óstyrk. — Já, ég er með lestrargleraug- un, svo að ég sé það vel. Ég get svei mér líka séð, að rúðurnar eru hreinar. Þér hafið aðeins gleymt að loka svala- dyrunum, ungi maður. Nei, nú skal ég gera það, því að þér viljið víst fara að komast heim. Hér eru peningarnir yðar, hr. Smith — já það er smápeningur aukreitis í dag. Og svo komið þér aftur eftir hálfan mánuð, ekki satt? — Leyfið mér nú að loka þessum dyrum fyrst, sagði Davy vingjarnlega. — Svona. Þér ættuð að hafa lykil að hurðinni, frú. — Ég tók einmitt eftir því, að hann vantaði! hrópaði hún. — Það er svei mér til lykiíl, hann hlýtur að hafa dottið á gólfið. — Nei, ég leitaði að honura, því að mér fannst ég muna, að hann væri vanur að vera á skránni. En hann er horfinn. — Það hlýtur að vera Ted! kveink- aði hún. — Og þau eru ný farin úr bæn- um, og hvað á ég þá að gera . . . Það er áliðið og lásasmiðurinn er víst búinn að loka, haldið þér það ekki? — Jú, það er áreiðanlegt, sagði Davy. — En hvað eruð þér eiginlega hræddar við, frú? Hver í fjáranum haldið þér að klifri upp á svalirnar yðar, sem eru fimm hæðir frá götu? Nei þér getið sofið rólegar. Og hringið svo til lása- smiðsins snemma í fyrramálið, ef Ted 14 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.