Fálkinn


Fálkinn - 13.03.1963, Blaðsíða 15

Fálkinn - 13.03.1963, Blaðsíða 15
hefur ekki skilað lyklinum fyrir þann tíma ... ÞEGAR hann var farinn, gekk frú Hackett varlega út á svalirnar til að gæta að, hvort lykillinn væri samt ekki þar að finna. Hún kærði sig ekki um að koma þangað, því að sæi hún aðeins bregða fyrir steinlagningunni svo svim- andi langt niður, varð hún veik, maginn skrapp saman í krampa, og það var nærri liðið yfir hana. Nei, hann hafði áreiðanlega rétt fyr- ir sér, hann Davy Smith. Hún gat ekki ímyndað sér, að innbrotsþjófur þyrði að leggja líf og limi í hættu til að klifra þangað upp og þar að auki gæti hann ekki vitað, að einmitt hennar svaladyr væru ólæstar. —- Ég skal nú tala alvarlega við Sylvie um Ted! tautaði hún. — Sulta á gluggunum mínum, lykill týndur, og hvað skyldi það vera næst? Síðan greip hún andann á lofti, því að nú komst hún að „því næsta.“ Meðan maginn byrjaði að herpast saman í krampa, kom reiðin upp í henni. Þess konar strákapör voru henni blátt áfram ekki að skapi. Einn af svalakössunum hafði verið færður. Hún hafði ekki tekið eftir því strax, því að það var næstum orðið dimmt. En allt í einu sá hún götuljósin þarna langt niðri — og þá vissi hún að kass- inn hafði verið færður. Því að það var ,,gat“ á milli hand- riðsins og veggsins, sem gerði hana veika. Þetta gat hafði hún fyllt upp í báðum megin með trékössum, sem hún hafði gróðursett pelargóníur í. Þessi svívirðilegi strákur! Frú Hackett lagðist á hnén með erfiðismunum og fór að bisa við þungan kassann. Og meðan hún lá þarna, tók hún eftir öðru, sem kom hjarta hennar til að slá helmingi örar af hræðslu. Hann skyldi fara á uppeldisstofnun! Þvílíkur pörupiltur á áttunda ári — og svona óþægur! Hvort hann hefði ekki getað valdið slysum með þessum reipis- spotta. Sylvie skyldi fá að heyra þetta! DAVY Smith kom aftur, þegar klukkan var tvö um nóttina. Götuljósin voru slökkt, og hvorki tungl né stjörn- ur skinu. En Davy þekkti húsið og íbúa þess vel. Það var flest gamalt fólk, sem gekk snemma til hvílu. Á miðnætti var venjulega slökkt og komin kyrrð á alla sambygginguna. Hann hafði notað tímann til að hugsa sig um. Já, því að það gæti þó ekki verið nein skekkja í áætlun hans? Nei, nei, áreiðanlega ekki. Síðast þegar hann var þar, hafði hann séð bréfberann koma með peninga til frú Hackett. Það var snemma morguns. Hún hafði farið inn í svefnherbergið með þá og lokað dyrunum á eftir sér, eins og hún væri hrædd um að hann myndi komast að því, hvar hún faldi þá. En hún hafði gleymt glugganum. Ef hann hallaði sér nægilega langt út af svölunum, gat hann séð nokkuð af svefnherberginu. Og þarna stóð frú Hackett álút yfir rúminu. Hann gat ekki séð, hvað hún hafðist að. En hann heyrði hana rjála við nokkur þykk, brakandi búnt, sem hún stakk undir dýnuna. Peningar — mikið af pening- um — hvað annað? Já, þetta hlaut að vera tækifærið, sem hann hafði dreymt um. Reiðufé, beint til að stinga í vasann. Og það var einungis reiðufé, sem hann hafði áhuga á. Ef um bankabók hefði verið að ræða, hefði hann ekki þorað. En það brakaði ekki í bankabókum, og þar að auki sá hann búntunum En þannig var því farið með margt bregða fyrir, þegar frú Hackett kom dýnunni fyrir aftur. Það var mjög heimskulegt að liggja með alla þessa peninga, hugsaði hann. gamalt fólk. Það var hætt við banka. Kannski hafði frú Hackett einhvern tíma tapað fé á bankagjaldþroti. Það þurfti nú ekki mikið til, að svona gaml- ar hænur yrðu skrýtnar í kollinum. Sennilega vissi enginn um felustað hennar; því að ef dóttirin hefði vitað um hann, hefði hún sjálfsagt getað komið vitinu fyrir móður sína. Enginn mundi þá sakna peninganna. Sennilega ætti hún minni upphæð í skatthols- skúffunni til að greiða með daglega reikninga. Þá peninga ætlaði hann ekki að snerta. Enginn skyldi geta grunað hann. Enginn mundi láta sig dreyma um, þegar öllu væri á botninn hvolft, að um innbrot hefði verið að ræða. Hann mundi neyðast til að drepa hana, og það var nógu slæmt, því að hann hafði aldrei drepið mann. En hún var gömul, og hann gæti gert það þannig, að það sæist ekki eftir á. Það mundi ganga svo fljótt fyrir sig, að hún myndi alls ekki verða fyrir þján- ingum. Aðeins dálítið átak með kodda. Honum varð ekki um sel; þegar hann hugsaði um þetta smáatriði — en þá kom honum Marion í hug, og hann gleymdi frú Hackett. Marion vildi fá þægilega íbúð, falleg húsgögn, sjónvarp og helzt snotran, lítinn bíl. Hún vildi Framh. á bls. 30. FALKINN 15

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.