Fálkinn


Fálkinn - 13.03.1963, Blaðsíða 17

Fálkinn - 13.03.1963, Blaðsíða 17
meyjar frá Hawai, læknar og hjúkrun- armenn með merki Rauða krossins, svartur púki með horn, dýrin úr Hálsa- skógi og ótal búningar fleiri. Við tókum einn kúrekann tali. —• Ertu búinn að vera lengi í dans- skóla? —■ Ég var fyrst í fyrra og svo var ég aftur núna. —• Er gaman að vera í dansskóla? — Já voða gaman. — Og þú ert ekkert feiminn að dansa við stelpurnar? — Nei. Stundum eru þær skrítnar. — Hvernig? — Þær hlæja svo oft, maður. — Að hverju? — Það veit ég ekki. — Og þú ætlar að halda áfram? — Já, ég hugsa það. En maður má ekki láta illa hjá honum Hermanni. Við virtum fyrir okkur börnin þar sem þau voru að dansa og ef satt skal segja vorum við dálítið hissa að sjá hvað þau gátu. Skólastjórinn, Hermann Ragnars, stóð við hljóðnemann á hljóm- sveitarpallinum og stjórnaði dansinum. Hann sagði til um danssporin og börnin fylgdu eftir. Tveir kennarar voru Her- manni til aðstoðar og þeir gengu um salinn og' leiðbeindu. Það var áberandi hvað börnin voru prúð. Þau sungu með og þeim var greinilega mikil alvara í dansinum. Eftir syrpuna náðum við tali af Her- manni. — Það er margt hjá þér í dag, Her- mann? — Já, það er óhætt að segja það. Þetta verður langur dagur hjá okkur. Þau yngstu byrjuðu klukkan tvö og svo koma aldursflokkarnir hverjir af öðr- um allt fram til miðnættis. — Hvað eru þessi börn gömul? — Þetta eru sex til átta ára börn, byrjendur. — Hvað hefur þú marga nemendur í skóla? — Ég veit það ekki nákvæmlega. Ég hygg að þeir séu eitthvað um átján hundruð. — Þetta er þá sennilega einn stærsti skóli landsins? — Já, þeir eru að segja mér að svo muni vera. Ég anna hvergi nærri eftir- spurn því að eftir viku innritunartíma á haustin er skólinn alveg fullskipaður til vorsins. Ég kenni hvern einasta dag frá klukkan hálf fjögur til tólf nema laugardaga til sjö. Á sunnudögum eru svo oft einkatímar. Þetta er býsna erfitt. Ég kenni í Skátaheimilinu og það sem háir okkur er húsnæðisleysið. — Hvað eru margir kennarar við skólann? — Ég er með þrjá kennara og svo þrjá aðra sem kenna nokkra tíma 1 viku. — Það eru margir aldursflokkar hjá þér? — Já nemendur skiptast í marga aldursflokka og svo flokkarnir inn- byrðis, byrjendur og þeir sem lengra eru komnir. — Þú hefur verið með hjónaflokka? — Já, þeir hafa orðið geysivinsælir. — Hvað hefur þú marga í flokki? — Það er nú nokkuð misjafnt. Ég byrjaði með þetta fimmtíu, sextíu hjá börnunum. Þegar ég raða niður reyni ég að hafa jafn mikið af strákum og stelpum. En það tekst nú mis- jafnlega. Aðsóknin í aldursflokk- ana er dálítið misjöfn. Það er áber- andi, hvað miklu fleiri strákar á aldr- inum 10 til 16 ára sækja en stelpur. Þetta stafar af því hvað stelpurnar byrja miklu fyrr. Framh. á bls. 32.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.