Fálkinn


Fálkinn - 13.03.1963, Blaðsíða 19

Fálkinn - 13.03.1963, Blaðsíða 19
dökkhærð og svartklædd, var ekkja Peverills, Myra. Peverill stóð lengi og virti fyrir sér þetta athyglisverða sorg- aratriði þar til Tom gerði enda á það.: „Myra, ástin mín, loksins ertu frjáls. — Hvernig finnst þér það?“ spurði hann. Myra andvarpaði og lét fallast niður í hægindastól. „Dásamlegt, alveg yndis- legt. Hugsa sér að vera laas við Gerald eftir öll þessi ár.“ Tom kinkaði kolli til hennar: „Finnst þér ekki að við ættum að gleðjast?“ Hann gekk að litla skápnum við vegg- inn og tók fram kristalsflösku og tvö glös. „Heyrðu, hvað er þetta?“ hrópaði hann skelfdur. „Hvernig stendur á þessu hér?“ Hann hélt lítilli skamm- byssu í hendinni. ,,Þessi,“ svaraði hún og yppti öxlum. „Gerald keypti hana fyrir mörgum ár- um, innbrot voru svo tíð í þá daga. Hann fékk reyndar aldrei tækifæri til þess að nota hana. Láttu hana á sinn stað, elskan. Skotvopn gera mig tauga- óstyrka.“ Hún hallaði sér aftur á bak í stólnum og andvarpaði: „En hvað jarðarfarir geta verið leiðinlegar." „Ég hafði nú annars hugsað mér að við færum eitthvað út. Svart fer þér dásamlega vel. . . Skál elskan. Skál hamingju þinnar." „Nei við skulum skála tyrir þeim manni sem með láti sínu hefur rutt okkur leiðina til hamingjunnar. Skál, Gerald!“ „Skál, Myra, megi hann rotna glað- ur í gröf sinni.“ Peverill opnaði dyrnar upp á gátt og gekk inn í stofuna. „Beztu þakkir,“ sagði hann þurrlega. Glösin féllu samtímis á gólfið og sundruðust í þúsund mola. Myra og Tom stóðu sem lömuð. „Þetta voru dýrmæt, sænsk krystals- glös,“ sagði Peverill í ásökunartón. Myra spratt á fætur og fleygði sér í faðm Toms. „Tom, ég sá vofu Ger- alds!“ „Vofu,“ sagði Gerald í fyrirlitningar- tón og kom nær. „Blessuð hættu þess- um látum Myra og seztu aftur.“ Tom, sem átti fullt í fangi með að róa Myru, leit reiðilega á hann: „Hvað meinarðu með því að koma hingað, þar sem þú hefur nú verið jarðsettur með tilhlýðilegri viðhöfn?" Myra náði sér nú fljótt aftur, losaði sig úr örmum Toms og nuddaði augun: „Gerald, er þetta raunverulega þú? Þetta var svo... óvænt að sjá þig aftur.“ Peverill helti víni í glös handa Tom og Myru og rétti þeim þegjandi. Því næst sneri hann aftur og fékk sér glas af köldu vatni. Hann var alveg róleg- ur er hann settist og rétti fram höndina eftir sígarettu. „Ég geri ráð fyrir að úr því að ég hef verið grafinn, þá geti ég í rauninni alls ekki verið hér, — en sleppum því.“ Hann dró að sér reykinn og uppgötvaði, að ennþá fannst honum tóbak jafn ágætt, og hann brosti ánægjulega. „Ég verð að hrósa þér fyr- ir smekkvísi þína í allri tilhögun við jarðarförina. Þetta var allt fyrsta flokks. Einkum vil ég lofa þig fyrir þitt snilldarbragð, er þú kræktir í bindisnæluna mína, rétt áður en lokið var skrúfað á kistuna. Það var stórkost- legt hjá þér.“ „Ég .. . mig langaði til þess að eiga hana til minja um þig.“ Það var óþægi- leg þögn. Loks fannst Myru að sem húsmóðir á heimilinu yrði hún að gera eitthvað og þvingaði sig til að segja: „Veiztu nokkuð, það er bara alls ekkert auðvelt að halda uppi samræðum við dauðan eiginmann sinn.“ „Nei svona nokkuð kemur svo sjald- an fyrir,“ bætti Tom við og leit illilega á Peverill. Myra brosti og hélt áfram. „Hvernig ætti ég að geta sagt til dæmis: Hvernig líður þér, þegar ég veit, að þú... að þú .. . ég meina ...“ Brosið hvarf af vörum hennar, og hún þagnaði. „Myra meinar, að erfitt sé að spyrja hvar þú hafir verið,“ sagði Tom og kom nú henni til hjálpar. „Hvar hef- urðu annars haldið þig, gamli vinur?“ Myra flýtti sér að segja: „Og er líka erfitt að gera sér grein fyrir um hvað þú vilt tala.“ Peverill ók sér óþolinmóður: „Þú gætir til dæmis sagt mér hvort ein- hverjar almennilegar minningargreinar hefðu verið skrifaðar um mig. Eða hef- urðu kannski verið of upptekin til þess að lesa þær? Heyrðu Myra, ég hef aðeins einn klukkutíma til umráða hér á jörðinni, og nú þegar eru fimmtán mínútur liðnar. Ég kæri mig ekkert um að eyða tímanum í gagnslaust þvaður.“ „Aðeins klukkutíma,“ endurtók Tom og dreypti á glasi sínu með ánægju- svip. Peverill leit hugsandi á hann. „Ég ætla að vera hreinskilinn Tom, og ég vonaði að hitta þig hér. Mér finnst það reglulega leiðinleg framkoma við gesti að myrða þá, eins og þú myrtir mig um daginn.“ Aftur heyrðist brothljóð og tvö glös hrukku í þúsund mola. Peverill hrökk við. „Heyrðu nú ...“ byrjaði Tom reiði- lega. Peverill rétti upp höndina. „Ég hef fengið vitneskju um það á æðstu stöð- um, og þegar ég hugsa betur um það, þá bragðaðist sherryið undarlega. í þokkabót talaðirðu allt kvöldið um þessa hryllingssögu, sem þú ert að skrifa og um öll þessi eiturefni, sem þú hefur verið að kynna þér. Þetta ligg- ur alveg ljóst fyrir.“ Það leit út fyrir að Tom ætlaði aftur að mótmæla, en svo sagði hann ánægju- Framh. á bls. 30. FÁLKINN 19

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.