Fálkinn


Fálkinn - 13.03.1963, Blaðsíða 22

Fálkinn - 13.03.1963, Blaðsíða 22
Marteinn lýtur áfram og hlustar með eftirvæntingu. — Ég reyni nú þegar að ná símtali við yfirlæknirinn á Gundelsberg, segir prófessorinn. — Ef til vill tekst mér að koma í veg fyrir, að lögreglan taki yð- ur höndum hér í Nestelborne. Aftur á móti verðið þér að heita mér því, að við- lögðum drengskap, að koma nú með mér til baka. Ég sný heimleiðis seinna í kvöld þegar ég er búinn að hvíla mig. Mér hefur ekki komið dúr á auga í nótt vegna þessa máls, og nú verð ég að leggja mig stundarkorn. — Hvert ætlið þér með mig? spyr Marteinn kvíðafullur. — Fyrst til lækningastofu minnar í Túbingen, síðan til Gundelsberg. Herdegen prófessor rís á fætur. — Nú ætla ég að segja Veru Orsini frá mála- vöxtum og biðja hana að leyfa yður að dveija hér í húsinu, þangað til við för- um. Ungfrú Ektern verðum við að gefa einhverja skýringu, sem henni verður ekki hvert við. — Má ég ekki skreppa aftur til myln- unnar og ganga frá ýmsu þar, áður en ég fer? spyr Marteinn. — Bæði langar mig til að kveðja vini mína almenni- Jega, og svo er það ýmislegt, sem ég vildi gjarna hafa með mér í ferðina. Herdegen hikar lengi við. — Látum svo vera segir hann loksins. —- Farið þér til mylnunnar, en verið ekki lengi. Við förum ... hvað eigum við að segja .. . klukkan tíu í kvöld. Marteinn réttir prófessornum höndina. — Þakka yður fyrir, segir hann. — Ég þakka yður fyrir að þér skulið vilja hjálpa mér. Síðan gengur hann til dyra. Þær Kristín og Vera Orsini bíða í næstu stofu. Kristín sprettur á fætur og gengur til móts við Martein. — Ungfrú Ektern, sagði Herdegen með sinni rólegu fagmannsrödd. — Ég verð að hryggja yður með því, að herra Brunner, vinur yðar þarf að fara frá Nestelborn í kvöld. Þetta kemur flatt upp á Kristínu og hún hvarflar spurnaraugum milli pró- fessorsins og Marteins, sem er fölur mjög. Fyrir fullt og allt? spyr hún kviðandi. — Varla, svarar Herdegen. — Jafn- skjótt sem yfirvöldin hafa sannfærzt um að herra Brunner sé kominn til fullr- ar heilsu, mun hann snúa aftur til yðar. Þau Marteinn og Kristín leggja nú af stað heimleiðis frá Veru, og leiðast. Þau eru hljóð og í þungu skapi. Vera og Herdegen standa við stóran stofu- glugga og stara á eftir þeim. — Er nú rétt af okkur, að láta hann vera einan með henni? segir Vera kvíð- in. — Hann er morðingi, óútreiknan- legur morðingi. Herdegen kinkar kolli annars hugar. Ef til vill getum við læknað hann, en ekki án hjálpar Kristínar Ektern. Ást hans til hennar og ást hennar á honum er sannast að segja hið eina, sem von hans um að verða heilbrigður og ham- ingjusamur að nýju, getur byggzt á. Þá er eins og prófessorinn ranki snögglega við sér, hann snýr sér að Veru og spyr: — Veiztu annars, hvort ungfrú Ektern skyldi eiga rauða perlu- festi? Vera kinkar kolli. — Já, svarar hún. Ég hef nokkrum sinnum séð Kristínu með rauða kóralfesti um hálsinn. En hvers vegna spyr þú um það? — Vegna þess að það er mjög áríð- andi, að hún beri ekki slíka festi, þeg- ar hún er í návist hans. Hann tekur undir handlegg hennar. — Gerðu mér þann greiða, Vera, að skreppa niður að Mylnubæ og fá því framgengt með einhverju móti, að hún láti festina af hendi við þig. — Ég skil ekki... Herdegen hallar sér upp að glugga- karminum og leggur aftur augun. — Fyrir tíu árum síðan var framinn dular- fullur glæpur, byrjar hann mál sitt. Rödd hans er róieg og frásögnin blátt áfram eins og hann vilji milda þá ógn, er í sögu hans felst. — í litlum skógi milli Gissenog Lauterbach fundu menn lík ungrar stúlku. Hún hafði ver- ið kyrkt. Þetta var dóttir eftirlitsmanns í Gissen, nítján ára gömul. Dórótea Sliepke hét hún. LátlauS stúlka og snot- ur, starfaði á veitingahúsi einu í Lau- terbach og var nánast skoðuð þar sem ein af fjölskyldunni. Var nú rannsakað, hverja hún hefði einna helzt umgengizt og reyndist þar meðal annars um að ræða ungan bif- vélavirkja, Gerhard Hauser. Höfðu þau nokkrum sinnum sést saman, og stund- um hafði hann tekið hana með sér í smáferðir á bifhjóli sínu. Benti allt til þess, að hér væri aðeins um saklaust ástaskot að ræða, sem ekki væri byggt á alvarlegum grundvelli. Virtist Hauser taka sér andlát vin- konu sinnar mjög nærri. Daginn sem morðið var framið, höfðu þau verið saman, en sagt var að þau hefðu skilið um miðjan dag. Engin ástæða var talin til að efast um framburð þessa unga manns, sem öllum þótti vænt um, og engan blett hafði á mannorði sínu. Lét lögreglan hann lausan eftir stranga yfirheyrslu, og taldi víst að glæpur- inn hefði verið framinn af alræmdum en óþekktum morðingja, sem um þessar mundir veitti fólki fyrirsát á þjóðveg- um og sér í lagi hinum miklu bíla- brautum. Hafði hann þegar hér var komið, líf sex kvenna og ungra stúlkna á samvizkunni. Næsti glæpur virtist hins vegar af- sanna þessa skoðun. Var hann framinn tæpum tveim árum síðar en hinn fyrri. Sú myrta var Beta Meiser, tuttugu og tveggja ára gömul stúlka. Bjó hún í kvistherbergi í Giessen Alstadt. Dökk- hærð og falleg stúlka, er getið hafði sér vafasamt orð. Eiginlega vissi enginn á hverju hún lifði. Gerðust tíðar heim- sóknir karlmanna til hennar og var oft fjörugt uppi í kvistherberginu. Þegar hún var myrt, stóð einmitt svo á, að hún lá undir kæru fyrir röskun á næt- urfriði. Lögregluþjónn sá, er færa skyldi henni kvaðningu um að mæta til yfir- heyrslu á stöðinni, kom að dyrum kvist- herbergisins hálfopnum. Þar inni fann hann ungu stúlkuna liggjandi á legu- bekknum. Kyrkt. Staðhæfði lögreglu- læknirinn, að morð hefði verið framið fyrir tveim dögum. Það kvöld hlaut einhver gestur að hafa verið hjá stúlkunni. Á litlu borði við legubekkinn stóð ennþá hálffull líkjörflaska og tvö glös. Trésmíðameist- ari, sem átti vinnustofu á neðri hæð hússins, taldi sig hafa séð bifhjól úti í húsagarðinum. Bifhjól! Fólk minntist þess að þegar Dórótea Skliepke var myrt, kom þar ungur maður á bifhjóli einnig við sögu: Gerhard Hauser. Yfirheyrslur tímum saman. Hauser harðneitaði. Viðkomandi kvöld hafði hann verið að skemmta sér með nokkrum kunningjum sínum í Giessen. Tveim dögum áður hafði hann nefnilega lokið sveinsprófi með ágætum. Að þeim gleðskap loknum kvaðst hann hafa ekið beint og krókalaust heim til Lautarbach aftur. Meistari hans kvaðst hafa heyrt bif- hjólið koma seint um kvöldið, en mundi ekki nákvæmlega hvað klukkan var orðin. Einnig að þessu sinni fannst öllum framburður Hausers einkar trúlegur. Var það ekki fjarstæða, að þessi prúði, 25. hluti hinnar spennandi framhaldssögu eftir Hans Ulrich Horster, höfund Gabrielu 22 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.