Fálkinn


Fálkinn - 13.03.1963, Blaðsíða 37

Fálkinn - 13.03.1963, Blaðsíða 37
fram, til þess að kaupa Kristínu lausa. Nú finnur hún hjá sér heils hugar hjálpsemi. Það hefur komið við móður- kennd hennar, að hitta þenna gamla og þverlynda mann hvað eftir annað. Hún fær ekki lengur af sér, að líta eingöngu á hann sem harðsvírað hörkutól........ í augum hennar er hann nú miklu frem- ur stór, stífur og ósjálfbjarga drengur. Hún óskar einskis frekar en geta eytt þrjósku hans og gert honum hægara um vik að ráða eitthvað af. Meðan á þessu stóð, hefur Felix frændi pantað herbergi fyrir Maríon hjá Krummaker. En hún verður kyr á Mylnubæ. — Þú gætir hvílt þig um stund uppi í herberginu mínu, segir Kristín. .— Eins og stendur, hef ég enga ró í mínum beinum, barnið mitt. Það dimmir. Þau sitja og bíða. Alltaf þegir síminn. Selma ber kvöldmatinn þegjandi á borð. En enginn hefur lyst á neinu. ÞEGAR uppskeruhátíðin stendur sem hæst í veizluprýddri veitingastofu Krummakers, kemur Goritsky þjótandi á harðaspretti gegnum þorpið. f garði sínum hefur veitingamaðurinn komið fyrir gríðarmikilli flugeldasýningu, og fyrsta eldflaugin fer upp í sömu svif- um sem Goritsky kemur auga á gömlu mylnuna. Þarna stendur Mylnubær, friðsæll og fagur, í glampandi tunglskininu, þar er hvergi Ijós í glugga, nema í eldhús- inu, stóru dagstofunni og uppi í þak- herbergi Marteins. Marteinn liggur uppi í rúmi sínu með lokuð augu, og bíður tækifæris að kveðja Kristínu. Öðru hvoru heyrir hann þau ræða rólega saman niðri í stofunni, malarann, Kristínu og Maríon Gaspadi. Hann krossleggur handleggina á brjósti sér. Dregur andann ótt og þungt, og hugurinn hvarflar í sífellu til rauðu auglýsingarinnar, sem yfir- völdin hafa fest upp hvarvetna í Spessarhéraði. Hættulegur morðingi! Enginn getur afsannað þá sök, er óskiljanleg örlög hafa lagt honum á herðar. Enginn dómari, hvorki jarð- neskur né himneskur, getur sýknað hann. Þá heyrist létt fótatak frammi á stigapallinum og rétt á eftir niðurbælt kjökur. Marteinn hrekkur við og rís upp við dogg. Hurðin fram undan hon- um opnast örhægt og Hanna litla smeyg- ir sér inn um gættina. Litla andlitið hennar er alvott af tárum. Marteinn setzt framan á rúmstokkinn. — Hvað er að þér, Hanna mín? — Mér leiðist svo, kjökrar Hanna. Rödd hennar ætlar að kafna í gráti. — Komdu hingað, Hanna mín, segir Marteinn. Hann leggur handlegginn um herðar telpunni og reynir að hugga hana. — Nú fær þú bráðum brúðuna þína. Hann fyllist meðaumkun, þrýstir litlu stúlkunni að sér og strýkur um brúnt, tjásulegt hár hennar. Mikið Sjá næstu síðu. VAXBRIiÐAiNi Að þessu sinni ætlum við að bregða út af venj- unni. Hingað til hafa að- eins verið kynntar í þess- um þætti þær kvikmynd- ir, sem væntanlegar eru til sýningar hér á landi innan skamms, en nú munum við ræða um sænska mynd, er mikla, og ef til vill verðskuld- aða, athygli hefur vakið erlendis. Myndinni er stjórnað af Arne Mattson, Lasse Forsell samdi handrit og orti ljóð við aðallag mynd- arinnar, en það kompón- eraði danski jassleikarinn, Ulrik Neumann. Eva Seeberg aðstoðaði við sviðssetningar. Enda þótt aðalhlut- verkin séu tvö, er ekki um að ræða nema eina höfuðpersónu, næturvörð nokkurn. Hitt hlutverkið er vaxbrúðan. Næturvörðurinn er einn af þessum innhverfu mönnum, sem einmana- kenndin er lifandi að drepa. Og eitt sinn, þegar honum verður reikað um sali stórverzlunar þ,eirr- ar, sem hann gætir á næt- urnar, fyllist hann með- aumkun með Gínu, vax- brúðunni, er dottið hefur á gólf verzlunarinnar og handleggsbrotnað. Hlutverk næturvarðar- ins er leikið af Per Osc- arsson, sem hefur getið sér gott orð innan leikara- stéttarinnar. Ferill hans er nokkuð furðulegur; hann hefur verið í ofsa- trúarsöfnuði nokkrum, er afneitar að taka þátt í styrjöldum, en hann snéri við honum baki, þegar hann tók að leika. f þessu sambandi er haft eftir honum; „Margur bjargast fyrir trúna, en illvirki eru stundum gerð í guðs nafni. Vinnan kemur í stað trúarinnar, við verð- um að vinna til þess að öðlast frið í sálu okkar. En vinnan er líka þröng- ur vegur til að feta sig áfram eftir.“ Per Oscarsson er 34 ára gamall, enda þótt hann líti út sem tvítugur væri. Hann berst með oddi og eggju mót kjarnorku- sprengjum, dauðarefsingu, þrælahaldi og hervæð- ingu. Meðaumkun hans til vaxbrúðunnar verður meira en meðaumkun. Einn hélugráan morgun, þegar enginn er á ferli, laumast hann heim með hand- leggsbrotn^ gínuna . . . í hlutverki næturvarð- arins þykir hann hafa staðið sig með prýði og róma gagnrýnendur leik hans mjög. Meðaumkun hans til vaxbrúðunnar verður meira en meðaumkun, einn hélugráan morgun, þegar enginn er á ferli, laumast hann heim með handleggsbrotna gínuna. Hann hlynnir að henni, og svo langt verður hann leiddur í blekkingunni, að hann fer að elska hana, elska hana af öllum lífs og sálar kröftum. Og gleði hans verður ekki með orðum lýst, þegar hann sér eitt kveldið, að hún rís upp úr rúminu og tiplar á sínum háu hæl- um um herbergið hans. Næstu nótt stelur hann demantsfesti í búðinni þar sem hann starfar og leggur hana um háls ást- meyjar sinnar. Nætur- vörðurinn hefur gengið af vitinu. Hvernig skal túlka þessa mynd? Það ætlum við að láta væntanlegum áhorfendUm eftir, en við ráðleggjum ekki nema andlega heilbrigðu fólki að sjá hana þegar þar að kemur. FÁLKINN 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.