Fálkinn


Fálkinn - 20.03.1963, Blaðsíða 4

Fálkinn - 20.03.1963, Blaðsíða 4
Ef þið eruð að hugsa um hatta fyrir vorið skuluð Þið athuga þennan vel. Hann er ofinn úr silkiböndum og stílinn getum við kallað geimfarastíl. og línunum á Eiginmaður nokkur fór að trúa því í alvöru að kona hans væri hugsanalesari, því að hún gat sagt honum, þegar hann kom heim af skrif- stofunni, hvað hann og vinnufélagar hans höfðu verið að ræða um í vinnutímanum. Lengi vel fékk hann ekkert að vita, hvernig hún færi að þessu. En allur galdurinn var sá, að hún lagði pappírsmiða með matarpakkanum hans, og þegar hann kom heim með tóman kass- ann, gat hún auðveldlega ráðið það af krassinu þessum miða, um hvað hefði verið rætt í Kaliforníu er skylda að setja upp viðvör- unarmerki ef gildrur eru settar fyrir mýs. í Minnesota er óheimilt að hengja upp á sömu snúru karlmanns og kvenmannsnærföt. í Indiana eru lög sem banna mönnum að ferðast með almenningsvögnum í fjóra tíma eftir að þeir hafa neytt hvítlauks. Við hjónavígslu í Argentínu gagnrýndi prest- urinn brúðina fyrir hvað hún væri í flegnum kjól. Brúðguminn sló prestinn þegar niður og það varð að fá annan prest til að ljúka við athöfnina. Franskur fjárbóndi fékk veður af að ekið hafði verið á nokkrar kindur hans að kvöldlagi á heimleið þeirra úr beitar- haganum. Hann keypti sér þess vegna talsvert magn af hinum margumræddu „kattaraugum" og setti á horn kindanna. Eftir það var ekki ein einasta kind ekin niður. Franska umferðarlögreglan hugleið- ir nú hvort ekki beri að skylda aðra fjár- bændur til að gera slíkt hið sama. 4 FALKINN Kímni í frásagnar- máta einkenndi ekki sögur Hemingways, en kátur gat hann nú samt verið á stundum. Langt er síðan, að þeir í Ameríkunni tóku að safna kátlegum og skrítnum athugasemd- um, sem hann hafði sagt á glaðri stund. Hér er ein slík ur fisk og skáldskap: — Allir rithöfundar ættu að borða mikinn fisk, því að trosið inniheldur fosfór og hefur hressandi áhrif á heilasellurnar. Nokkrum rithöfundum nægir að snæða sardínur en aðr- ir verða að gleypa í sig heilan hval. ★ Randolph Churchill er kunnur blaðamaður í heimalandi sínu, Eng landi. Fyrir nokkru lét hann orð falla um Fleet Street. Blaða- mannastéttin fékk margar sneiðar, en þó mun þessi vera verst: ■—- Faðir minn sagði eitt sinn við mig: Þú skalt standa upp og segja þína skoðun hreinskilningslega, — en annars halda kjafti. Þessu boðorði hef ég síðan fylgt, og ég vildi óska að blöðin í Fleet Street gerðu eins. ★ Frú Skráargat, Lou- ella Parson, er ekkert sérlega vinsæl í henni Hollýwood en þó eru þeir til, sem hlýða hennar ráðum eða halla sér upp að henn- ar digra barmi. Fyrir rúmlega ári, sagðist hún hafa fengið bréf, sem hér fer á eftir frá Charles Chaplin yngra. Sagðist frúin aldrei hafa fengið jafn átakan- legt bréf. Snepillinn hljóðaði svo: — Ég skrifa yður frá taugahæli, þar sem ég var lagður inn til lækninga. Þér vitið, að eftir að ég lenti í bílslysinu, sem var því að kenna að ég var ölvaður við stýrið, var ég skyldaður af réttinum til þess að ráða bót á áfengisneyzlu minni, og leggjast inn á tauga- hæli í þurrkví. Ég óska þess af heilum hug, að faðir minn, sem er einn af mestu leikurum heimsins, bíði aldrei tjón á þeim hneykslum, sem ég veld. Þessi meðhöndlun hér er ógurleg. Ég var djúpt sokkinn. Nú er ég hræddur, og ég spyr sjálfan mig í angist: Verð ég heill heilsu. Frú Parson, þér verðið að fullvissa mig um að ég eigi ennþá vini. Trúið á mig, hjálpið mér, biðjið fyrir mér. Svo mörg voru þau orð, enda ku þeir vera pennaliprir, leikararnir í Hollýwood.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.