Fálkinn


Fálkinn - 20.03.1963, Blaðsíða 6

Fálkinn - 20.03.1963, Blaðsíða 6
— Ertu viss um, að þú hafir borið rétt fram það sem þú pantaðir? — Hversu lengi sögðust þér hafa verið húsgagnasmiður. — Þessi dagskrá f sjónvarpinu er stöðugt að versna. — Þú skalt ekki hafa neinar áhyggjur af vinnunnl... allt starfsfólkið á skrifstofunni mun vinna verk þín, strax og við getum komizt að því hvað það eiginlega var sem þú gerðir. Maðurinn, sem aldrei er við. Kæri ritstjóri. — Ég er gamall maður, sem alla ævi hef unnið hörðum höndum, mokað skít og slori, og oftast nær lagt mér tros til munns. Ég þakka guði fyrir, að ég hef verið heilsuhraustur svona mestan hluta ævinnar, en upp á síðkastið hef ég nokkuð stundað lækna og hef ekkert nema gott af þeim að segja. Jæja, ég ætla nú ekki að fara að raupa neitt eða gorta, en aldrei hef ég þegið af sveit eins og nú virðist komið í tízku hjá fólki, sem ekki nennir að vinna ærlegt hand- tak og lifir auk þess af víxl- um, sem falla á ábyrgðar- mennina. Ég þurfti um dag- inn, að leita til ákveðins manns, — ég tek fram hann vinnur ekki á opinberri skrif- stofu. Hann var ekki við. Ég kom aftur næsta dag og enn var hann ekki við og þannig gekk alla vikuna út og aldrei náði ég í skottið á honum. Loks fékk ég að vita að hann tæki ekki á móti nema ákveðnum mönnum. Og fyrir náð fékk ég að tala við hann, og auðvitað varð erindi mínu hafnað... , U. Svar: Þeir sem þykjast háir lierrar, setja sig oft á háan liest. Sameiginlegur hiti. Kæra pósthólf. — Ég ætla síður en svo að fara gera þetta að hitamáli, þótt það sé hitamál í sjálfu sér. Þegar ég fluttist í borgina fyrir nokkrum árum, þá keypti ég mér íbúð í blokk. Sem betur fer lentum við í húsi með sæmilega siðuðu og prúðu fólki, t. d. fer enginn upp stigann, nema þurrka vel af sér, og konurnar eru yfirleitt ánægðar með verkaskipting- una, þvottahúsið og allt það dót. En við hjónin erum ákaf- lega óánægð með hvernig hitanum er deilt niður. Finnst ykkur nokkuð réttlæti í því, að maður sem býr í miðri blokk, borgi jafnmikið í hita- kostnað og sá, sem býr í end- anum? Það hlýtur óneitan- lega að fara meira vatn í leiðslur hjá þeim, sem búa út til endanna og þar sem eru þrír útveggir. Okkur hjónun- um kom í hug að skrifa ykk- ur út af þessu og stinga upp á því, að þið birtuð bréfið í pósthólfinu ásamt tillögu okk- ar um, að sér hitamælum verði komið upp í hverri íbúð, svo að hitakostnaðurinn skipt- ist jafnt niður. H. J. Vonandi sjá nú lijónin bréfiö hér. Leiðrétting. í viðtali við Felix Jónsson yfirtollvörð gerði prentvillu- púkinn okkur slæma grikki. Þar sem til að mynda er verið að tala um togaraveru Felixar átti að standa, að hann hefði verið eitt ár á Jóni forseta, en ekki fjögur ár. Þá hefur fallið niður kafli um dvöl Felixar í Þýzkalandi, er hann starfaði við smíði fiskverkunartækja hjá fyrir- tækinu Baader í Lúbeck. Meðan Felix starfaði í Aberdeen, en þar var hann þrjár vertíðir, bað skozkur maður, Mr. Rowtn, hann að koma með sér til íslands til þess að selja flatnings- og hausunarvélar frá Baaders. í þessari söluferð samdist um tvær vélar. Gísli J. John- sen í Vestmannaeyjum keypti aðra, en togaraeigendur í Reykjavík tóku hina til reynslu. Veturinn 1926—27 dvaldist Felix svo í Lúbeck hjá fyrirtækinu Baader við smíði á þessum fiskverkunar- vélum og kynnti sér um leið allt viðhald þeirra, því að ætlunin var, að hann yrði starfsmaður verksmiðjunnar á íslandi. Vorið 1927 hélt hann svo heim til íslands ásamt öðrum eiganda verksmiðjunnar, Herr Heckel og höfðu þeir vélarn- ar meðferðis. Þeir fóru til Vestmannaeyja og settu nið- ur vélina, sem Gísli Johnsen hafði keypt, en héldu að því búnu til Reykjavíkur og settu hina niður í b. v. Skallagrím. Fóru síðan reynsluferð með togaranum, en þar kom í ljós, að við þær aðstæður, upp- fyllti vélin ekki þær vonir, sem menn höfðu bundið við hana. í síðari hluta greinarinnar eru nokkrar prentvillur, t. d. nokkrir sjómenn, á að vera norskir sjómenn, og höggva sundur átti að vera höggva stundum. Þá misritaðist nafn Felixar í fyrirsögn og efnisyfirliti og biður Fálkinn hlutaðeigandi FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.