Fálkinn


Fálkinn - 20.03.1963, Blaðsíða 7

Fálkinn - 20.03.1963, Blaðsíða 7
afsökunar á þessum mistök- um öllum. Jón á StaS skrifar. Kæri Fálki. — Ég sendi þér hér til gamans nokkrar stökur og vona, að þær komi þér að gagni. Það er nú einu sinni svo, að hér í dreifbýl- inu hefur maður minna að gera en þið þarna í þéttbýlinu og þá er maður að hnoða saman vísu og vísu. Að vísu verður það ekki sagt, að þetta sé mikill skáldskapur hjá mér, því að nú hafa hinir vísu menn sagt rímið dautt. En engu að síður er allt í lagi að láta þerta frá sér fara. Er það ekki? Ég vil nú ekki ræða mikið um efnið í blaðinu hjá ykkur. Ég hef alla tíð kunnað vel við Fálkann og er ákveðinn í að gera það áfram. Uppá- haldsefni mitt er að sjálf- sögðu, Vísnasamkeppnin. Verið þið svo sælir. Jón Sigurðsson, Jónssonar, Pálssonar frá Stað. Svör til ýmissa. Til rithöfundarefnis: Nei, okkur er ekki kunnugt um, aö GuOlaugur Rósenkranz liafi ritaO skáldsögu, enda fótt hann hafi lagt görva hönd á margt. Til ferðakonu: ÞaO er engin hætta á feröum, ]>ótt karlmenn fari í geimferöir. Hún þarf ekkert aö óttast um þaö, aö hún þurfi aö sitja heima ógift. Hingaö til hafa flestir geimfarar veriö giftir. Annir í bönkum. Háttvirta Pósthólf. Ég er ekki einn þeirra manna sem gera sér það til dundurs að skrifa nöldurs- þáttum blaðanna um þá lífs- reynslu sem þeir verða fyrir. Að eðlisfari er ég rólyndur maður og ekki fyrir að gagn- rýna aðra. Þó er hér eitt mál, sem mig langar til að skrifa ykkur um. Ég er einn þeirra manna, sem er að byggja hús og þegar maður stendur í slíku eru mörg sporin í bank- ana að greiða víxla. Ég vinn hjá opinberu fyrirtæki og það er leiðinlegt að þurfa alltaf að stelast úr vinnunni í þetta víxlasnatt. Er ekki hægt að finna upp einhvern fljótlegri afgreiðslumáta í bönkunum? Eða er ekki hægt að hafa víxladeildirnar opnar milli 6 og 7 eins og sparisjóðsdeild- irnar? » Víxlamaður. Svar: Við erum ókunnugir af- greiöslumátum bankanna en vonum aö einhver sem liefur meö þessi mál aö gera í þeim stofnunum rekist á þetta bréf og taki þetta mál til athugunar. En sagöist . þú vinna lijá því opinbera...? Hjólreiðar. Pósthólf Fálkans. Hvernig stendur á því, að hjólreiðar eru lítið stundaðar hér. En víða erlendis eru þser í hópi vinsælustu íþrótta- greinanna. Mér vitanlega eru engir hér sem stunda þessa íþróttagrein og er það mjög miður. Ég kynntist þessari skemmtilegu íþrótt talsvert þegar ég dvaldi í Danmörku fyrir tveimur árum síðan, og mér finnst mjög dapurlegt til þess að vita að hún skuli ekki stunduð hér. Hvernig væri að f. S. f. tæki þetta til athug- unar. Hjólhestamaður. Svar: Okkur finnst alveg upplagt aö 1. S. 1. taki þetta mál til athug- unar. Annars voru hjólreiöar eitthvaö stundaöar liér áöur fyrr og m. a. keppt einu sinni á ári um hver væri fljótastur um- hverfis AkrafjalliÖ. Átta fjörutíu og fimm. Þið þarna hjá Fálkanum. Það má vel vera að klukk- ur ykkar gangi svo rétt að þið þurfið aldrei að hringja í ungfrú klukku. Aftur á móti kemur fyrir að ég þarf að gera þetta en það er nú oftast sem fæst lítið út úr slíku því það heyrist sko ekki neitt í ungfrúnni. Samt er mér sagt að eitt „símtal“ við klukkuna séu reiknuð á við þrjú önnur. Er þetta ekki fullmikið. Beglusamur. Svar: Jú, vissulega er þetta full mik- iö en þetta hefur víst staöiö til bóta í fimm eöa sex ár og von- andi tekst aö laga þetta fyrir aldamótin einhvern tíma. En svo eru sumar ungfrúr anzi hógværar og ... Hrútsmerkið (21. marz—20. apríl). Það er rangt af yður að brjóta heilann um hluti, sem þér eigið sennilega aldrei eft.ir að koma nærri. Blandið yður ekki inn í annarra manna deilur. Munið líka, að það er ekki sopið kálið, þótt í ausuna sé komið. Nautsmerkið (21. apríl—-20. maí). Það getur stundum verið gott að haga seglum eftir vindi, en í þessari viku ríður á því að þér séuð hreinskilinn í hvívetna. Ekki ættuð þér að taka gagn- rýni á yður alvarlega. Varið yður á dökkhærðri konu. Tvíburamerkið (21 maí—21. júní). Vissulega hefur yður mikiö áunnizt, en enn er löng leið að settu marki. Þér ættuð að hleypa í yður kjark og vinda yður í verk, sem setið hefur á hakan- um hjá yður. í lok vikunnar bendir allt til þess að þér verðið heppinn í ástamálunum. Krabbamerkið (22. júní—22. júlí). Þér megið til með að rétta öðrum hjálparhönd, enda þótt mjög annríkt sé hjá yður. Það mun borga sig seinna. Þér ættuð ekki að skemmta yður mikið í vikunni, því að stjörnurnar segja, að óþægilegt atvik eigi eftir að koma fyrir yður á skemmtistað bráðlega. Ljónsmerkið (23. júlí—22. ágúst). Látið ekki smámunina hlaupa með skap yðar í gönur. Umfram allt reynið að stilla skap yðar, eink- um þegar ættingjar og samstarfsmenn yðar eiga í hlut. Horfur eru á því að fjárhagurinn rétti við og hver veit, nema þér get.ið afiað yður aukatekna. Jómfrúarmerkið (23. ágúst—22. september). Þetta verður alveg ljómandi vika. Margt skemmti- legt mun gerast. Stjörnurnar segja, að bæði fjárhag- urinn og einkalífið blómgist. Þér munuð kynnast. nýju fólki, sem mun reyna gera yður allt til hæfis sem það getur. Vogarskálamerkið (23. september—22. olctóber). Góðra frétta er að vænta frá persónu nokkurri, sem þér hafið ekki í langan tima haft spurnir af. Nú er farið að taka eftir yður á hinum æðri stöðum og ef til vill munuð þér hækka í launaflokki. Varizt deilur heima fyrir. Sporðdrekamcrkið (23. október—21. nóvember). Vikan einkennist öðru fremur af geipimiklum störf- um, sem hrannast upp og það ríður á því að ljúka þeim á sem skemmstum tíma. Breytingarnar heima fyrir heppnast vel og verður öllum meðlimum fjöl- skyldunnar til gleði. Bogamannsmerkið (22. nóvember— 22. desember). Vandamál nokkurfc, sem upp kemur í vikunni, mun valda yður miklum heilabrotum, en allt mun fara vel, ef þér standið fast á yðar málstað. Þér munuð heyra gleðifregnir frá nákomnum ættingja yðar í vikulok. Steingeitarmcrkið (23. desembcr—20. janúar). Þér ættuð hið fyrsta að leggja drög að föst.um vinnutíma og rjuka ekki úr einu í annað á hvaða tíma sólarhringsins, sem er. Þá munuð þér komast nær takmarkinu og auk þess munuð þér að miklu leyti geta losað yður við þær áhyggjur, sem hafa þjakað yður. Vatnsberamerlcið (21. janúar—19. febrúar). Deilur í einkalífinu munu valda yður miklum óþæg- indum í þessari viku, en þér ættuð ekki að taka þær of hátíðlega og rcynið fyrir alla muni að koma fram af sáttfýsi og alúð. Fjárhagurinn er þröngur, en líkur eru á því að hann lagist. Fiskamerkið (20. febrúar—20. marz). Það er mikill Ijóður á fari yðar, að þér eruð ákaf- lega mislyndur og bitnar það ekki hvað sízt á vinnu- félögum yðar. Þér ættuð að reyna að stilla yður. því að þá er enginn vafi á því, að samkomulagið á vinnustað batnar að mun. FALKINN 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.