Fálkinn


Fálkinn - 20.03.1963, Blaðsíða 8

Fálkinn - 20.03.1963, Blaðsíða 8
Síðastliðið haust heimsótti danski rithöfundurinn Willy Breinholst ísland í boði Flugfélags íslands. Hann hefur meðal annars ritað heilmikið um Norð- urlöndin á fjórum þjóðtungum, og nú er röðin komin að íslandi, sem næsta bók hans mun m. a. fjalla um. Ef sú bók verður jafn víðlesin og „Scandina- vian Vikings of today!“ mun ísland verða umræðuefni fólks um allan heim, þar eð stærsta fréttastofa heims, Assoeiated Press, hefur einmitt nú feng- ið leyfi höfundarins til þess að birta kafla úr skrifum hans um Víkingana í meira en 5000 blöðum um allan heim, sem afla sér efnis frá AP, og munu TEXTI □□ MYND: ANDERB NYBDRE. TEIKNING: LEDN lesendur þessara blaða vera nálægt 500 milljónir. Þetta er fyrsta för Breinholst til ís- lands, og ein af ástæðunum til þess, að ég tók að mér að sýna honum landið var sú, að hann ætlaði að afla sér efnis í kafla í bækling minn, „Welcome to Iceland“, en þar að auki viða að sér efni í bók sína um Norðurlönd. Enda þótt þetta væri mín fjórða ferð til sögueyjunnar, þá varð einmitt þessi mér minnisstæðari en hinar fyrri. Ég ætla að skjóta því hér inn í, að Breinholst er dálítið sérstæður, jafnfrægur og hann er fyrir kímnigáfu sína. Hann hefur sérlega fágaða kímnigáfu, hann er mjög „þurr“, talar ekki mikið — en þegar hann segir eitthvað þá kem- ur kímnigáfan, sem setur svip sinn á bækur hans, fljótlega í Ijós. Flestir Danir eru á þeirri skoðun, að ísland sé á hjara veraldar og maður þurfi að vinna til þess að komast þang- að, og jafnvel Breinholst var mjög hrif- inn af því að geta setzt upp í flugvél á Kastrup flugvelli að kvöldi dags og drekka „asna“, snæða humar og fá sér snúning á veitingahúsi í Reykjavík sama kvöldið. Við komum til íslands á laugardagskvöldi, og sunnudaginn notuðum við til hvíldar og söfnuðum kröftum fyrir vikuna, sem í hönd fór. Fullir áhuga hófum við að kynna okk- ur átmenningu íslendinga, og þann dag- inn komumst við yfir að borða sviðin lambshöfuð, hangikjöt, harðfisk, hákarl og að auki skyr og vöfflur með rjóma! Hið síðasttalda vakti svo mikinn áhuga Breinholst, að ég varð að fresta nokkr- um viðtölum, vegna þess að við fund- um hann ekki — hann hafði laumast niður í Austurstræti til þess að borða Við kunnum strax vel við okkur hjá hinum rausnarlegu gestgjöfum okkar í Neskaupstað ... Breinholst talaði svo mikið inn ízlenzkar vöfflur með rjóma, að mig langaði mest til að... 8 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.