Fálkinn


Fálkinn - 20.03.1963, Blaðsíða 9

Fálkinn - 20.03.1963, Blaðsíða 9
vöfflur! HvaS við kemur hákarlinum, þá sagði danska blaðið AKTUELT, að þegar ég hafði boðið Breinholst þennan sterklyktandi sérrétt, hafi hann lyktað af honum og sagt: Mig hefur aldrei grunað, að nokkur fiskur þjáðist svona hræðilega af fótraka! Okkur tókst einnig að komast í kynni við hinn svokallaða „svarta dauða“, þótt Breinholst geðjaðist ekki að hon- um. Hann kaus heldur koníak. Eftirfar- andi sögu lét Breinholst hafa eftir sér í vikublaðinu Hjemmet um áfengissölu á íslandi: ,,Á miðvikudögum er vín- bann á íslandi, og það sem ekki sést, skaðar ekki. Þegar ég, einmitt á mið- vikudegi, var staddur á veitingahúsi í Reykjavík, bað ég um koníak með kaff- inu, og var mér fært það kyrfilega falið í rjómakönnu. Ég var í hálfgerð- um vandræðum með, hvernig ég ætti að meðhöndla koníak, sem borið væri fram á þennan hátt. Átti ég að drekka það úr rjómakönnunni, eða hella því í kaffið? Ég valdi síðari kostinn. Þjónn- inn flýtti sér þó að koma í veg fyrir þetta tiltæki mitt — nei, þetta megið þér ekki gera! sagði hann lágt. Ég hellti dálitlu af brennivíni út í kaffið!“ Fyrrihluta mánudags hófst okkar raunverulega ferðaáætlun, sem gerð var af Sveini Sæmundssyni, blaðafull- trúa Flugfélags íslands, og hann stakk upp á því, að við skyldum bregða okk- ur til Vestmannaeyja. Þetta var frávik frá áætlun okkar. Við lágum í sólbaði er okkur bárust þessar fréttir. Flug- vélin átti að fara eftir 7 mínútur, en okkur tókst samt að ná henni — enda þótt við værum dálítið votir á bak við eyrun er við stigum upp í! Vestmanna- eyjar voru baðaðar í sólskini og blöstu við okkur í sínu fegursta skarti. Að sjálfsögðu heimsóttum við ýmsar fisk- vinnslustöðvar og við tókum einnig margar ljósmyndir, þar eð Breinholst hafði ákveðið að skrifa sérstaka grein um Vestmannaeyjar m. a. fyrir norska blaðið VI MENN. Við höfðum hlakkað til þess að fá reglulegan góðan fiskrétt til hádegisverðar í þessari veiðistöð, en við urðum fyrir dálitlum vonbrigðum með það, sem hótelið á staðnum hafði á boðstólum. Það bætti ekki úr skák, að með fiskinum var borið fram eitt- hvað, sem bragðaðist eins og síldarlýsi — og Breinholst hélt því fram, að það væri brætt smjör! Hann sagði, að hann hefði ekki fengið neitt þessu líkt síðan hann fyrir stuttu snæddi með borgarstjóranum í japönsku borginni Kyoto, niðursoðna kálmaðka, sem „syntu og busluðu í soði af súrum hráka og hnakkaspiki af gömlum feit- um shintu-prestum!“ Seinnihluta dagsins ókum við í leigubifreið um eyjuna. Bílstjórinn kunni frá ýmsu skemmtilegu að segja frá þjóðhátíð eyjarskeggja í ágúst. Hann sýndi okkur allt markvert, og síðar fengum við tækifæri til þess að sigla í kringum eyjuna á fiskibát. Þetta var skemmtilegur og viðburðaríkur dagur. Þriðja daginn fórum við í þessa venjulegu ferð til Gullfoss og Geysis. Veðrið var leiðinlegt, mikil rigning, og þess vegna fengum við ekki rétta hug- mynd um ágæti þessara merkisstaða. Við snæddum við Geysi — er við höfð- um hellt fimm kílóum af sápu í lítinn hver, og þannig komið honum til þess að gefa frá sér smávegis hóstakjöltur. Á reikningnum fyrir hádegsverðinn stóð þess vegna: „2 súpur, 2 lamba- steikur, 2 pilsnerar og 5 kg. græn- sápa!“ Breinholst stakk á sig reikningn- um og hafði orð á því, að gaman væri að eiga hann, ef einhverjum dytti í hug Meðan Breinholst dvaldist á íslandi óttaðist hann stöðugt, að Hekla mundi láta frá sér heyra. að inna tíðinda af hreinlætismálum á Islandi: — Þarna sérðu, hversu vand- lega maður þvær sér eftir matinn þarna uppi! Á leiðinni austur að Geysi stönzuð- um við andartak fyrir utan hvíta húsið hans Laxness, og Breinholst virti það fyrir sér fullur lotningar og áhuga. „Nú hlýtur þú að láta í minni pokann,“ sagði ég í stríðnistón. „Nei, alls ekki,“ sagði hann fljótmæltur, „ég hef lesið allar bækur Laxness, en hann hefur varla lesið nokkra af mínum! Og þó hef ég skrifað helmingi fleiri en hann!“ Á heimleið frá Geysi var komið við í Hveragerði, og þar borðuðum við hverabrauð, skoðuðum gróðurhús og bananaræktun. Andstæðurnar milli ósnortinnar Framh. á bls. 28. íslenzkur matur er vel tilbúinn og næringarmikill. Brein- holst þyngdist um 10 pund á 9 dögum. — Bara að það hefði verið öfugt, stundi hann. „ .. . Það vottast hér með, að íslendingar búa ekki í jarðhús- um úr hrauni og mosa ...“ FALKINN 9

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.