Fálkinn


Fálkinn - 20.03.1963, Blaðsíða 10

Fálkinn - 20.03.1963, Blaðsíða 10
ÞETTA var Coombs líkt; hann varð að velja svona veður til að gera út um málið. Chet Brander hnýtti trefilinn fastar um hálsinn og gróf hanzkaklædd- ar hendurnar í frakkavösunum, en það var engin leið að halda á sér hita í nístandi kuldanum. Stræti borgarinnar virtust ísi lögð, og leigubílarnir skutust fyrir horn með reykjarstróka aftur úr útblástursrörunum. Vindurinn var sker- andi kaldur; Chet hörfaði fyrir hverri hviðu, og freistaðist jafnvel til að hætta við allt saman. En hann hafði ekki efni á því. í kvöld voru reikningsskilin, og hann fýsti að fá aftur í hendurna pen- inga þá, sem höfðu legið svo lengi í vasa Frank Coombs. Þá hafði hann heppnina með sér. Leigubíll staðnæmdist og sælleg kvinna steig út. Hann felldi hana næstum um koll í ákafa sínum að komast í aftur- sætið. Hann sagði ökumanninum núm- erið á húsinu niður við ána, þar sem Coombs bjó, og tíu mínútum síðar sté hann út í veður, sem var jafnvel enn óbærilegra. Hann barðist móti kulda- nepjunni frá ánni upp að húsdyrunum, og var þeirri stund fegnastur, er gler- dyrnar lokuðust á eftir honum.. Það var eitthvað undarlegt við þetta leiguíbúðarhús, ójarðnesk kyrrð. Húsið hafði verið opnað leigjendum fyrir aðeins tveim mánuðum með miklum bægslagangi og lokkandi auglýsingum. En leigjendurnir höfðu ekki látið á sér kræla, rándýrar íbúðirnar stóðu flestar auðar enn. Engu að síður hafði Frank Coombs orðið hrifinn. Hann hafði verið meðal þeirra fyrstu, sem skrifuðu undir leigusamning, og um ekkert minna en toppíbúðina. Chet Brander yggldi sig í lyftunni, meðan hún þaut fram hjá átta lausum íbúðarhæðum á leið til lúxus- íbuðarinnar, sem Coombs hafði leigt fyrir lánsféð. Við dyr toppíbúðarinnar hringdi hann bjöllunni og tautaði: „Dágott!“ Hlýjuna lagði út um dyrnar, þegar Coombs opnaði. Þægileg hlýja frá arni, blandin vínþef og góðvild. Það var Coombs líkt: alltaf sami gestgjafinn, ávallt reiðubúinn að brosa og klappa þér á herðarnar og bjóða þig velkominn, í öllum vinalátunum tekur þú varla eftir höndinni, sem laumast í vasa þinn til að telja innihaldið í veskinu. „Chest- er!“ hrópaði Coombs. „Svei mér fallegt af þér, að líta inn í þessu leiðinda veðri. Gakktu í bæinn, gamli!“ Brander gekk inn og hneppti frá sér 10 FÁLKINN frakkanum um leið og hann fylgdi Coombs eftir inn í skrautlegt anddyrið. Það var vel búið herbergi, eins og Coombs var raunar sjálfur: gljáandi, slétt hárið, nauðarakaðar kinnar, silki- lagður smókingjakki, dýrindis reykjar- pípa. Hann benti með pípunni og sagði: „Jæja, hvað finnst þér, Chet? Held- urðu að þetta fari með mig á hausinn eða hvað? Um leið og ég heyrði um þessa íbúð, var ég ákveðinn .. .“ Brander rumdi. „Það er enginn asi a fólki að flytja inn. Helmingurinn af íbúðunum er auður.“ „Aðeins íbúðirnar á efstu hæðunum; þær kosta líka góðan skilding, eins og þú veizt.“ Hann tók við yfirhöfn gests- ins. „Ég skal hengja þetta upp. Þú vilt kannski fara úr jakkanum? Það er heitt hérna.“ Hann lagði höndina á öxl Branders, sem hristi hana af sér. „Ég verð í honum,“ sagði hann og litaðist um. „Jú, þetta er rúmgott, Frank. Ertu viss um að þú hafir efni á þessu?“ Coombs hló. „Hafðu ekki áhyggjur af Frank gamla. Þegar ég sagði þér, að ég kynni skil á fjárfestingu minni, vissi ég, hvað ég var að tala um. Þú sérð ekki eftir að hafa lánað mér þessa skildinga, Chet, hafðu mín orð fyrir því.“ „Fyrirtækið hefur þá heppnazt?“ Coombs hóstaði. „Við skulum fá okk- ur hressingu, félagi. Ég hef dálítið for- skot.“ „Við getum drukkið seinna. Sjáðu Frank, ég kom hingað í vitlausu veðri í þessu skyni. Þú gafst mér mörg og fögur loforð varðandi þessa peninga, og nú verð ég að vita vissu mína. Er þetta greiðsla eða aðeins látalæti?“ Coombs byrjaði að blanda sér whisky og sóda, en hætti við sódavatnið. Hann hvolfdi í sig úr glasinu í þremur stór- um teygum og sagði: „Það er greiðsla, Chet, eins og ég sagði þér. Áður en þú ferð, gef ég þér ávísun á hvern eyri, sem þú lánaðir mér, að viðbættu . ..“ „Að viðbættu hverju?" Coombs hló aftur, og sté feti framar. „Þú færð að sjá það, Chet, þú sérð það. En komdu, vertu ekki svona fé- gráðugur. Við vorum þó félagar, mundu það. Ég ætla að sýna þér íbúðina . . .“ „Ég sá hana.“ „Þú sást ekki það bezta.“ Hann benti á breiða gluggana, sem tjaldað var fyrir, þykkum gluggatjöldum. „Ég hef hundr- að metra svalir fyrir utan, sem tilheyra mér. Bezta útsýni yfir borgina, sem þú hefur nokkru sinni séð . . .“ Hann skálm- aði að tvöföldum dyrunum, hratt þeim upp á gátt, svo að kuldasúginn lagði um herbergið. „Heyrðu,“ sagði Chet Brander. „Komdu, þér verður ekki kalt. Líttu snöggvast hingað út, gerðu það. Þú hef- ur aldrei á ævinni séð neitt þessu líkt..“ Brander stóð upp. Ljósin á Manhattan skinu skært inn um opnar dyrnar. Það var erfitt að hafna slíkri sjón; borgar- ljós, eins og jarðbundnar stjörnur, höfðu ævinlega haft mikil áhrif á hann. Eins og til að leiða hann í frekari freistni, dró Coombs glaðlega tjöldin frá gluggunum og útsýnið varð enn betra. „Hvað um þetta, ha? Það er dásam- legt, ekki satt?“ Coombs lagði lófann í fangamarkið á smókingnum. „Til hvers eru allir þessir rimlar? spurði Brander. „Gluggarimlarnir?“ tísti Coombs. „Þú þekkir mig, Chet. Aldrei treyst neinum. Innbrotsþjófar eru alltaf að brjótast inn í toppíbúðina, svo að ég lét setja rimla fyrir alla gluggana. Jafnvel hurðin er úr stáli; ég tek enga áhættu. En komdu, gamli!“ Brander gekk út á svalirnar og fann nú ekki lengur til kuldans né heyrði gnauðið í vindinum. Manhattan, upp- ljómuð í öllum regnbogans litum, blasti við sjónum hans. Hann greip andann á lofti. SMASAGA EFTIR HENRY SLESER „Hvað segirðu, Chet?“ skríkti Coombs. „Er þetta lifandi, Chet? Er þetta lífið?" „Já,“ andvarpaði hann. „Horfðu í kringum þig, drengur. Ég ætla að blanda okkur í glas. Líttu bara á þetta, Chet,“ sagði Coombs og gekk aftur inn í herbergið. Chet Brander starði, og var undar- lega órótt innanbrjósts. Hann starði eins og í draumi, unz hann gerði sér ljóst, að hann var frakkalaus og ber- höfðaður úti í mesta frosti, sem mælzt hafði í borginni í sjö ár. Skjálfandi sneri hann að dyrunum að hlýrri íbúð- inni í sama mund og hann sá glottandi andlit Coombs, í sömu andrá og Coombs lokaði svaladyrunum rólega og án asa. „Heyrðu,“ sagði hann og hristi hand- fangið. „Opnaðu, Frank.“ Bak við litla rúðuna í járnhurðinni sá hann glottið hverfa af andliti Coombs en fleðusvipur kom í staðinn. Hann

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.