Fálkinn


Fálkinn - 20.03.1963, Blaðsíða 16

Fálkinn - 20.03.1963, Blaðsíða 16
SMASAGA EFTIR JOHIM IRWIIM Daudinn i BBC JOAN gekk þvert yfir Langham Place. Klukkan á BBC- húsinu sýndi 9.20, er hún fór inn um dyrnar undir klukk- unni og gegnum forstofuna. Hún leit yfir að afgreiðsluborð- inu. Nora hafði látið stuttklippa sig. Varð hún ellilegri eða unglegri við það? Um það var erfitt að dæma við fyrstu sýn. Undarlegt hve störf manna mótuðu andlit þeirra. Tim Phelps líktist hverjum öðrum þul, en nú þegar hann hafði verið dagskrárstjóri í eitt ár, var eins og andlit hans bæri ýmist vott um taugaveiklun eða yfirdrepsmikið bros í fagnaðar- kveðjuskyni. Það hlaut að vera þreytandi að búa með honum. En ef til vill setur hann upp annan svip heima. Hún leit á lyftuörina. Hún sýndi að lyftan var uppi á níundu hæð. Hún þrýsti aftur á hnappinn — lyftan færðist niður á áttundu hæð. Til sjöundu! Og stanzaði. Joan óskaði, að hún hefði eins lykil og þulur útvarpsblaðsins. Hugsa sér það vald, sem maður finndi til við að stinga honum inn! Að snúa honum og vita, að enda þótt sjálfur útvarpsstjórinn biði, myndi lyftustjórinn loka dyrunum og hlýða skipandi kallinu án tafar. Lyftan stanzaði niðri. Nokkrar ræstingakonur komu út, það glamraði í fötum og lyktaði af sápu. — Góðan dag, Frank, sagði Joan við lyftustjórann. Hún minntist kvölds eins fyrir ári síðan. Peter hafði rétt í því sagt henni, að hann elskaði hana. Þau höfðu kysstst og stóðu og horfðu hvort á annað næstum skelkuð á svip, eins og fólk, sem veit, að frá þeirri stundu verður ekkert nokkru sinni hið sama aftur. Frank, lyftustjórinn, hafði barið að dyrum og komið inn, fleygt kvöldblöðunum á skrifborðið og farið út aftur. Þessi hætta — sem þau höfðu með naumindum sloppið frá — hafði gert þau gætnari. A skrifstofunni, þar sem hún starfaði sem einkaritari Peters, höfðu þau fullkominn aga á sjálfum sér. Enda þótt starfsfélagar þeirra gengju út og inn um skrifstofuna í tíma og ótíma, enda þótt þeir væru margir, sem höfðu þekkt þau bæði í mörg ár og myndu fljótt taka eftir hverri breytingu í fari þeirra gagnvart hvort öðru, hversu lítilli sem væri. Já, enda þótt þau væru fals- laus og ákaflega ástfangin, þá vissu þau, að enginn hefði getið sér til þess, að þau voru fastákveðin í, að engum skyldi nokkru sinni takast það. Nema því aðeins að kona Peters skildi við hann, og það mundi hún ekki gera. Þau nutu þess að starfa saman. Dagleg störf, sem fólgin voru í því, að gera samninga, skýra frá fundum, tala við þulina, hreinrita bréf, urðu auðveldari vegna þess, hve vel þau skildu hvort annað. Þau voru þekkt og metin fyrir dugnað við störf sín. Þau mynduðu ágætis lið. Á hverju kvöldi breiddi Joan yfir ritvél sína, og síðan var tóm, unz hún var komin heim í íbúð sína, hafði farið í bað, klæðzt kvöldsloppnum, heyrði lykli hans snúið í skránni og lá í faðmi hans. ÞETTA er yðar hæð, ungfrú, sagði Frank, þegar þungar hurðirnar opnuðust. Hún sá Betty French á ganginu og kallaði á hana. — Ég veit hvað þú vilt, sagði Betty. Handritið að fyrir- 16 FÁLKINN lestrinum um húsagerðarlist. Það ætti að geta verið búið klukkan hálf ellefu. — Það nægir, sagði Joan, um leið og hún opnaði dyrnar. Þulurinn kemur stundarfjórðung yfir tíu. Teiknibólan, sem spjaldið var fest með á dyrnar þeirra, var laus. Hún festi henni betur og hagræddi spjaldinu. PETER HEYWOOD Einkaritari JOAN SELLARS. Hún fann venjulegan haug af pósti á skrifborðinu. Hand- rit frá dönskum blaðamanni, snyrtilega vélritað, og furðu- legast af öllu — hann hafði sent tvö afrit. Bréf frá Radio Times, sem falaðist eftir nánari upplýsingum um nýjan erindaflokk. Aldrei hafði mönnum fyrr dottið nýir flokkar í hug, og jafnvel meðan rætt var um heiti þeirra og hugsan- lega flytjendur, en Radio Times óskaði eftir tæmandi upp- lýsingum um ævisögu hvers fyrirlestrar, helzt ásamt mynd- um. Þeir gætu beðið! Bréf frá D. W. Borgan, þar sem sagði að hann hefði gjarnan viljað halda fyrirlesturinn, en hann væri á förum til Parísar 14. þ. m. Það er að segja, að tími vinnst ekki til segulbandsupptöku. Peter hefur uppi á öðrum hugsaði hún. Spjaldskráin yfir fyrirlestra: Daglegt Iíf í Bandaríkjunum. Erlent bréf til Peters, stimplað: Starfsfólk, einkamál. Joan fleygði bréfunum yfir skrifborð Peters, þegar hann kom inn. Hann brosti meðan hann hengdi hattinn sinn á snaga. Hún furðaði sig aftur á því, hve slétt og skínandi „morgun-andlit“ hans var. Ég hef aldrei séð hann raka sig hugsaði hún. Þau sneru sér að störfum. Stundarfjórðung yfir tíu hringdi síminn. — Það er Mckinley, ástralski húsameistarinn, sagði Joan. Handritin eiga að vera hér klukkan hálf ellefu, og upptöku- herbergið er tekið frá þangað til stundarfjórðung yfir ellefu. McKinley var mjög útitekinn. Stór og stæðilegur um það bil fimmtugur, með þykkt, grátt hár. Hann gekk yfir gólfið — hunzaði lausan stólinn við hliðina á skrifborði Peters — bauð Joan góðan dag, tók í höndina á Peter og sneri síðan baki að þeim báðum og horfði út um gluggann. — Hvaða staður er þetta? spurði hann. Peter gekk til hans út að glugganum. — Það er Portland Place. Við erum í aftasta hluta byggingarinnar. — Falleg hús! sagði McKinley. — Sendiráð og dýrt húsnæði að mestu leyti, sagði Peter. Síðan sýndi hann McKinley auðan húsgrunninn fyrir neðan. Við urðum fyrir einni eða tveimur sprengjum. En þær flýttu fyrir að ryðja grunninn undir stækkun byggingarinnar. — Ég heyri sagt, að þið þurfið ef til vill aldrei á því að halda, þar sem það eigi að reisa nýtt aðsetur fyrir útvarpið í Shepherds Bush. McKinley sneri sér frá glugganum og litaðist um herbergið. Peter og Joan vissu, hver næsta spurning hans yrði. Allir gestir frá útlöndum spurðu að því. Jú, hann hafði séð þær. — Þessar dyr hérna, við hliðina á glugganum? spurði hann. Til hvers eru þær? Þær geta þó ekki verið að neinu?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.