Fálkinn


Fálkinn - 20.03.1963, Blaðsíða 17

Fálkinn - 20.03.1963, Blaðsíða 17
Peter útskýrði, að skrifstofa hans hefði verið þar, þangað til nótt eina, er þýzki flugherinn var yfir Lundúnum, hefði sprengja sundraði skrifstofunni hans og tveimur öðrum næst fyrir neðan. Rústirnar höfðu verið hreinsaðar, og nú deildi hann þessu herbergi, sem hafði verið skrifstofa einkaritara hans, með einkaritara sínum. McKinley gerði sama og allir aðrir. Hann tók í hurðina og sagði brosandi: — Ég myndi líka hafa læst, ef ég hefði skrifstofu á sjöundu hæð. Joan varð hugsað til lykilsins, sem lá í efstu skúffunni í skrifborði hennar. Henni datt í hug, að hún hefði átt að senda hann til húsvarðarins. Betty kom inn með handritin og varð eftir til að tala við Joan, meðan Peters fylgdi Mc- Kinley til upptökuherbergisins. JOAN fór á slaginu eitt, því að hún þurfti að reka nokkur erindi fyrir Peter. Selja ávísun í Barclays Bank, skipta á bók fyrir hann í Times-bókaklúbbnum. Vita hvort þeir ættu eina flösku af whisky handa honum hjá Paganis. Hún stytti sér leið framhjá Bolivar, og er ég beygði inn í Wigmore Street, leit hún við til að ganga úr skugga um, hvort það væri óhætt að fara yfir götuna. Maður nokkur illa klæddur og magur í andliti, brosti til hennar. Hún brosti á móti, því að andlitið kom henni kunnuglega fyrir sjónir, þó að hún gæti ekki komið því fyrir sig. Ef til vill var það barþjónn- inn á George eða The Cock. Hún hraðaði sér niður Wigmore Street, og braut heilann um, hvar hún hefði séð þetta andlit áður. Hún hafði afhent bókina á safninu og beið eftir hinni nýju, þegar henni kom það allt í einu í hug. Það hafði verið um Múnchen-leytið. Peter geymdi tvo pundseðla í skrifborðinu sínu, og þeim var stolið. Hann tilkynnti þjófnaðinn, og einn af sendimönnum hússins var tekinn fyrir þetta og fleiri yfirsjónir. Það var þessi maður! Hún reyndi að muna nafn hans og síðan — er hún kom aftur út á götuna — sá hún hann standa þarna í dyrunum. —- Góðan dag, ungfrú, sagði hann brosandi. Hún tók kveðju hans og gekk áfram. Hann hélt sig við hlið hennar. — Og hvernig hefur hr. Heywood það nú? — Hann hefur enn sömu stöðu, svaraði hún stutt í spuna. En það stöðvaði hana ekki. Hann virtist vera mjög brjóst- umkennanlegur, en var samt svo undarlega öruggur um sig. — Hann er nú kvæntur, heyri ég. — Og þér búið enn i íbúð yðar í Queens Gate. — Hvernig vitið þér það? spurði Joan. — O, ég á öðru hvoru leið um það hverfi. Ég var þar til að mynda í gærkvöldi. Ég var aðeins að fá mér frískt loft, satt að segja helzt til lengi í gærkvöldi! Alveg frá klukkan hálfátta til klukkan stundarfjórðung gengin í tvö í nótt, ef ég á að vera nákvæmur. Joan staðnæmdist. Hún leit á hann og las hatur og sigur- bros í litlum, ódrengilegum augum hans. Peter fór stundarfjórðung yfir eitt! hugsaði hún. Það er ómögulegt! Starf hans! Heimili hans! Sambúð okkar! Allt, sem við höfðum haldið svo vandlega leyndu! — Hvað eigið þér við? spurði hún. — O, ekki neitt, ungfrú, alls ekki. En ég hef verið óhepp- inn — ég vil gjarna byrja alveg aftur að nýju. í Ástralíu kannski. Mér datt í hug, hvort þér eða herra Heywood vilduð ef til vill lána mér fyrir farmiðanum. Kannski hundrað pund? —• Ég skal spyrja hann, sagði Joan. — Ég verð fyrir utan bygginguna klukkan hálf sex„ ef það hentar yður, ungfrú? sagði hann. — Nei, sagði Joan. Ekki þar. — Ég gæti þá komið upp á skrifstofuna — án þess að nokkur sæi — ef það hentar betur. Ég get eins og ekkert sé laumast inn um bakdyrnar án þess að sjást. Ég rata enn um húsið. — Ég get ekki hugsað núna. Hringið til mín klukkan hálfsex, þá skal ég gefa yður svar. Hún flýtti sér burt, og hann horfði á eftir henni með ánægjubros á innfölLnu, órökuðu andlitinu. KLUKKAN var hálftvö, þegar Joan kom aftur á skrifstof- una. Peter var úti að borða. Jafnvel þótt ég ætti hundrað pund, myndi það ekki stöðva hann, hugsaði hún. Þeir halda alltaf áfram! Peter á kannski hundrað pund. Ef ég segi honum þetta, lætur hann þessa litlu rottu fá peningana, og síðan — síðan lifum við bæði í ótta, unz næsta krafa hans kemur. Hvort sem við gerum, hvort sem við borgum honum eða ekki, þá er því nú lokið. Það gæti aldrei orðið það sama framar! Framh. á bls. 38. FÍÍLKINN 17

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.