Fálkinn


Fálkinn - 20.03.1963, Blaðsíða 22

Fálkinn - 20.03.1963, Blaðsíða 22
 Marteinn verður að vera þar sem Kristín er, að öðrum kosti ferst hann. — Herdegen bíður, muldrar hann fyrir munni sér og seilist eftir fata- bögglinum, — komdu þér nú af stað. í fyrramálið verður þú kominn til Tu- bingen og þá fer Herdegen að taka til við rannsóknir sínar og tilraunir. Að hæfilegum tíma liðnum ert þú orðinn heilbrigður og getur snúið hingað að nýju. Það fer hrollur um hann, er hann hugsar lengra. En þá verður Kristín löngu búin að frétta hver þú ert — morðingi! Hvernig mun hún snúast við því, er hún les á rauðu auglýsingunni, að þú hafir myrt tvær ungar stúlkur fyrir tíu árum síðan? KRISTÍN situr við kaffiborðið með foreldrum sínum, þegar Selma kemur inn úr anddyrinu. — Kristín, kallar hún lágt. — Goritsky er kominn. Hann þarf að tala við þig — undir eins. Hann segir það sé áríðandi. Kristín stendur upp og lítur snöggv- ast til föður síns. Hvað? Er Goritsky laus af sjúkrahúsinu? — Já svarar Selma handan úr dyr- unum. — Bæjarstjórinn afgreiddi mál hans í dag. Goritsky á að sleppa með á- minningu fyrir árásina á Barða. En það er alltaf verið að tala um, að Barða verði vikið frá störfum um stundar- sakir. Meðan Selma er að segja þetta, lítur hún ýmist til malarans eða Maríon Gaspadi. Og það fer ekki framhjá henni, að í stofunni ríkir friðsamlegt, jafnvel vinsamlegt andrúmsloft. Goritsky bíður óþolinmóður frammi í eldhúsinu og jafnskótt sem hann heyrir fótatak hennar frammi í gang- inum, stekkur hann upp og hleypur til móts við hana. — Kristín, segir hann. — Hefur þú séð auglýsinguna? — Auglýsinguna? endurtekur hún. — Hvaða auglýsingu? — Rauðu auglýsinguna, sem fest hef- ur verið upp á gaflinn á húsi bæjar- stjórans. — Nei. — Lögreglan lýsir eftir Gerhard Hauser, heldur hann áfram, en þagn- ar þegar hann sér Selmu koma í ljós fyrir aftan Kristínu. Svo lækkar hann róminn. — Hvar getum við talað saman í einrúmi? — Komdu, svarar hún. Fer út úr eld- húsinu, heldur inn eftir ganginum og leggur af stað upp stigann að herbergi Marteins. Goritsky fylgir henni eftir og lokar eldhúsdyrunum að baki sér. — Við verðum að vara hann við, hvísl- ar Kristín æstri röddu. — Er mynd af honum á auglýsingunni? — Já. — Þá vei-ður hann að fara héðan áð- ur en nokkur þekkir hann þar. — Kristín! Hann grípur um handlegg hennar, þegar hún ætlar að halda á- fram upp stigann. Andartak stendur hann, fölur og áhyggjufullur, og starir framan í hana, svipfagra og rjóða í vöngum. Hann er maðurinn, sem hún elskar, hugsar hann dapur í bragði og kennir þó jafnframt sárrar meðaumkunar með henni og líka Marteini sem er þarna uppi. — Ójá, þessum manni, sem hún elskar — og veit ekki einu sinni enn þá, að er hættulegur morðingi. — Lofaðu mér, segir hann og í'eynir að komast framhjá henni í stiganum. — Láttu mig hjálpa honum til að kom- komast á brott héðan. Hún kinkar kolli þakksamlega og held- ur áfram upp stigaþrepin. — Ég kem líka, segir hún. — Læknir einn, sem Vera Orsini þekkir, hefur lofað að taka hann með sér til Túbingen í kvöld og yfirleitt að berjast fyrir málstað hans. Þegar hann hefur fengið minni sitt aft- ur og er orðinn heill heilsu...... Hún heyrir að síminn hringir niðri í dagstofunni, og þagnar. Og ekki eru þau komin upp í litla ganginn fyrir framan herbergi Marteins, þegar dag- stofuhurðinni er hrint upp og rödd mal- arans heyrist eins og þruma út um opn- ar dyrnar: — Flýttu þér, Kristín. Það er símtal við þig frá Frankfurt. Það er Al- freð. Einkasamtal við þig. Kristín varpar öndinni svo lágt, að varla heyrist og snýr aftur niður stig- ann. — Farðu inn til hans og aðvaraðu hann, hvíslar hún að Goritsky. — En láttu hann ekki fara héðan, fyrr en ég er búin að kveðja hann. Síðan flýtir hún sér niður í dagstof- una. Goritsky þreifar sig áfram í myrk- um ganginum, fram að dyrum Marteins. GORITSKY! Marteinn stendur við gluggann þegar hurðin er opnuð fyrir aftan hann og Goritsky gengur inn.Hann kinkar kolli, stutt og kuldalega. Það eru hörkulegir drættir í svip hans, næstum reiðilegir, og Marteinn er við öllu búinn. — Velkominn heim af spítalanum, segir hann. Goritsky stendur langa stund, stein- þegjandi. Hvessir dökku augun á fata- pinkilinn sem liggur í rúminu. Svo virðir hann Martein fyrir sér með skipandi augnaráði. — Þér er nauðsynlegt að fara að komast af stað, Marteinn. Hann reynir að tala rólega og vingjarnlega, en getur þó naumast leynt æsingi þeim, sem er innra með honum. Marteinn stendur kyrr við gluggann. —■ Já, svarar hann eftir langa þögn. — Ég er tilbúinn. Ég er aðeins að bíða færis að kveðja Kristínu. Goritsky felur hendurnar fyrir aftan bak og kreppir þar óstyrka hnefana. Annað munnvikið titrar. — Láttu þér nægja að senda henni kveðjubréf í staðinn, segir hann lágt. Marteinn hreyfir sig ekki. — Kemurðu þá? spyr Goritsky. Enn stendur Marteinn kyrr. — Þú veizt hver ég er? spyr hann allt í einu, og angistin flöktir sem snöggvast í augum hans. Goritsky hneigir höfuðið stuttlega. — Ég sá auglýsinguna fyrir nokkrum mínútum síðan. Lýst eftir Gerhard Hauser. Því næst seilist hann eftir fata- pinklinum í rúmi Marteins og gengur til dyra. — Komdu nú, segir hann. Marteinn fylgir Goritsky eftir, hik- andi skrefum. Án þess að talast orð við frekar, ganga hinir ungu menn niður loftstigann, gegnum anddyrið og út í tunglskinsbjartan garðinn. Þar rétti Goritsky Marteini böggul- inn og þeir halda samhliða út um gamla, hrörlega garðshliðið. Fyrir utan hliðið nemur Marteinn staðar, og nú fyrst er rofin hin drauga- lega þögn, sem ríkt hefur milli þeirra. — Góða ferð, segir Goritsky og réttir fram höndina. Það er allt í einu kominn einhver skjálfandi undirtónn í rödd hans. Hann starir annars hugar á læk- inn, sem rennur gjálfrandi framhjá þeim, rétt við sögunarmylnuna. — Þakka þér, heldur hann áfram hásum rómi. — Þakka þér fyrir að þú lézt til þín taka þarna uppi í veiðikof- anum forðum. Þú bjargaðir lífi mínu þá, Marteinn. Lófar þeirra mætast í hlýju og þéttu handtaki. Síðan leggur Marteinn af stað með fataböggul sinn. Hann er álút- ur og gengur hægt yfir lækjarbrúna. 26. hluti hinnar spennandi framhaldssögu eftir Hans Ulrich Horster, höfund Gahrielu 22 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.