Fálkinn


Fálkinn - 20.03.1963, Blaðsíða 23

Fálkinn - 20.03.1963, Blaðsíða 23
Heldur síðan áfram eftir veginum, sem liggur heim til bústaðar Veru Orsini, uppi í fjallshlíðinni. Goritsky stendur lengi og horfir á eftir honum, síðan snýr hann aftur heim til eldhússins í húsinu Mylnubæ. ER ÞAÐ ALFREÐ spyrja þau Maríon Gaspadi og malarinn hvort í kapp við annað, þegar símasambandið hefur náðst við Frankfurt. Kristín kinkar kolli. Hún hlustar á hina björtu rödd bróður síns í heyrnartólinu. — Halló, Kristín. Það er Alfreð. Hvað ætlar Maríon að vera lengi hjá þeim gamla? Ég var að hugsa hvort ekki væri bezt að ég kæmi til Nestelborn.......Ég er alltaf að ásaka mig fyrir að það skyldi vera mér að kenna, að sá gamli komst að því, að það var Maríon sem þessi bannsett þrjátíu og fimm þúsund voru frá. — Alfreð langar til að koma til Nestelborn, segir hún. Það birtir yfir svip Maríon og hún lítur snöggt til malarans. Látum hann koma, segir Ektern mal- ari hásum rómi. — Ég legg af stað í kvöld! hrópar Alfreð í símann, — þá verð ég kom- inn til Nestelborn snemma í fyrramálið. Kristín endurtekur orð hans við for- eldra sína. En mitt í allri gleðinni verð- ur Maríon alvarleg. — Gott og vel, segir hún svo. — Ég bíð eftir honum. Annað hvort get ég fengið herbergi niðri í veitingahúsinu — eða ég fæ að sofa hér í Mylnubæ í nótt. Malarinn hneigði höfuð sitt rólega til samþykkis. — Það getur þú gert, svar- ar hann með hægð. Alfreð lýkur samtalinu við Kristínu með sínum spjátrungslégu vanavið- kvæðum. — Við sjáumst snemma í fyrramálið, systir góð. Só long! KRISTÍN smeygir sér út úr dagstof- unni við fyrsta tækifæri. Þegar hún gengur fram í ganginn og hraðar sér inn að loftsstiganum, heyrir hún ein- hvern vera að rísla inni í skoti undir stiganum. Hún nemur staðar og kemst þá að raun um að Hanna litla situr þar á hækjum sínum og er að skoða sig í litlum og skemmdum spegli, sem hún hefur reist upp á skemli fyrir framan sig. — Hanna, hrópar Kristín. — Ertu ekki komin í rúmið ennþá? Hvað ertu að gera þarna? — Ég er að spegla mig, segir Hanna glaðlega. — komu og sjáðu sjálf, hvað ég er fín. Sjáðu! Kristínu verður ofurlítið hverft við, er hún sér rauðu kóralfestina, sem hang- ir um hálsinn á barninu. Festina með steinunum sem horfið höfðu úr sápu- dósinni á kommóðunni hennar. — Hvar hefur þú fengið þessa háls- festi? spyr Kristín ströngum rómi. Hanna hniprar sig saman og þegir. — f skúffunni minni, var það ekki? spyr Kristín enn. Það koma grátviprur á andlit telp- unnar. — Ég.......... Ég......... Það glampar svo ljómandi fallega á þá, Kristín. Festin var slitin, hvort sem var, og ég er búin að setja hana saman aftur! Án þess að segja orð, tekur Kristín festina af hálsi barnsins. Hún hefur dregið kórallana snyrtilega upp á band, og í staðinn fyrir lás hefur hún hnýtt svolítinn hnút á bandið. Ó, má ég ekki hafa þessa festi? seg- ir Hanna litla í bænarrómi. En Kristín bandar henni frá sér. — Ég er búin að lofa Veru Orsini að lána henni festina, Hanna mín, svarar hún. — En ég á fáeinar glerperlur, þær máttu eiga. Barnið klappar saman lófunum og gleðin skín úr andliti þess. — Þakka þér fyrir, Kristín. Síðan heldur Kristín áfram upp stig- ann til herbergis Marteins. Nú, ég get látið á mig festina sjálf í bili, hugsar hún. Áður en hún kemst upp úr stiganum, sér hún að herbergið stendur opið og enginn er þar inni. Hún nemur skyndi- lega staðar. — Marteinn! hrópar hún og þýtur niður stigann aftur og út í garðinn. — Marteinn! Það er ekki ein- asta að hún sé hrygg yfir því, að hann skuli hafa farið án þess að kveðja hana, heldur er hún líka hrædd. Hvað hefur komið fyrir. — Marteinn! Eldhúsdyrnar opnast að baki hennar og Goritsky birtist í tunglskininu, hár og herðibreiður. -— Marteinn er farinn segir hann hæglátlega. — Hann bað mig fyrir kveðju til þín. — Farinn? Hún stendur yfirkomin. Augu henn- ar eru full af tárum. — Án þess að kveðja mig, bætir hún við. — Hann ætlar að skrifa þér, segir Goritsky. Þá snýst hún á hæli og hleypur upp á loft. Eftir nokkra stund kemur hún aftur út úr herbergi sínu, þýtur yfir garðinn og áfram í tunglskininu út á veginn, sem liggur heim til Veru Orsini. MARTEINN hefur numið staðar í skógarjaðrinum rétt við hlíðarfótinn. Andartak stendur hann kyrr og starir stjörfum augum á akurreinina sem nær hingað upp að jaðrinum. Honum finnst sem kverkarnar herpist saman og vöknar um augu. Honum verður hugs- að til dagsins, þegar hann hitti Krist- Sjá næstu síðu. 23 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.