Fálkinn


Fálkinn - 20.03.1963, Blaðsíða 24

Fálkinn - 20.03.1963, Blaðsíða 24
RAUÐA FESTIA Framhald af bls. 23. ínu fyrst. Það var hérna .... nákvæm- lega á þessum stað. Hér kom hún hlaupandi á móti honum himinglöð, og hrópaði .... MARTEINN! Hún hafði villzt á honum og öðrum Marteini, daginn þann. Marteini Gor- itsky. — Marteinn! Rödd hennar kvað við úr fjarska. Hann hrekkur við. Svo skilst honum allt í einu, að það er ekki einvörðungu í hugarheimi sem honum finnst hann heyra rödd hennar bergmála. Hún er raunveruleg. Það er hún, sem er að kalla fyrir aftan hann. Hann lítur um öxl og sér þá hvar hún kemur hlaupandi fram með skógarjaðr- inum, ljósklædd og léttfætt. Stundar- korn hverfur hún á bak við nokkur tré, svo kemur hún aftur fram í tungls- Ijósið. Loksins er hún búin að ná honum, vefur örmunum um háls hans og þrýst- ir kossi á varir hans. Eins og leiftur flýgur það gegnum huga hans: Er þetta síðasti fundur okk- ar? Skilnaður um tíma og eilífð? Og hugsunin nístir hjarta hans. Eldfluga þýtur upp í loftið og fyllir geiminn yfir höfðum þeirra rauðu ljósi, — rauðum perlum, er springa, falla til jarðar og leysast upp í ekki neitt. — ÆTLAÐIRÐU virkilega að fara án þess að kveðja mig? spyr Kristín. Vang- ar hennar voru votir af tárum. Marteinn stendur grafkyrr. Spennir greipar á brjósti sér eins og hann hafi krampa. Klemmir augun aftur. Hann vill ekki sjá, hann þorir ekki að sjá það, sem hann hefur nú einmitt fyrir augum: Kóralfestina. Hálfhringur af skínandi rauðum kóralperlum! — Ó, segðu eitthvað, Marteinn, segir hún í bænarrómi. — Hvers vegna seg- irðu ekki neitt. Elskarðu mig þá ekki, Marteinn? Kórallarnir! Það er eins og hendur hans séu reknar áfram af óstöðvandi afli, er þær þreifa sig áfram með hægð að hinum rauðu steinum....... Kristín verður greinilega vör þeirr- ar gerbreytingar, sem orðið hefur á Mar- teini á örfáum augnablikum. Tungl- skinið fellur á andlit hans og hún verð- ur lostin skelfingu, er hún sér hversu fjarrænn hann er á svip, líkt og hann gangi í svefni. Nú lykjast hendur hans um háls hennar. Hann dregur andann þungt og títt. Henni virðist sem Marteinn eigi í hljóðri baráttu við sjálfan sig. Baráttu við ástríðu, sem er að ná tökum á honum. — Marteinn, hvíslar hún blíðlega. Hann heyrir ekki til hennar. Hann sér hana ekki. Hann grípur um kór- alfestina, svo á henni stríkkar, herðir festina að hálsi Kristínar, svo hún á erfitt um andardrátt. — Marteinn! Hún brýzt um til þess að ná andanum. Spyrnir við brjóst honum. Hún reynir að hljóða, en ópið verður að hásu korri í kverkum henn- ar. Sér til ofboðslegrar skelfingar sér hún dýrslega afmyndað andlit hans uppi yfir sér, og um leið verður henni það ægilega ljóst: Hann ætlar að myrða hana! Hún hefur naumlega gert sér fulla grein fyrir þessari staðreynd, er hún heyrir kallað úti í mánabirtu nætur- innar. — Kristín! Þetta er rödd Goritsky. Hún reynir að gegna honum, en nú er viðnáms- þróttur hennar með öllu á þrotum. Án þess að gefa nokkurt hljóð frá sér, láta fæturnir undan líkamsþunga hennar og hún lítur út í hið myrka tóm meðvit- undarleysisins. Framh. í næsta blaði. WILLY BIIEIXliöLST Á elleftu stundu Sá maður er ekki á hverju strái, sem getur rakað sig, reimað skóna sína, drukkið morgunkaffið og bund- ið á sig bindið samtímis. Þetta krefst mikilla hæfileika og margra ára þjálfunar. Harry Vipss gat þó gert þetta allt í einu, enda var honum bráðnauðsynlegt að ljúka þessum störfum eins fljótt og hann gat, því að hann átti aldrei nema fimm mín- útur frá því að hann steig upp úr rúminu til þess tíma sem hann var setztur upp í strætisvagninn á leið- í borgina. Hann hafði aldrei verið neinn morgunhani. Það var vonlaust verk að reyna að vekja hann. Annalísa, konan hans laglega, varð að. þræla samfleytt í tuttugu mínútur á hverj- um morgni, áður en hann rumskaði. Venjulega byrjaði hún á því að láta vekjaraklukku klingja af öllum sín- um krafti við bæði eyru hans. Það var tilgangslaust. Því næst skvetti hún köldu vatni á fésið á honum. Það var líka tilgangslaust. Þá tók hún fram hrafnsfjöðrina og kitlaði hann undir iljunum. — Ha, ha, ha, tísti í honum, og svo dró hann fæturna inn undir sængina og hélt áfram að sofa. En þá fyrst rauk hann upp úr rúminu, þegar hún sótti bakkann með ísmolunum í kæliskápinn og tróð nokkrum ísmolum inn undir náttjakkann hans. Fyrsta spurning hans hljóðaði allt- af eins: — Er sunnudagur í dag? f sex skipti af sjö mögulegum, varð hann fyrir vonbrigðum. En hann hoppaði aftur upp í rúmið og þar lá hann, unz tíminn var svo nærri strætisvagnabrottförinni, að Annalísa varð að draga hann fram úr rúminu og læsa sængurfötin og dýnuna inni í klæðaskáp. — Strætisvagninn fer eftir fimm mínútur. Sjá næstu síðu. FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.