Fálkinn


Fálkinn - 20.03.1963, Blaðsíða 30

Fálkinn - 20.03.1963, Blaðsíða 30
Hrópið í háhýsinn Framhald af bls. 11. hina hræðilegu fjarlægð milli hans og strætisins. „Hjálp!“ hrópaði Chet Brander: „Hjálpið mér.“ Vindurinn bar orð hans burt. Hann æpti aftur, en engin ljós voru í auðum íbúðunum fyrir neðan, og enginn heyrði til hans. „Það heyrist aldrei til mín,“ sagði hann upphátt, og það var kominn kökk- ur í háls hans. „Það vitnast aldrei, að ég sé hérna. ... . “ ★ Hann kannaði svalirnar, hring eftir hring umhverfis toppíbúðina, og leitaði eftir einhverri veilu í virki Coombs. Engin var finnanleg. Fætur hans voru þegar orðnar dofnar; hann gat varla fundið, þegar hann steig í þá. Hann klappaði saman lófunum, og barði sér til að reyna að örva blóðrásina. „Ég verð að vera á hreyfingu,“ taut- aði hann. „Vera á hreyfingu ...“ Hann tók að hlaupa. Hann hljóp hratt, fram og aftur um svalirnar, þangað til hann var orðinn uppgefinn og féll örmagna á kalt steingólfið. „Ég verð að ná í hjálp,“ sagði hann við sjálfan sig. Hann tók að leita ákaft í vösum sín- um. Veskið varð fyrst fyrir höndum hans, en fingurnir fundu varla fyrir leðrinu. Hann horfði sinnuleysislega á það stundarkorn, og fór síðan með það út að múrbrúninni. „Skrifa orðsendingu,“ sagði hann. En jafnframt því, sem hann sagði þetta vongóður, vissi hann, að hann hefði enga lausn fundið. Hann var ekki með neinn penna, ekkert, sem hann gæti notað til að skýra umheiminum neðra frá því, að hann væri fangi í klóm kuld- ans 20 hæðum ofan við strætið. Hann leit á veskið, og fleygði því síðan yfir vegginn. Hann missti þegar sjónar af því, og í hjarta sínu ól hann enga von um björgun. í brjóstvasanum fann hann sígarett- ur og eldspýtur. Hann reyndi að kveikja sér í sígarettu, ákafur í minnsta vott af hita, en vindurinn var ekki á því, að leyfa þann munað. Hann kastaði eld- spýtunum fyrirlitlega frá sér. í hægri jakkavasanum fann hann Blaðið DAGUR er víðlesnasta blaS, sem qefið er út utan Reykja- víkur. BLAÐIÐ DAGUR, Akureyri. Áskriftasími 116 7 lykil. Hann kannaðist ekki við hann, það var ekki hans lykill; hann hafði aldrei séð hann áður. Hann var nærri búinn að fleygja lyklinum frá sér, en hætti við það, þegar hann gerði sér grein fyrir, að þetta væri lykill að íbúð Coombs. Coombs hlaut að hafa laum- að honum í vasa hans. En hvers vegna? Þá vissi hann það. Ef Coombs hefði látið hann fá lykil, gæti hann útskýrt dularfullan dauðdaga Chet Branders. Ef lykill fyndist á frosnu líki hans, mundu allir halda, að hann hefði notað hann til að fara inn í íbúð Coombs, en hefði síðan lokast úti á svölunum vegna eigin fávizku eða óheppni.. . Snjallt! Brander langaði til að hlæja, en andlitsdrættir hans voru stirðnaðir. Ekki nógu snjallt, hugsaði hann, og gerði sig líklegan til að kasta lyklinum út í myrkrið. En hann hætti við það, velti honum í hendinni, og vissi, að enda þótt lykillinn væri honum gagns- laus á svölunum, væri það lykill að hlýjunni, sem var fáeina þumlunga frá honum. Hann gat ekki skilið hann við sig .. . Hann stakk lyklinum í buxnavasann, og gekk að dyrunum. Hann barði þangað til skinnið á hnúunum var orðið aumt og blóðrisa. Þá hné hann niður og kjökraði. Er hann komst aftur á fætur, kom á hann æði. Andartak hélt hann, að dregið hefði úr kuldanum, að veðrið hefði skyndilega lægt. En það stafaði aðeins af æðinu og örskammri lægð milli byljanna. Þegar hvessti á ný, vakn- aði hann til fullrar vitundar og fylltist enn löngun til að spjara sig. Hann hallaði sér yfir mittisháan vegginn og hrópaði hjálparvana út í nóttina. „Ég er hér,“ stundi hann. „Ó, góður guð! Vitið þið ekki, að ég er hérna?“ Þá datt honum þakið í hug. Það var þak á toppíbúðinni. Ef hann kæmist þangað, kynni hann að finna dyr á aðrar hæðir hússins! Hann tók vasaklút úr buxnavasanum og vafði honum um helauma hægri höndina, sem blæddi úr. Síðan fikraði hann sig varlega meðfram veggnum. Vír slóst í andlit honum. í fyrstu kom hann aðeins við spott- ann. Síðan greip hann vírinn millj dof- inna handanna og kippti í. Vírinn hélt; þetta var sver, sterklegur þráður. Ef hann gæti klifrað upp . .. Hann spennti hvern vöðva líkamans og togaði í. Síðan stökk hann upp og, spyrnti fótunum við veggnum. Stundarkorn gat hann sig hvergi hrært í stöðunni og langaði mest til að gefast upp og deyja fremur en reyna frekar á stirðan, kaldan líkamann. Þá varð honum hugsað til fleðubros Coombs, og hatrið veitti honum styrk. Hann þumlungaði sig hægt upp og vír- inn skarst eins og rakvélarblað í lófa hans. Þetta var kvalræði. Hann fikraði sig ofar og varð litið út í myrkrið. Hann sá ljós borgarinnar, og nú líktust þau fjarlægum logum helvítis. Enn einn þumlung. Enn einn. Hann langaði til að gefa eftir, og njóta þess munaðar að falla, að njóta náðar dauð- ans, en hann hélt áfram. Hann sá móta fyrir þakskegginu. Hann neytti síðustu krafta til að klifra upp eftir vírnum, þó að hné hans drægjust eftir steyptum veggnum, unz ósléttur steinninn hafði rifið föt og skinn hans. Loks komst hann heill á húfi upp á þakbrúnina. Þetta var rúmum þrem metrum fyrir ofan svalirnar, en vindurinn og kuldinn virtust enn hræðilegri þar uppi. Drauga- legar skuggamyndir voru allt umhverfis hann. Sjónvarpsloftnet. Hann deplaði augum til þeirra, eins og þau væru forvitnir áhorfendur. Hann staulaðist um í myrkrinu, þangað til hann fann þakdyr. Handfang varð fyrir, er hann þreifaði um hurð- ina, og hann rak upp fagnaðaróp. En ópið varð að stunu. Dyrnar voru læstar. Hann öskraði og reyndi æðislega við hurðina, en ekki lengi. Hann stakk hendi í buxnavasann og fann lykilinn að toppíbúðinni. „Þú sigrar, Frank,“ reyndi hann að segja upphátt, en varir hans gátu ekki bærzt til að mynda orðin. Hann hélt aftur að þakbrúninni, lim- ir hans voru orðnir tilfinningalausir. Hann hallaði sér upp að stóru loftneti. „Sofnaðu ekki, segja þeir,“ hugsaði hann með kökk í hálsi. Hann fór í könnunarferð um þakið og studdi sig við vírinn. Sléttur, sver og ljós vírinn lá í dofn- um höndum hans, og hann minntist þess, sem vírinn gæti gert. Hann togaði í hann. Hann togaði fastar. Hann togaði af örvæntingu og öllum kröftum. Hann fann fleiri víra, sem lágu frá loftnetunum á þakinu og togaði í þá. Einn þeirra losnaði, en hann var ekki ánægður. Hann reyndi við þá alla, togaði og kippti í, unz hann þóttist fullviss um að árangur erfiðis hans sæist eða kæmi í ljós einhvers staðar fyrir neðan, að honum hefði tekist að gera óvirk einhver þessara skínandi björtu tækja fólksins í hlýju, ágætu íbúðunum í leiguhúsinu við ána ... Hann rak upp hlátur, þar sem hann gekk um vígvöllinn. Og þegar hann gat ekki haldið lengur áfram, féll hann á fætur og reyndi að muna einhverja bæn. Nokkrum mínútum síðar kviknaði ljós á þakinu. „Heyrðu, sjáðu þetta,“ heyrði hann einhvern segja. „Hlýtur að vera einhvers konar ...“ „Ég hélt, að þetta væri bara vindur- inn . . .“ Hendur snertu hann, hlýjar hend- ur...... „Heyrðu, þessi náungi er illa á sig kominn.......“ „Ég væri ekki hissa, þó að hann frysi til bana hérna úti.....“ 30 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.