Fálkinn


Fálkinn - 20.03.1963, Blaðsíða 37

Fálkinn - 20.03.1963, Blaðsíða 37
FÁLKINN V I K U B L A Ð var hættur aS rigna þegar Hannes Stefánsson lauk frásögn sinni. Eins og háttur er margra þeirra er hlotið hafa herzlu í átökum við Ægi konung, óx honum ekki í augum þessi sögulega heimferð haustið 1916, sem eins og hann sjálfur tók fram, hefði auðveldlega getað endað á þann veg að af henni hefði engin frásögn verið skráð. Sv. S. ÖRLAGADOMUR Framh. af bls. 19. hendur í vösum. Munnur hans var eins og beint strik. — Þú átt eftir að útskýra fyrir mér . . endurtók hann og starði á hana. — Ég sagði þér að umbúðirnar ætti ekki að taka af fyrr en í dag. Hvers vegna hlýddir þú ekki? — Skilurðu ekki, hversu spennt ég var? Ég þorði ekki að trúa því, að þér hefði í raun og veru tekizt aS breyta andliti mínu. — En nú veiztu það? í tveimur löngum skrefum gekk hann fast að henni. — Nú veiztu, að ég hef skapað þig í mynd hinnar látnu eiginkonu minnar. Var það ástæðan til þess, að þú vildir strjúka — rifta samningnum sem við höfðum gert? — Ég fékk mér bara ofurlitla göngu- ferð eftir ströndinni, laug hún. — í fötum konunnar minnar? og með föt hennar í töskuni? Og með peninga? sagði hann háðskur. — Preston sagði mér, að þú hefðir hlaupið frá þessu í óðagoti. En þú ert kannski vön að þiggja án þess að gefa? Hún hörfaði aftur á bak, unz hún fann vegginn nema við bakið. Hann tók fast um handlegg hennar. — Ég hef aldrei gert svona vel heppnaða aðgerð. Þegar ég sá að þú hafðir hár og augu Nellu, vissi ég að mér mundi takast þetta. Hann hélt svo fast um handleggi hennar, að hún kveinkaði sér. — Þú ert úr holdi og blóði, heit og lifandi, hvíslaði hann fast við varir hennar. — Þú gætir verið Nella endur- holdguð. Hún hafði aldrei á ævi sinni verið jafn óttaslegin og nú. Grunur hennar hafði reynst réttur. Hann var geðveik- ur ... — Slepptu mér, hrópaði hún. En hann herti aðeins á takinu. — Ég sleppi þér aldrei. Það er dá- samlegt að lifa aftur. Ég hef skapað nýtt í stað þess, sem ég missti. Héðan í frá ert þú mín. Það var grafarþögn, meðan hún beið eftir orðunum. Loksins komu þau: — Nú skaltu fá að vita hvers ég krefst sem endurgjalds. Þú átt að verða konan mín — í stað Nellu. Framh. í næsta blaði. baby jane Ein þeirra bandarísku mynda, sem mesta athygli hefur vak- ið upp á síðkastið, er án efa Baby Jane. Tvær gamlar og frægar stjörnur leika í mynd- inni og hefði það þótt firnum sæta hér áður fyrr. Þetta eru þær Bette Davis og Joan Crawford. Leikstjóri er Robert Aldrich. Þessar tvær öldruðu kvikmynda- leikkonur leika í Baby Jane, tvær gamlar stjörnur, sem hafa mun- að sinn fífil fegri. Blanche, sem leikin er af Joan Crawford, er lömuð og situr á hjólastól. Hún lenti í bílslysi fyrir mörgum ár- um. Sá orðrómur komst á kreik, að það hefði verið systir hennar, sem kom því þannig fyrir, að hún varð fyrir bíl og slasaðist um það leyti þegar hún var farin að skyggja á barnastjörnuna og syst- ur sína, Baby Jane, er var ljflingur allrar þjóðarinnar skamma hríð. í byrjun myndarinnar taka allt í einu aðdáendabréf að streyma til Blanche. Gömlu myndirnar hennar hafa verið teknar til sýn- ingar í sjónvarpinu. En Baby Jane er sinnisveik. Hún er um fimmtugt en hagar sér í alla staði sem tíu ára væri. Hún er barnastjarna enn, barnastjarna, sem drekkur sér til óbóta, hún er fullorðið barn. En sorgarsaga þessara vesalings systra er ekki þar með sögð. Faðir þeirra, sem hafði lagt óhóflega ást á Baby Jane, er nú fyrir löngu látinn, og Baby Jane verður að dveljast und- ir sama þaki og systir hennar. Blanche, sem veit fullvel, að það, sem systir hennar þarfnast er að komast undir meðhöndlan sál- fræðings. En Baby Jane virðir að vettugi allar ráðagerðir systur sinnar; í hug hennar skjóta upp kollinum hinar furðulegustu hug- myndir. Mynd þessi er um sálfræðileg vandamál, eins og kannski er Ijóst af hinu lauslega rakta efni hennar hér að framan. En til þess að lesendur fái eitthvað fyrir sinn snúð, ef þeir álpast til að lesa þessar línur, þá ætlum við að bæta því hérna við, að Baby Jane á enga sök á lömun systur sinnar. En kvöldið, sem slysið verður, er Baby Jane dauðadrukkin, og þá er henni sagt, að hún sé illa inn- rætt, og hafi valdið óláni systur sinnar. Þessu trúir vesalings stúlkan og bælir niður með sér. En þetta er stærri böggull en hún getur borið. Þetta er að mörgu leyti ágæt mynd og á eftir að slá mörg met hvað aðsókn snertir. Bandaríkja- menn virðast óðum farnir að vanda til kvikmynda sinna og leikstjórar þar munu víst brátt hætta að búa til kúrekamyndir með byssuskotum, kysseríi og hoppsasa. Húrra fyrir því! FÁLKIN N 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.