Fálkinn


Fálkinn - 20.03.1963, Blaðsíða 38

Fálkinn - 20.03.1963, Blaðsíða 38
A UtilegiimaðiBriim Framh. af bls. 29 bónda. Á leiðinni heim til baejar viður- kenndi Þorleifur yfirsjónir sínar fyrir Jóni. Þorleifur sendi munina, sem hann stal um nóttina á Kárastöðum, þangað. Voru þeir að öllu leyti óskemmdir. En ýsunum gat hann auðvitað ekki skilað af eðlilegum ástæðum. Þar var áður frá horfið, að Halldór hreppstjóri var á Brúsastöðum við annan mann til þess að handtaka Þor- leif. Þegar hann var búinn að ræða um stund við heimilisfólkið og sjálfsagt búinn að þiggja góðgerðir, ætlaði hann að ganga að Þorleifi vísum. En hann fannst hvergi, hvernig sem leitað var. Þegar búið var að ganga úr skugga um það, að Þorleifur var hvergi finnanleg- ur, fór hreppstjóri, ásamt Gísla vinnu- manni og Jónasi bónda upp til Öxarár, þar sem lambskrokkurinn hafði fundist. Leituðu þeir þar betur og fundu annan lambskrokk urðaðan með sama hætti.- Hreppstjóri tók skrokkana í sínar vörzl- ur og seldi þá síðan Brandi Árnasyni í Kolgröfum, bónda sárfátækum á einu aumasta koti Þingvallasveitar fyrir 24 skildinga og gærurnar fyrir 4 skildinga. Þegar Halldór hreppstjóri var þess orðinn fullviss, að Þorleifur var strok- inn á braut, var hann ekki í neinum vafa um, að hann væri sá seki. Hann ritaði því sýslumanninum í Árnessýslu Páli Melsted í Hjálmholti í Flóa, um málið og tilkynnti honum jafnframt hvarf Þorleifs. Skömmu síðar fékk Halldór hreppstjóri bréf frá sýslu- manni, þar sem honum var skipað að gera ítarlega leit að Þorleifi. En til þess kom ekki, þar sem Þorleifur var þá fundinn, og hafði hreppstjóri til- kynnt sýslumanni það þegar í stað. Leið svo og beið frameftir hausti, að ýmislegt varð í vegi að koma Þorleifi til Hjálmholts til yfirheyrslu. Tíðar- far var erfitt þetta haust, svo að Hvítá var næstum ófær í hálfan mánuð vegna ísskriðs. En 19. október var svo hafin yfirheyrsla yfir Þorleifi í Hjálmholti. Voru þar auk hans mættir: Halldór hreppstjóri í Hrauntúni, Jónas bóndi á Brúsastöðum, Gísli Daníelsson vinnu- maður í Skógarkoti, Jón Kristjánsson bóndi í Skógarkoti og Tómas bóndi Jónsson á Kárastöðum. 3. Sýslumaðurinn Páll Melsted yfir- heyrði Þorleif og meðgekk hann allt fúslega. Hann sagðist ekki hafa þekkt mark lambanna, sem hann tók, þó kvaðst hann þekkja öll mörk í Þing- vallasveit. Hann kvað því lömbin öll vera utansveitar. Hann minnti, að mark- ið á lambinu undan veturgömlu gimbr- inni hefði verið: hamarsílt hægra, sneitt framan vinstra og biti aftan und- ir. Reyndist þetta vera mark Jóns Norð- fjörð í Þórukoti i Njarðvíkum í Gull- bringusýslu. Hafði gimbrin verið óskila- kind í Þingvallasveit haustið áður. Meðan á réttarhöldunum stóð, sendi 38 sýslumaður Halldór hreppstjóra með Þorleif upp í Þingvallasveit, til þess að freista, hvort ekki fyndist neitt meira af leifunum af lömbunum. Varð þessi leit án árangurs, þrátt fyrir það, að Þorleifur lagði sig allan fram til að finna leifarnar. En leifar af lambinu, er Þorleifur stal meðan hann var í út- legðinni, fundu þeir Jón í Skógarkoti og Tómas á Kárastöðum, og voru þær nær algjörlega uppetnar. En höfuð lambsins fundu þeir ekki, þrátt fyrir það, að Þorleifur leitaði einnig að gjánni, sem hann hélt að hann hefði kastað því í. Þess er vert að geta, að Þingvallar- sveitarmenn báru Þorleifi hið bezta orð fyrir hegðun og framkomu alla áður en hann lenti í þessari óhamingju. Sama gerði sóknarprestur hans, síra Björn Pálsson á Þingvöllum. Þorleifur bar það fyrir rétti, að það hefði verið skortur á viðurværi, sem knúið hefði sig til þess verknaðar. Ákvað sýslumaður svo, að mál yrði höfðað gegn Þorleifi, og var honum skipaður verjandi, Jósef Magnússon stúdent. Lagði hann til í vörninni, að Þorleifur hlyti 15 vandarhagga hýð- ingu. Hinn 28. október 1843 kvað sýslu- maðurinn í Árnessýslu upp dóm yfir Þorleifi. Segir svo í dómsniðurstöðunni: „í tilliti til þessa þjófnaðar, er það hinum ákærða til áfellis, að hann hefur þeim umgetnu lömbum stolið úti á víða- vangi, hvar eigendur ei hafa þau hirt eða geymt, en þótt taka lambanna ei eftir laganna orðum og analogie, geti sem sauðaþjófnaður metist, samt að hann, um næturtíma á Kárastöðum, til að stela þar þeim áður áminnstu mun- um, jafnvel þótt þetta atvik hans, ei geti til innbrotsþjófnaðar heimfærst, þar hann fór inn í snirlaðan bæ, hvar öllum var greið innganga, án þess að hann þar til brúkaði neina þá aðferð, sem tilskipun 11. apríl 1840 tiltekur. Loksins sannar það einnig ákærða til áfellis, að hann hefur svo oft ítrekað þjófnað sinn, og að hann að undan- förnu, eftir sóknarprestsins attesti, heldur ei þótt hafa verið óknytta.“ Einnig eru það málsbætur fyrir Þorleif, að hann Ijúflega og fúslega játaði yfir- sjónir sínar. ,,Af einfeldni og hræðslu við straffi því, er hann hélt sér búið vera fyrir afbrot sitt, leyndist i burtu frá heimili sínu, og þar við teygðist til að stela sumu af því, sem hann nú er ákærður fyrir, og að hann er fákænn mjög, samt ei hafi verið vel, en þótt ei óforsvaranlega haldinn í vist þeirri, sem hann hefur seinast í dvalið.“ Páll Melsted sýslumaður var mildur dómari, sérstaklega, þegar lítilmagnar áttu í hlut. Hann dæmdi Þorleif Erlends- son til að hlýta 27 vandarhöggum og „vera undir pólitístjórnarinnar sérlegu tilsjón í 8 rnánuði." Það er tekið fram í dómsbókinni, að Þorleifur æski ekki eftir að málinu sé áfrýað. Hefur hann því gert sig ánægðan með þennan dóm. Dauðiim í IBISU Framhald af bls. 17. Síminn hringdi. Það var Peter. — Ég er í Bush House, sagði hann. Ég slepp ekki fyrr en klukkan sex. Hún vissi, að hann myndi koma heim til hennar klukkan hálfátta eins og venjulega! Ekkert yrði nokkru sinni framar eins og venjulega. Hún hélt áfram vinnu sinni. Hún vissi varla sjálf hvað hún gerði, en hún vissi, að reynsla hennar myndi koma henni klakklaust fram úr því. Það hlaut að finnast lausn! Það hlaut! Það hlaut! Orðin hljómuðu hærra og hærra í höfði hennar. Reiðin var alveg að kæfa hana. Og síðan varð allt kyrrt og kalt, eins og ókunnur vindur blési um háls hennar. Fingur hennar höfðu slegið alveg vélrænt á ritvélina. Þeir stönzuðu. Hún tók eftir, að þeir þrýstu svo fast á hné hennar, að hana verkj- aði undan þeim. Það er ein lausn, sagði hvíslandi rödd henni. Hann sagði að hann ætlaði að koma upp á skrifstofuna. Hann gæti læðzt inn um bakdyrnar, hann rataði hér um slóðir. Hann hafði ekki verið hér síðan um Miinchen-leytið. Klukkan níu væri bezti tíminn. Klukkan níu, þegar starfsfólkið á daginn væri farið, og næturvaktin væri að borða. Nú hringii' síminn! Klukkan er hálfsex — það er hann. — Ég legg það á skrifborð hr. Hey- woods. Komið klukkan níu í kvöld! HÚN beið. Klukkan hálfsex tæmd- ust skrifstofurnar. Hún beið til klukkan sex. Síðustu bréfin, pósturinn kom og fór. Hún beið. Klukkan var stundar- fjórðung gengin í sjö. Hún yrði að vera komin heim á réttum tíma til að bjóða Peter velkominn eins og venjulega. Eins og venjulega------- Hún stóð upp frá skrifborði sínu. Það var dimmt úti. Hún dró glugga- tjöldin fyrir, svo að þau hyldu glugg- ann. Síðan læddist hún til dyra og tók spjaldið sem fest var utan á hurðina, eftir að hafa fyrst fullvissað sig um, að enginn sæi til hennar. Hún gekk yfir gólfið og festi spjaldið þar, sem það hafði verið áður: á dyrnar við gluggann. Hún setti á sig hanzkana, tók lykilinn úr skúffunni og lauk upp dyrunum. Hún lagði lykilinn aftur í skúffuna, og eftir að hafa að lokum skimað í kringum sig, gekk hún út í þeirri vissu, að hún myndi von bráðar sjá Peter eins og venjulega. ÞAÐ var kyrrð og myrkur í gangin- um. Og þannig yrði það, þangað til ræstingarkonurnar kæmu snemma í fyrramálið. Joan ætlaði að stilla vekj- araklukkuna sína klukkan sex. Þá veitt- ist henni nægur tími til að laumast inn án þess að sjást, læsa dyrunum og koma nafnspjaldinu aftur fyrir á sinn venjulega stað------- FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.