Fálkinn


Fálkinn - 27.03.1963, Blaðsíða 7

Fálkinn - 27.03.1963, Blaðsíða 7
ekki nema skiljanlegt. Getið þið ekki gefið okkur einhver ráð um þessi mál. Hvernig væri að stofna klúbb um þetta mál þar sem við mund- um vera undir handleiðslu einhverra fullorðinna. Tveir siglingamenn. Svar: Viö getum glatt tvo siglinga- menn á því aö þessi mál eru í atliugun hjá Æskulýösráöi. Þeir eru aö fara af staö meö siglinga- klúbb og viö ráöleggjum ykkur aö hafa samband viö þá hiö allra fyrsta. Um myndasamkeppni. Kæri Fálki. Ég sá nýlega bréf í baðinu þar sem lagt var til að blaðið efndi til samkeppni með_al* lesenda á myndskreytingu. Ég er málinu mjög hlynntur og of satt skal segja var mér að detta í hug að taka þátt í þessari keppni. Ég fæst lítils háttar við að teikna myndir. Hvernig væri ef þið birtuð smásögu eftir einhvern ís- lenzkan höfund og efnduð til samkeppni um myndskreyt- ingu á henni. En eins og ég sagði áðan þá er það mín einlæga ósk að, af þessu máli geti orðið. Teiknari. Svar: Viö viljum minna á fyrri bréf um þessi efni og endurtaka þaö sem við sögöum þá: AÖ þessi mál eru öll í athugun. Um fólk í bíó. Pósthólf Fálkans. Ég er svolítið reiður núna •og þess vegna ætla ég að skrifa ykkur. Ég fór í bíó um daginn og varð fyrir þeim skolla að yfir mig rigndi alls konar dóti. (Ég sat niðri). Þessu kunni ég að sjálfsögðu illa og svo lauk þessu máli að ég fór áður en sýningin var úti. Mér finnst svona nokkuð ekki hægt. B. J. .Svar: Heföum viö veriö í þínum sporum þá heföum viö látiö starfsfólkiö í bíóinu vita um þennan ófögnuö. ÞaÖ er ekki aö efa aö starfsfólkiö heföi gert allt til aö bæta úr þessu. Þetta hefur áreiöanlega ekki veriö gert í þess þökk. Svo sjáum viö ekki ástæöu til aö þú skrifir okkur endilega þegar þú ert reiöur. Láttu heyra frá þér í góöu skapi fljótlega. Um skalla. Háttvirtu menn! Mér leikur hugur á að vita hvort þið kunnið ekki að við hárlosi. Ég er enn ungur maður en er byrjaður að fá skalla. Mér þykir þetta afar hvimleitt og hef reynt nokk- ur ráð sem ekki hafa gefist vel. Nú langar mig að vita hvort þið þunnið ekki að leysa úr þessum vanda. P. K. Svar: ViÖ kunnum ekki ráö viö svona vanda en þaö er ástæöu- laust annaö en aö taka þessu meö karlmennsku. Þaö er gamalt húsráö aö þvo sér úr keitu en viö tpkum enga ábyrgö á sliku. Kannski eru einlmerjir lesendur fróöir um þessi efni og væru til meö aö skrifa okkur bréf. Svar til Palla. Við viðurkennum að þetta mál sé annað en auðvelt úr- lausnar. Hins vegar kunnum við engin ráð enda ann- arra ráð oft vafasöm. Þú ert enn ungur að árum og líklegt að þetta verði þér gleymt að fáum árum. Vel má vera að þetta lagist að sjálfu sér og þótt svo fari ekki er engin ástæða til örvinglunar. Okkar ráð er að þú látir hana eiga sig. Til frímerkjasafnara. Okkur hefur nýlega borizt bréf frá 19 ára Norðmanni sem safnar frímerkjum og óskar eftir að komast í sam- band við íslenzkan jafnaldra sinn og áhugasaman um söfn- un. Hann segist skrifa bæði á ensku og þýzku auk norsk- unnar og skilja bæði dönsku og sænsku. Heimilisfang hans er: Per Bragsted, Trárstad i Lofoten Norge. Svar til Stínu. Okkur þykir ákaflega leið- inlegt að mega ekki birta birta bréfið þitt því það var ákaflega skemmtilegt. Þú ætt- ir að skrifa okkur oftar. Ef hann hringir ekki þá snúðu þér bara að hinum. Ugglaust er það góður piltur og líkleg- ur til að verða góður eigin- maður. Annars ertu heldur ung til að gifta þig. Njóttu frjálsræðisins í nokkur ár ennþá. 1 Hnítsmerkið (Zl. marz—20. apríl). Ekki skuluð þér örvænta bót.t persóna, sem hefur verið yður mjög kær, hagi sér vægast sagt einkenni- lega bessa dagana. Þetta líður hjá fyrr en varir. í vikulokin kemur dálítið óvænt fyrir, sem snertir yður persónulega. Það mun gerast á opinberum stað. NautsmerkiB (21. aprll—21. maí). Vikan verður erilsöm en lífleg, og bað er ekki frá bví að miklar breytingar gerist í lífi yðar. Það var mál til komið, að bér breyttuð viðhorfi yðar til ýmissa mála. í vikulokin mun sennilega gamall vinur yðar leita á náðir yðar og bér skuluð hjálpa honum, bótt bað kosti talsvert erfiði. TvíburamerkiS (22. maí—21. júní). Þér hafið verið einum of bjartsýnn og örlátur í peningamálum í seinni tíð, og ekki líður á löngu, bar til tími reikningsskilanna kemur. Ekki mun bó ástæða til að tileinka sér andstæða öfga og gerast nirfill. Hinn gullni og vandrataði meðalvegur verður heppi- legastur, eins og ævinlega. KrabbamerkiS (22. júní—22. júlí). Ef yður geðjast vel að eftirvæntingu og spenningi, bá mun yður sannarlega ekki leiðast í næstu viku. Þór skuluð ekki hika við að reyna nýjar leiðir og taka djarfar ákvarðanir. Fyrir ungt fólk verður vikan rómantísk, en bá rómantík verður varhugavert að taka of hát.íðlega. LjónsmerkiS (23. júlí—23. ágúst). Það birtir yfir lífi yðar í bessari viku. Öllum erfiðleikum og hindrunum er skyndilega sem rutt úr vegi. Þér fáið góð tilboð, en bér skuluð bó íhuga vandlega, hvort bau henta yður að nokkru gagni. Heimilislífið verður talsvert erfitt, en yður t.ekst að kippa bví í lag. JómfrúarmerkiS (24. ágúst—23. september). Loks fáið bér betri tíma og næði til bess að sinna hugðarefnum yðar. Þér mættuð gjarna vera ögn ákveðnari á vinnustað. Það mun veita yður aukna virðingu og traust. Á laugardaginn berast yður óvenju skemmtileg og óvænt tiðindi. VogarskálarmerkiB (24. september—2S. olctóber). Ýður hættir við að hafa eilítið ákveðnar skoðanir og set.ja bær fram á bann hátt, að svo virðist sem bér álítið engan vita betur en einmitt sjálfan yður. Þetta hefur mjög ertandi áhrif á bá, sem burfa að umgang- ast yður. Takið tillit til skoðana og sjónarmiða ann- arra. SporSdrekamerkiS (24. október—22. nóvember). Þér skuluð ekki hvika hið minnsta frá hugmyndum yðar og stefnu í bessari viku og láta ekki gagnrýni annarra hafa áhrif á yður. Þér eruð á réttri braut og stjörnurnar eru yður hliðhollar. Á sviði ástarmála verður næsta vika erfið — tími vonar og ótta. BogamannsmerkiS (23. nóvember—21. desember). Ef yður tekst að greina hismið frá kjarnanum, verð- ur betta skínandi góð vika. Varizt að fara út á bá braut, sem bér hafið ekki nægilega bekkingu á, en reynið heldur að einbeita kröftum yðar að bví, sem er yðar rétta svið. Því fyrr sem menn viðurkenna mistök sín, bví betra. SteingeitarmerkiS (22. desember—20. janúar). Margvísleg vandamál verða á vegi yðar í bessari viku, en yður mun takast að leysa bau á giftusam- legan hátt. Þér skuluð ekki hika við að ráðfæra yður við aðra, en vandið bó vel til trúnaðarmanna yðar. Á laugardag býðst yður tækifæri, sem bér skuluð taka á stundinni. VatnsberamerkiS (21. janúar—19. febrúar). Yður mun finnast vikan heldur hversdagsleg og viðburðasnauð, en litlu atvikin geta líka haft sína býðingu og verið skemmtileg engu að síður en stór- viðburðirnir. I ástamálum verður vikan hagstæð, sér- staklega fyrir unga fólkið og bá, sem ungir eru í anda. FiskamerkiS (20. febrúar—20. marz). Þér verðið fyrir miklu baktali, sem stafar af ein- hverju, sem bér hafið sagt eða gert í ógáti. Látið bað sem vind um eyru bjóta, og hafið ekki hinar minnstu áhyggjur af bví. Rógburðurinn bagnar smátt og smátt, ef bér látið eins og ekkert. hafi ískorizt. Q Q fXlkinn 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.