Fálkinn


Fálkinn - 27.03.1963, Blaðsíða 14

Fálkinn - 27.03.1963, Blaðsíða 14
Þeir sem eitthvað hafa komið nærri knattspyrnu hér á landi kannast allir við Hermann Hermannsson. Hann var okkar bezti markvörður í mörg ár og hann var lengi á „toppnum" eins og menn segja. í rúm tuttugu ár stóð hann í marki Valsmanna og háði þar marga orrustu við góðan orðstír. Ef Hermann væri ungur í dag er ekki að efa að atvinnumennskan mundi verða hans vettvangur. Og þar sem ég geng Sjafnargötuna í síðdegissólinni þá er ég að velta því fyrir mér hvort Hermann mundi ekki hafa náð langt á þeiri'i braut ef hann hefði gengið hana. Hann kom sjálfur til dyra þegar ég hringdi bjöllunni. — Komdu blessaður, sagði hann, og gakktu í bæinn. Þetta er nú ekki veður til að sitja inni í stofu og spjalla. í svona veðri langar mann alltaf í fótbolta. Fáðu þér sæti. Ég settist í einn stólinn. Það var bjart í stofunni því sólin skein inn um gluggann. — Þú hefur verið ungur þegar þú fórst að sparka bolt.a, Hermann. — Já, maður var ungur. Pínulítill patti og maður var í fótbolta frá morgni til kvölds. Aðalsvæðið okkar var Aðventu- túnið í Þingholtunum og þar var oft margt um manninn. — Og þú gekkst ungur í Val? — Nei, ég var orðinn stálpaður, þegar ég gekk í Val. Ég er nefnilega Framari og flestir þeir sem voru með mér í Val. Við vorum held ég sex eða sjö sem gengum úr Fram í Val. Við urðum uppistaða í liði sem átti eftir að verða íslands- meistarar 10 sinnum á þrettán árum. Það met verður senni- lega seint slegið. — Þú varðst þá tíu sinnum íslandsmeistari? — Já, við Frímann Helgason urðum íslandsmeistarar tíu sinnum og félagið gaf okkur gullúr í því tilefni. Mér þykir vænt um þá gjöf. Þetta var 1946 og tíu árum seinna munaði minnstu að mér tækist að verða íslandsmeistari í ellefta sinnið en smá óhapp kom í veg fyrir það. Valur fór utan 1956 og ég var þá aðstoðar fararstjóri og æfði með þeim líka og var markvörður í nokkrum leikjum. Svo er það einn laugardaginn að strákarnir hringja í mig hingað heim og segja að nú vanti markvörð í 1. flokk. Ég fór upp á völl og spilaði þennan leik en meiddist lítils háttar í fætinum. Daginn eftir keppti meistaraflokkur í íslandsmótinu og þá meiddist markvörðurinn og varð að fara út af þegar nokkr- ar mínútur voru eftir en ég treysti mér ekki inn á. Þetta ár vann Valur íslandsmótið og hefði ég spilað þessar fáu mín- útur þá hefði ég fengið ellefta peninginn minn. Þannig fór um sjóferð þá. — Hvers vegna valdir þú þér markmannsstöðuna? — Eiginlega valdi ég mér ekki þessa stöðu. 1929 urðum við Valsmenn íslandsmeistarar í 3. flokki og þá spilaði ég í marki. Svo þegar ég gekk upp í meistaraflokk æfði ég innherjastöðu. Við Valsmenn áttum þá mjög góðan markvörð sem var aðeins eldri en ég og þess vegna taldi ég mig ekki hafa möguleika á þeirri stöðu. Þá fór ég að æfa í framlín- unni. Svo féll þessi markvörður frá og ég tók þá við og var í markinu rúm tuttugu ár. Við vorum heppnir með þjálfara hjá Val á þessum árum og eitt aðallánið okkar var að fá Gömul mynd af Hermanni Hermannssyni, markverði.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.