Fálkinn


Fálkinn - 27.03.1963, Blaðsíða 15

Fálkinn - 27.03.1963, Blaðsíða 15
Reidar Sörensen sem þjálfara. Hann innleiddi hér nýja varn- artaktik. Þá áttum við góða vörn. Þeir kölluðu það risavörn ina í Val. Svo var það framlínan, ekki var hún verri. Þeir köll- uðu það dverglínuna í Val vegna þess hve spilararnir voru allir smávaxnir. — Hver er minnisstæðasti leikurinn? — Ég veit það ekki, þeir eru margir minnisstæðir. 1938 kepptum við úrslitaleik við K. R. í íslandsmótinu. Okkur nægði jafntefli í þessum leik en þegar tvær mínútur voru eftir stóðu leikar 4—2 fyrir K. R. Þeir sögðu að K.R--ingar hefðu verið búnir að dekka veizluborð í Oddfellow en okkur tókst að jafna og þeir urðu af veizlunni. Já, við vorum oft heppnir á þessum árum. Einu sinni man ég að það var úr- slitaleikur við Fram. Þeim nægði jafntefli og þegar nokkrar mínútur eru eftir er dæmd vítaspyrna á okkur. Þá stóðu leikar 2—-2. Þeir tóku spyrnuna en voru svo óheppnir að skjóta í mig. Markvörðurinn hjá þeim var dálítið spenntur og hann hljóp úr markinu til að fylgjast betur með spyrn- unni og gætti ekki hvað hann var kominn langt út á völlinn. Þegar ég gómaði þarna knöttinn renndi ég honum viðstöðu- laust út á kantinn til línuspilarans og hann brunaði upp völlinn með boltann á undan sér. Og þama hlupu þeir í kapp kantmaðurinn okkar og markvörðurinn þeirra. Okkar maður vann og við unnum leikinn 3—2. — Þú hefur oft farið utan til keppni? — Já, fyrir kom það. 1935 fór ég fyrst utan með Val. Við fórum til Norðurlanda og gekk nokkuð vel miðað við aðstæð- ur. Þetta sama ár kom þýzkt lið í heimsókn. Þetta var sterkt Framh. á bls. 28. Til v.: Hermann kastar sér á boltann. Til h.: Tríóið fræga, Sig- urður Ólafsson, Hermann Hermannsson og Frímann Helgason.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.