Fálkinn


Fálkinn - 27.03.1963, Blaðsíða 17

Fálkinn - 27.03.1963, Blaðsíða 17
 ■iy)wwM||í^i er í París, en hér ltemur hann ekki lengur. Paul hefur neitað honum um aðgang. Hann skuldaði þrjú þúsund franka hérna, fékk allt lánað — áfengi, hádegisverð og kvöldmat — í meira en ár. Og þegar Paul sagði loks, að hann þyrfti að fá greiðslu, kom hann með ávísun, sem ekki var til inni fyrir. Alix hristi höfuðið sorgmæddur á svip. Svo breytti hann um umræðuefni. — Ætlið þér að dveljast hér lengi, hr. Wales? — Aðeins í nokkra daga til þess að hitta hana litlu dóttur mína. — Einmitt það! Eigið þér litla dótt- ur? Rauð, blá og græn neonljósaskiltin fyrir utan blikuðu í gegnum rigning- una. Degi var tekið að halla, göturnar voru fullar af iðandi lífi og verzlanirn- ar voru uppljómaðar. Á horninu við Boulvard des Capucines tók Charlie sér leigubifreið. Er þeir voru komnir á vinstri bakka Signu, leit hann yfir borgina og hugs- aði um hversu sveitalegt umhverfið í raun og veru var, og hann sagði við sjálfan sig: Þessi borg er mér einskis virði lengur. Ég er ekki viss um það, en dagarnir liðu, hver á fætur öðrum, og þessi tvö ár hurfu, — ég glataði öllu, — einnig sjálfum mér. Hann var þrjátíu og fimm ára, vel- klæddur og viðkunnanlegur maður. Hrukkurnar á milli augnabrúnanna gáfu þessu glaðlega, írska andliti dá- lítinn alvörusvip. Er hann hringdi á dyrabjölluna hjá mági sínum í Rue Palatine, hrukkaði hann ennið meir en venjulega og innra með sér fann hann til einhverrar undarlegrar tilfinningar. Þjónustustúlkan opnaði dyrnar, og framhjá henni kom yndisleg, lítil níu ára telpa, sem hrópaði: „Pabbi“, og fleygði sér í fangið á honum. Hún faðm- aði hann að sér og lagði kinn við kinn. — Elskan mín, sagði hann. — Ó, pabbi, pabbi.pabbi! Hún dró hann á eftir sér inn í stof- una þar sem fjölskyldan beið, drengur og telpa á aldur við dóttur hans, mág- kona hans, Marion, og maður hennar. Er hann heilsaði Marion, gætti hann þess vandlega að rödd hans gæfi hvorki falska hrifningu eða andúð til kynna, en andúð hennar var augljósari, enda þótt hún reyndi að dylja hana með því að beina athygli sinni að dóttur hans. Mennirnir tveir tókust í hendur eins og gamlir kunningjar, og Lincoln Peters lét hönd sína hvíla eitt andar- tak á öxl Charlies. Stofan var hlýleg og þar ríkti ame- rískt andrúmsloft. Börnin þrjú léku sér frjálslega á gólfinu, það snarkaði í arninum og skarkalinn í eldhúsinu gaf til kynna að matseld var í fullum gangi, enda komið að kvöldverði. En Charlie tókst ekki að slappa af, hjartað í brjósti hans var eins og ís- moli. Hann leitaði huggunar og styrks hjá dóttur sinni, sem öðru hverju kom til hans með brúðuna, er hann hafði fært henni. — Jú, alveg prýðilegt, svaraði hann Lincoln. — Viðskiptin ganga með ágæt- um, og satt að segja betur en nokkru sinni fyrr. Já, reglulega vel. Systir mín kemur frá Ameríku í næsta mánuði. Hún ætlar að vera ráðskona hjá mér. Tekjur mínar í fyrra voru meiri en nokkru sinni fyrr. Þú skilur, Tékkarn- ir ... Hann þagnaði af sérstökum ástæðum, en andartaki síðar, er hann greindi ókennilegan glampa í augum Lincolns, skipti hann um umræðuefni. — Mikið eigið þið yndisleg börn, vel uppalin og kurteis. Framh. á bls. 33. FÁLKINN 17

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.