Fálkinn


Fálkinn - 27.03.1963, Blaðsíða 22

Fálkinn - 27.03.1963, Blaðsíða 22
IljöÆ^vj-^cLíD /éls Á SAMRI stundu sem Goritsky hrifs- ar greipar Marteins frá hálsi Kristínar af heljarafli, svo tak hans sleppur af kóröllunum, vaknar hann snögglega úr vímunni. Andartak stendur hann með opinn munn og starir, fyrst á hendur sinar, því næst á Kristínu, sem liggur meðvitundarlaus í grasinu, eins og nár, og loks á hnefann sem Goritsky lætur ríða að höku hans af öllu afli Hann hrekkur aftur á bak við högg- ið, en það er þó ekki höggsins vegna sem hann hljóðar galopnum munni. Það er vissan. Hin ægilega vissa um að hann sé enn haldinn þessum illu öndum. Hann er ekki orðinn heilbrigður! Hann sundlar og slagar. Við tungls- birtima sér hann Goritsky lúta niður að Kristínu. — Kristín! KRISTÍN! Marteinn stendur álútur og hlustar á skelfingaróp Goritskys. — Kristín! Raknaðu við. Ó, guð minn góður, Krist- ín. Ástin mín! Flýja. Marteinn snýr sér við í hendings- kasti og tekur á blinda rás inn í skóginn. Hrasar, fellur, rís upp á ný og heldur áfram stefnulausu hlaupinu inn milli trjánna. Baðar út höndum af ákafan- um að komast sem lengst og hverfur sem ólögulegur skuggi undir breiðum krónum eikanna. KRISTÍN er dáin! Hanna litla kem- ur hlaupandi inn í tunglskinsbjartan garðinn, æðir inn um eldhúsdyrnar og kallar í sífellu! — Kristín er dáin! Selma snýr sér dauðskelkuð að barn- inu. — Hvað ertu að segja, telpa? — Já, hún er dáin. Goritsky er að koma með hana. Komdu sjálf og sjáðu það. Hún hangir í fangi hans, máttlaus og dáin. Selma þýtur út í garðinn. Gegnum opið hliðið sér hún hvar Goritsky er að koma. — Hringdu eftir lækni, kallar hann. Kristín er ekki dáin. Hún liggur í öngviti, en lifandi er hún. Malarinn kemur út úr stofunni með brauki og bramli. Hann er náfölur í andliti af skelfingu. — Hvað hefur komið fyrir? Maríon Gaspadi liggur endilöng á stofugólfinu, það hefur steinliðið yfir hana. — Ég kem að vörmu spori, svarar læknirinn í símanum. Selma hefur naumast lagt heyrnar- tólið á, þegar hringt er á ný. Nú er það Vera Orsini. — Má ég tala við hana Kristínu. Hvers vegna kemur þessi Marteinn Brunner ekki, eins og um var talað. Herdegen prófessor situr hér og bíður eftir honum. Selma segir henni frá því, í sundur- lausum og ógreinilegum setningum, sem hún heldur að gerzt hafi, og lofar henni að hringja seinna til hennar, við- komandi Marteini Brunner. ÞAÐ er naumast liðið að dagmálum morguninn eftir, þegar hvert manns- barn í Nestelborn veit hver Marteinn Brunner er í raun og veru. Öflugt lög- reglulið hefur verið kallað saman frá næstu þorpum, til þess að handsama flóttamanninn. Herdegen prófessor er kominn til Mylnubæjar og undir æfðri og óskeik- ulli leiðsögn hans fær Kristín þá ró og hjúkrun, sem hún þarfnast. Maríon Gaspadi hefur símleiðis af- lýst öllum æfingum næstu daga, og leggst nú á eitt með þeim Alfreð og Veru Orsini um, að hjálpa Kristínu til að ná sér eftir hið þunga áfall. Oftast nær liggur Kristín í hálfgerð- um dvala. Það er sem móða hvíli yfir hálfluktum augum hennar. En stundum veltir hún sér aftur og fram á koddan- um og æpir skerandi og tryllingslega. Stundum ber hún náfölar hendurnar fyrir sig, eins og hún sé að berjast gegn einhverju, en varir hennnar hvísla í sí- fellu sama nafnið: — Marteinn. — Ég er nú ekki viss um, að það sé Marteinn Brunner, sem hún kallar á, segir Maríon Gaspadi einn daginn við Veru Orsini. — Þú átt við, að .... Marteinn Gor- itsky sé kominn til hennar í fleiri en einum skilningi? — Já, svarar Maríon hægt og hljóð- látlega og brosir við. — Það er einmitt það, sem mér dettur í hug. Þær standa við opinn gluggann í her- bergi Kristínar. — Við megum ekki gleyma því, segir Vera, — að þessi Ger- hard Hauser er niðurbrotinn vesaling- ur, mannnauminginn. Svo heldur hún vongóð áfram: — Hún Kristín nær sér eftir þetta. Það er sterkari töggur í henni en okkur báð- um. Hún sækir margt til föður síns. Ég er viss um, að hún kemur til með að finna sjálfa sig. Og sinn rétta Mar- tein. Fyrsti maðurinn, sem kona elsk- ar verður aldrei úr hjarta hennar rek- inn. Maríon snýr sér snöggt frá henni og horfir út um gluggann. Úti í garðinum er Alfreð að bóna bifreið sína og blístrar glaðlega á meðan. Hann er að búa hana undir heimferðina til Köln- ar sem nú stendur fyrir dyrum. — Ég er viss um að ég mun sakna ykkar hræðilega .... þín og Alfreðs og Kristínar, segir vera hljóðlega. Aftur snýr Maríon sér skjótt við. — Hvers vegna Kristínar? Ég hygg að henni muni líða bezt í þessum heimi sveitar sinnar. Það er ekki hægt úr þessu að rífa hana upp með rótum og setja hana niður annars staðar, án þess að gera hana óhamingjusama. Engu frekar en hægt væri að gera Alfreð að góðum Ekternmalara! Hún þegir um stund og heldur svo hugsandi áfram: — Mér verður svo oft á að hugsa til þess, að næsta óper- ettan mín heitir „Draumaland“. Já, draumalandið .... okkur finnst ævin- lega það vera hið framandi og fjarlæga. En í augum Franz og fólksins hér er það okkar heimur, borgarlífið, með gulli þess — og glingurskrauti. Okkur er það á hinn bóginn þetta umhverfi, með skógum þess, fábrotnum lifnaðar- háttum og friðsælli ró, við niðinn í Nestelbornlæknum. Það getur vel ver- ið að allir kunni við sig um stund í annarra heimi, en í raun réttri verður hann ævinlega hið langþráða takmark, sem aldrei verður náð. Það veður í veginn neðan úr þorp- inu, en þó lætur Ektern malari sig hafa það að fara hann fótgangandi. Hann er berhöfðaður og fer mjög hægt. Nú er hann kominn heim að hliði og beygir inn í garðinn. Þegar hann kemur til Alfreðs, nemur hann staðar hjá honum. Þeir takast í hendur, tala saman og hlæja báðir. Önnur eins frið- sæld og unaður hefur aldrei hvílt yfir gömlu mylnunni. MORGUNINN eftir er Kristin farin að hafa ofurlitla matarlyst, og merki um lífsþrótt er aftur farið að lifna í augum hennar. Hún hlustar á fuglana, sem kvaka úti í sólskininu, liggur lengi og horfir út í auðan himinblámann. Og þegar degi tekur að halla, segir hún að sig langi til að sitja úti í garðinum. Maríon hjálpar henni í fötin og Al- freð ber hægasta stólinn á heimilinu út á grænan grasblettinn. Og meðan bróðir hennar er að baksa við stólinn og köflótta ullarábreiðu, hrjóta svo margir brandarar af vörum hans, að 27. hluti hinnar spennandi framhaldssögu eftir Hans Ulrich Horster, höfund Gabrielu 22 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.