Fálkinn


Fálkinn - 27.03.1963, Blaðsíða 25

Fálkinn - 27.03.1963, Blaðsíða 25
LITLA SAGAN EFTIR WILLV BREIIMHOLST Þar glóir vín á skál • Cand. mag. Sören Antonsen, bóka- vörður, lifði fábrotnu, rólegu og hversdagslegu lífi. Hann borgaði hverjum sitt, lagði reglulega inn á bankabók, var vel kvæntur. hafði þá keypt sér lítið einbýlishús og í garðinum á bak við það, sýslaði hann við bréfdúfurnar sínar. Hvern sunnudag fór hann í bakar- íið og kepyti fjórar Nablajónskökur, fjórum sinnum á ári puntaði hann sig upp í sitt fínasta tau, fór í fína hvíta skyrtu og batt á sig dimmbláa bindið, og tók síðan sína frúvu með í leikhúsið, hans Guðlaugs. Einu sinni á ári fór hann með börnin í Tívolæði, þann þokkafulla stað, og í sumarleyfinu tók hann sumarbústað við Álftavatn á leigu. Annars sóaði hann ekki fé í skemmtanir. Hann reykti ekki né drakk, og því síður kunni hann að meta fögur víf. Hann ræktaði bara sínar bréfdúfur í húsagarðinum, og svo hafði hann bækurnar sínar hjá sér á bókasafninu. Honum var þetta nóg, þetta var líf hans, Vinna og tóm- stundir, það voru hans lystisemdir, eins og líka góðu fólki samir. En svo var það einn dag, að hann hitti félaga sinn, gamlan, frá því úr síldinni á Sigló. Hann hét Sveinn Áki. — Hvur djöfullinn ...., sagði Sveinn Áki og sló fast á öxlina á Sören, — hvað sé ég, er þetta Brillu- Sörensen eins og við kölluðum þig fyrir norðan, — sjaldséðir hvítir hrafnar. Hvurnig hefurðu það, ann- ars? — Jú, þakk, bærilega, gat Sören ekki annað en viðurkennt. — Komdu niðrá Borg og fáðu þér einn með mér. Nei, cand. mag. Sören Antonsen hafði ekki tíma til þess og auk þess drakk hann aldrei sterka drykki. — Hvur djöfullinn .... gamla hross, þú ætlar þó ekki að fara að bregða undir þig betri fætinum. Komdu með mér .... svona og fáðu þér glas með mér á einhverjum stað. Það er svo sjaldan, sem maður rekst á strákana, sem maður vann með í gamla daga. Þá var gaman að vera til, þá var nú aldeilis fútt í Hvanneyrar- skál. Sveinn Áki dró Sören Antonsen cand. mag. inn á Borgina og þeir fengu sér snaps saman. Þegar þeir höfðu lokið úr staupunum, vildi Sveinn Áki gefa einn umgang enn og hversu mikið, sem Sören barðist á móti því, þá komst hann ekki undan. — Það er bezt ég fari heim til dúfn- anna, sagði hann. — Hvurs lags kjaftæði er þetta, svona ekkert vröfl. Þú manst eftir Prútta gamla, verkstjóra á planinu. Hann lifir víst enn. Ég gleymi því aldrei, þegar ég saumaði saman ermarnar og buxnaskálmarnar á sparigallanum hans, svo að hann komst ekki í hann. Það kostaði mig sex daga erfiði í gúanóinu og auk þess setti hann mig alltaf í erfiðustu verkin, en það var vel þessi virði, því að annað eins hef ég aldrei séð. Þú, þarna, þjónn, fáum við tvo í viðbót? Þeir fengu þá og Sören fór að líta bjartari augum á framtíðina. Og þegar þeir höfðu drukkið tvo í við- bót við hina, þá viðurkenndi hann skoðun Sveins, að dúfurnar mundu ekki fljúga í burtu. — Að minnsta kosti geta þær ekki fundið þig hér, sagði Sveinn Áki og glotti. Sören kvað þær hafa alveg furðu- legan hæfileika til þess að leita hann uppi. — Nú, svo að þær hafa hann, sagði Sveinn Áki. Veiztu þá hvað við ger- um? Við förum bara á betra lókal. Ég þekki kósí pleis, þar sem jafnvel djöfullinn sjálfur getur ekki fundið okkur. Sören reyndi að mótmæla, en fór nú samt með. Þeir fengu sér meira að drekka og Sveinn Áki náði í píur og svo fóru þau fjögur á annað lók- al. Smátt og smátt neyttu hinir duldu kraftar áfengisins aflsmunar síns á Framh. á bls. 32. FÁLKINN 25

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.