Fálkinn


Fálkinn - 27.03.1963, Blaðsíða 33

Fálkinn - 27.03.1963, Blaðsíða 33
útidyratröppurnar til þess að jafna sig. Þar kom pósturinn að honum. — Hvað er að hr. magister, sitjið þér hér? — Já, sagði Sören Antonsen, cand. mag. og horfði eymdarlega á póst- inn, þetta er hræðilegt. Ég er eyði- lagður maður. Heimilið, húsið og bíllinn, konan og bréfdúfurnar, allt þetta fer fyrir bí. — Jæja, hvað hefur komið fyrir? Sören sagði honum, hvað gerzt hefði. — Kona yðar fyrirgefur yður áreiðanlega þetta víxlspor, sagði pósturinn hugsandi, ein svona skemmtun með gömlum félaga gerir ekkert strik í reikninginn. — Ein svona skemmtun? sagði Sören fyrirlitlega, þar er alls ekki um að ræða eina, mér þykir gaman að þessu. Ég ætla aftur í kvöld. Willy Breinholst. llahVioit Framhald af bls. 17. — Okkur þykir líka mjög vænt um Honoríu. Marion Peters kom nú aftur út úr eldhúsinu. Hún var hávaxin, en hún var áhyggjufull á svip. Eitt sinn hafði hún haft orð fyrir að vera glæsileg, amerísk fegurðardís. Charlie hafði nú aldrei getað séð það og varð alltaf jafn hissa er fólk fór að ræða um fegurð hennar. Frá þeirra fyrstu kynnum, höfðu þau haft andúð hvort á öðru. ■— Jæja, hvernig lízt þér á Honoríu? spurði hún. •—- Hún lítur reglulega vel út. Ég er alveg forviða á hve mikið hún hefur stækkað undanfarna tíu mánuði. Annars líta öll börnin prýðilega út. — Enginn læknir hefur stigið fæti sínum inn í þetta hús undanfarið ár. Hvernig finnst þér annars að vera kom- inn aftur til Parísar? — Mér finnst eiginlega skrítið að sjá aðeins fáeina Ameríkana hérna núna. — Mér er alveg sama, sagði Marion snöggt. — Þá er að minnsta kosti hægt að takast einhver viðskipti á hendur án þess að vera álitinn milljónamær- ingur. Við töpuðum í kreppuimi eins og aðrir, en annars höfum við það ágætt núna. — Það var gaman á meðan á því stóð, sagði Charlie. — Við vorum eins konar kóngafólk, næstum óskeikult og hátt upp yfir aðra hafið. Á barnum í dag . . . Hann gerði sér grein fyrir skyss- unni, sem honum hafði orðið á, en það var of seint, — sá ég ekkert andlit, sem ég þekkti. Hún leit hvasst á hann. — Ég hélt, að þú hefðir fengið nóg af slíku. — Ég stanzaði þar eitt andartak. Ég fæ mér alltaf einn eftir hádegið, aðeins einn. — Ég vona að þú haldir því áfram, sagði hún. Andúð Marion kom greinilega í ljós í kuldalegum hljómi raddarinnar, en Charlie brosti aðeins —■ hann haíði ýmsar áætlanir á prjónunum. Ágengni hennar styrkti í rauninni von hans og hann var næg'ilega skynsamur til að bíða færis. Hann ætlaði að beina sam- talinu að ástæðunni til veru hans í París — ástæðu, sem ekki gat verið á huldu. Hann fór strax eftir kvöldverð, en ekki beina leið heim að hótelinu. Hon- um lék forvitni á að sjá París að nætur- lagi skýrari augum en þeim, sem hann hafði horft á hana 1 gamla daga. Hann rölti áleiðis að Montmarte, upp Rue Pigalle að Place Blance. Nokkrar hræður í kvöldklæðnaði stigu út úr leigubílum fyrir framan skemmti- staðina. Hann stakk höfðinu inn um gættina á einum staðnum. Samstundis hóf hljómsveitin leik sinn, tveir atvinnu- dansarar spruttu á fætur, og yfirþjónn- inn kom hlaupandi á móti honum. — Nú fara gestirnir að streyma að, herra! Charlie flýtti sér út aftur. Það var lokað í Zelli. Og það var slökkt í óvistlegu, ódýru gistihúsunum, sem voru þar umhverfis. Á Rue Blance var líf og fjör, köll og háreysti Frakkanna glumdi við. Þetta voru þá lystisemdir Mont- Framh. á bls. 36. FALKINN 33

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.