Fálkinn


Fálkinn - 27.03.1963, Blaðsíða 38

Fálkinn - 27.03.1963, Blaðsíða 38
KVIKMYNDIR Framh. af bls. 37. En þetta svar er ekki til að herða upp huga hóru. Hún sem heldur, að hún geti selt líkama sinn, en samt sem áður orðið aðnjótandi ástar. Hún getur ekki hvorttveggja. Hún verður ástfangin og ætlar þá að taka upp breytta lifnaðarháttu. En hún er bara einföld og saklaus stúlka, hún hef- ur ekki reiknað með melludólgnum sínum, verndara sínum, honum sem hafði tryggt henni markað. Hann hefur selt hana öðrum alfons, — og þegar hún streitist á móti, er hún skotin með köldu blóði. Nönnu leikur Anna Karina og þykir hún í þessari mynd fegurri en nokkru sinni fyrr. En myndin er almennt talin vera eins konar ástaróður Jean Luc Godards til ástkærrar eiginkonu sinn- ar — þótt furðulegt megi kallast. Fyrir þessa mynd fékk hann verðlaun á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum fyrir skömmu. Rabýlon Framhald af bls. 37. hún birtist í glugganum, heit og rjóð og sendi honum fingurkoss út í myrkr- ið. ÞAU BIÐU HANS. Marion sat við kaffi- borðið í hátíðlegum, svörtum kvöld- kjól, sem óljóst minnti á sorgarklæðnað. Lincoln gekk fram og aftur. Það var greinilegt, að hann hafði verið að ræða við konu sína. Þau voru jafn áfram um að komast að efninu og Charlie. Hann tók strax til máls. — Þið vitið sennilega, hvað ég ætla að ræða við ykkur um, — ástæðuna fyrir komu minni til Parísar. Ég hef mikinn áhuga á að stofna mitt eigið heimili og mig langar mjög mikið til þess að hafa Honoriu hjá mér. Ég met það afar mikils, að þið skylduð taka hana að ykkur vegna Helen, en aðstæðurnar hafa breytzt .. . Hann hikaði andartak, hélt síðan áfram, styrkri röddu, — breytzt mjög mikið hvað mér viðvíkur, og mig langar til þess að biðja ykkur að yfirvega þetta að nýju. Það væri rangt af mér að neita því, að ég hagaði mér mjög illa fyrir þremur árum síðan . .. Marion leit kuldalega á hann. -— . . . en allt það er löngu liðið. Eins og ég hef sagt ykkur, hef ég ekki feng- ið mér meira en eitt vínglas á dag í meir en ár, og það glas drekk ég til þess að hugsunin um áfengið vaxi mér ekki yfir höfuð, þið skiljið hvað ég á við. — Nei, svaraði Marion stuttaralega. — Ég kem í veg fyrir að það verði að áráttu. — Það skil ég, sagði Lincoln. — Þú vilt ekki viðurkenna að það hafi neitt aðdráttarafl fyrir þig. — Eitthvað í þá áttina. Þeir, sem ég vinn fyrir, eru mjög ánægðir með mig og systir mín ætlar að koma frá Burlington til þess að hugsa um heim- ilið, og ég vil mjög gjarna hafa Hon- oriu hjá mér. Þið vitið, að jafnvel þótt móður hennar og mér kæmi ekki alltaf vel saman, létum við aldrei neitt af því koma niður á Honoriu. Ég veit, að henni þykir vænt um mig, og ég veit, að ég get hugsað um hana og — nú, þannig er málum háttað. Hvaða skoðun hafið þið á þessu? Hann vissi, að nú yrði hann fyrir árás. Vertu rólegur, sagði hann við sjálfan sig. Þú vilt ekki réttlæta sjálfan þig. Þú vilt fá Honoriu. Lincoln tók fyrst til máls. — Við höfum rætt þetta síðan við fengum bréfið frá þér í síðasta mánuði. Okkur finnst aðeins mjög ánægjulegt að hafa Honoriu hérna hjá okkur. Hún er skemmtileg lítil stúlka, — okkur finnst gaman að geta hjálpað, en þetta er auðvitað ekki endanlegt. . . Marion greip skyndilega fram í; — Hvað heldurðu, að þú getir haldið þig lengi frá áfenginu, Charlie? spurði hún. •— Að eilífu, vona ég. — Vonarðu? Hvernig er hægt að treysta því. — Þú veizt, að ég drakk ekki mikið áður en ég hætti við fyrirtækið og kom hingað án þess að hafa nokkuð að gera. Þá fórum við Helen . .. — Vertu svo vænn að halda Helen utan við þetta. Ég kann ekki við að heyra þig tala um hana í þessum tón. Hann leit kuldalega á hana. Hann hafði aldrei vitað með vissu hversu vænt systrunum þótti hvorri um aðra. — Drykkjuskapur minn stóð yfir í eitt og hálft ár, frá því að við komum hing- að og þangað til. . . ég féll saman. — Það var nógu lengi viðurkenndi hann. — Mér finnst ég einungis vera ábyrg gagnvart Helen, sagði hún. — Ég er að reyna að gera mér grein fyrir, hvað hún hefði viljað að ég gerði. í alvöru talað, Charlie, hefurðu alls ekki verið til í mínum augum eftir þessa hræði- legu nótt. Ég get ekkert að því gert. Hún var systir mín. — Já. — Þegar hún var að dauða komin, bað hún mig um að gæta Honoriu. Ef þú hefðir ekki einmitt verið á hælinu, þá myndi þetta ef til vill hafa farið á annan veg. Hann gat engu svarað. — Allt mitt líf mun ég aldrei gleyma þessum morgni, þegar Helen barði að dyrum hjá mér, skjálfandi og rennandi vot, og sagði, að þú hefðir læst hana úti. Charlie greip fast utan um stólarm- ana. Þetta var erfiðara en hann hafði búizt við, — hann langaði til að hefja miklar útskýringar, en hann sagði aðeins: — Nóttina, sem ég læsti hana úti. .. Hún greip fram í fyrir honum: — Ég get ekki hlustað á þá sögu einu sinni enn. Eftir andartaks þögn sagði Lincoln: — Við skulum halda okkur við efnið. Þú vilt að Marion gefi þér löglegan rétt sinn yfir barninu og afhendi þér hana Ég hugsa, að traust hennar á þér sé það, sem máli skiptir. — Ég hef breyzt mikið, Marion, sagði Charlie hæglátlega, — en ég held, að hún geti treyst mér til fulln- ustu. Það er sjálfsagt möguleiki á því, að ég geti aftur farið í hundana hvenær sem er, ef við bíðum mikið lengur, missi ég af bernsku Honoriu og mögu- leikunum til þess, að eignast mitt eigið heimili. Hann hristi höfuðið. — Ég mun sakna hennar, skiljið þið Það ekki? — Jú, ég skil það, sagði Lincoln. — Hvers vegna datt þér þetta ekki fyrr í hug, sagði Marion. -—- Ég hugsaði ef til vill um það einstaka sinnum, en okkur Helen kom ekki vel saman. Þegar ég samþykkti þessa ráðstöfun, lá ég á heilsuhæli og í verðbréfahruninu glataði ég öllum mínum eignum. Mér var Ijóst, að ég hafði hagað mér illa, og ég hugsaði með mér, ef það mætti verða Helen til ein- hverrar ánægju, skyldi ég gera hvað sem væri. Nú er viðhorfið allt annað. Ég vinn. Ég haga mér bara fjandi vel með tilliti til... — Gjörðu svo vel og blótaðu ekki, sagði Marion. Hann leit skelfdur á hana. Vanþókn- un hennar kom æ skýrar í ljós. Hún hafði safnað ótta sínum saman í einn heljar múr, sem hún nú sneri gegn honum. Charlie óttaðist meir og meir þá til- hugsun að láta Honoriu alast upp í þessu andrúmslofti, sem var svo þrung- ið af vanþóknun á honum. (Niðurl. í næsta blaði). Gúmmístimplar Búum til gúmmístimpla með eins dags fyrirvara. FÉÍLAGSPREIVTSMIÐJAN H.F. Sími 11640. 38 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.