Fálkinn


Fálkinn - 03.04.1963, Blaðsíða 6

Fálkinn - 03.04.1963, Blaðsíða 6
GloCoat FRA JOHNSON S^WAX verd adeins kr34,50 Meiri gljái - minni vinna Meira slitþol - minna verd Hið nýja Super Glo-Coat fljótandi gólfbón frá 3ohnson's Wax fœst nú í íslenzkum verzlunum og kostar aðeins 34.50 HEILDSÖLUBIRGÐIR: MALARINN HF EGGERT KRISTJANSSON *CO HF GloCoat FRA JOHNSON/S T WAX Útvarpið. Við erum hér tvær fimmtán ára stelpur sem langar að segja nokkur orð um útvarp- ið. Það er alltaf fullt af sin- foníum og svoleiðis, en hefur ekki upp á að bjóða neitt fyr- ir okkur unga fólkið nema þátt einu sinni í viku. Við getum ekki hlustað á „Þáttinn við vinnuna" því þá erum við í skóla. Okkur finnst það hljóti að vera hægt að gera eitthvað fleira fyrir okkur. Hvernig á maður svo að tolla heima yfir hundleiðinlegu út- varpi? Dóra og Erla. Svar: Útvarpiö fer stööugt batnandi aö okkar dómi, en sjálfsagt mætti gera eitthvaö meira fyrir ykkur „unga fólkiö." Bréfasamband við Norðmann. Okkur hefur nýlega borist bréf frá Noregi sem við von- um að lesendur hafi áhuga á. „Ég er norskur piltur sem með þessum hætti vill reyna að komast í samband við ís- lenzkan bréfavin. Það hefur verið mín heit- asta ósk í mörg ár að ferðast til íslands og ég vona að það takist fljótlega. Nú óska ég eftir íslenzkum bréfavinum, bæði piltum og stúlkum. Áhugamál mín eru frímerki, teikning, dans og margt fleira. Ég heiti Erik Jörgensen og er 18 ára nem- andi. Ég vona að einhver hafi áhuga á að skrifa mér. Með þökk fyrir aðstoðina, Eirik Jörgensen, Box 80, Straumsnes í Ofoten. Norge. Ps. Ég get skrifað norsku, sænsku, dönsku og ensku. Um strætisvagnabílstjóra. Háttvirta pósthólf Fálkans! Það á sér stað fjórum sinn- um á dag, að ég ferðast með strætisvagni. Fyrst er það á morgnana í vinnuna, síðan heim í mat og loks heim á kvöldin. Samkvæmt mínum útreikningi eru þetta samtals fjórar ferðir. Auk þess fer ég svo með strætisvagni, ef ég fer í bíó eða eitthvað annað á kvöldin, sem ekki kemur nú oft fyrir í seinni tíð. Þetta er ég búinn að gera í mörg ár. Mér líkar að öllu jöfnu vel að ferðast með strætis- vögnunum og hef ekki í hyggju að fá mér bíl þótt ég hafi efni á því. Ég er maður sparsamur. En það er eitt sem ég get ekki fellt mig við og það er, að strætisvagna- bílstjórarnir skuli vera að lesa dagblöðin í vögnunum. Stund- um kemur það fyrir, að þeir gleyma að fara á réttum tíma af stað og það getur dregist hálfa og jafnvel heila mínútu fram yfir réttan tíma. Þessu kann ég illa. Ég er mjög ná- kvæmur og þess vegna fer þetta í taugarnar á mér. Mér finnst það lágmarkskrafa að strætisvagnarnir fari á rétt- um tíma af stað. Þess vegna skrifa, ég þetta bréf. K. Jóns. Svar: ViÖ erum ekki hinn rétti aÖU.i til aö taka á móti kvörtunum vegna strætisvagnanna. Ef menn liafa eitthvaö út á þá aö setja skulu þeir snúa sér til skrifstofu þeirrar stofnunar sem hefur meö þá aö gera. Við förum oft meö strœtis- vagni og þótt bílstjórarnir séu aö lesa blööin kemur þaö ekki fyrir, af þeir fari of seint af staö. Okkur falla þeir yfirleitt vel í geö. Ef þetta fer mjög í taugarnar á bréfritara, skal liann ráöast í aö fá sér bíl. Hann segist hvort eö er eiga fyr- ir honum.. Ástin er undarleg. Kæri Fálki. Ég skrifa þér af því ég er í voðalegum vandræðum. Þannig er að ég hef verið með strák undanfarna sex mán- uði og gerði fastlega ráð fyrir að við mundum halda áfram.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.